Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 21:18 Óvissa ríkti um þátttöku Cristiano Ronaldo í leiknum annað kvöld, vegna veikinda móður hans, en nú hefur leiknum verið frestað. vísir/getty Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30
Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30