Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð Þorláksson hjá SA. Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira