Vindasamt og ófært víða um land í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 09:10 Vindurinn. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Ströndum og Norðurlandi vestra, Suðausturlandi, miðhálendinu og við Faxaflóa í dag. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvasst verði á landinu í dag, og þá sérstaklega við suður og suðausturströnd landsins. Eins nokkuð hvasst í Skagafirði. Vindhraði verður víða 13-20 metrar á sekúndu og þar sem ekki hefur hlánað ofan í snjó skefur mjög auðveldlega, það gæti átt við víða inn til landsins og á fjallvegum. Verulega gæti hvesst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall síðar í dag. Veður á morgun verður með svipuðu móti, en rólegra fram í vikuna. Vetrarfærð í öllum landshlutum Vetrarfærð er í öllum landshlutum og víða ófært. Þjóðvegur 1 um Mývatnsöræfi og Möðrudalsöræfi er þannig lokaður, sem og Vopnafjarðarheiði. Einnig er Fjarðarheiði lokuð. Þá er ófært um Hófaskarð á Norðausturlandi. Þungfært er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð og þæfingur og skafrenningur á Þverárfjalli. Eins er þæfingur í Þrengslum og þungfært á Mosfellsheiði. Þá er ófært á Vatnsskarði eystra, en greiðfært með ströndinni í Höfn þrátt fyrir allhvassan vind. Þjóðvegur 1 yfir Skeiðarársand og í Öræfasveit er lokaður frá Fosshótel Núpum að Jökulsárlóni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti í Vík og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt vef Veðurstofunnar:Á þriðjudag:Austan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Slydda eða snjókoma á NA- og A-landi og einnig um tíma SV-lands, annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag:Sunnan 3-8 og dálítil él á S-verðu landinu, en bjartviðri N-lands. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðan heiða. Á fimmtudag:Norðaustan 8-13 og snjókoma á Vestfjörðum, annars hægari og sums staðar él við ströndina. Frost 0 til 8 stig, en kaldara í innsveitum um kvöldið. Á föstudag:Norðlæg átt og dálítil él N-lands, en léttskýjað S-til á landinu. Kalt í veðri. Á laugardag:Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-lands. Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Ströndum og Norðurlandi vestra, Suðausturlandi, miðhálendinu og við Faxaflóa í dag. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvasst verði á landinu í dag, og þá sérstaklega við suður og suðausturströnd landsins. Eins nokkuð hvasst í Skagafirði. Vindhraði verður víða 13-20 metrar á sekúndu og þar sem ekki hefur hlánað ofan í snjó skefur mjög auðveldlega, það gæti átt við víða inn til landsins og á fjallvegum. Verulega gæti hvesst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall síðar í dag. Veður á morgun verður með svipuðu móti, en rólegra fram í vikuna. Vetrarfærð í öllum landshlutum Vetrarfærð er í öllum landshlutum og víða ófært. Þjóðvegur 1 um Mývatnsöræfi og Möðrudalsöræfi er þannig lokaður, sem og Vopnafjarðarheiði. Einnig er Fjarðarheiði lokuð. Þá er ófært um Hófaskarð á Norðausturlandi. Þungfært er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð og þæfingur og skafrenningur á Þverárfjalli. Eins er þæfingur í Þrengslum og þungfært á Mosfellsheiði. Þá er ófært á Vatnsskarði eystra, en greiðfært með ströndinni í Höfn þrátt fyrir allhvassan vind. Þjóðvegur 1 yfir Skeiðarársand og í Öræfasveit er lokaður frá Fosshótel Núpum að Jökulsárlóni. Óvissustigi hefur verið lýst yfir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti í Vík og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt vef Veðurstofunnar:Á þriðjudag:Austan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Slydda eða snjókoma á NA- og A-landi og einnig um tíma SV-lands, annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag:Sunnan 3-8 og dálítil él á S-verðu landinu, en bjartviðri N-lands. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðan heiða. Á fimmtudag:Norðaustan 8-13 og snjókoma á Vestfjörðum, annars hægari og sums staðar él við ströndina. Frost 0 til 8 stig, en kaldara í innsveitum um kvöldið. Á föstudag:Norðlæg átt og dálítil él N-lands, en léttskýjað S-til á landinu. Kalt í veðri. Á laugardag:Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-lands.
Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira