Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:34 Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Vísir/vilhelm Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28