Tár, bjór og flaksandi typpalingar Heiðar Sumarliðason skrifar 16. mars 2020 14:30 Síðasta veiðiferðin er ærslafull gamanmynd. Síðasta veiðiferðin er nýjasta viðbótin við blómlega kvikmyndasögu þjóðarinnar. Það eru Örn Marínó Arnarson og Þorkell Harðarson sem skrifa og leikstýra í sameiningu þessari mjög svo líflegu gamanmynd um nokkra vini sem skella sér upp í sumarbústað þar sem þeir leggja stund á stangveiði, í bland við suddalegt fyllerí. Þeir Örn og Þorkell hafa um áratuga skeið unnið saman undir merkinu Markell og framleitt ýmsar mjög vel heppnaðar heimildarmyndir á borð við Ham: lifandi dauðir og Feathered Cocaine, ásamt því að gera nokkrar leiknar stuttmyndir. Til að setja Síðustu veiðiferðina í samhengi þarf að hverfa aftur í tímann til árdaga íslenskrar kvikmyndagerðar þegar íslenskir áhorfendur voru u.þ.b. eini markhópur myndanna, enda höfðu engir útlendingar áhuga á þeim nema einstaka furðufuglar. Því var líklegast fátt kvikmyndagerðarfólk að velta sér of mikið upp úr því hvað einhverjum frá öðrum löndum fyndist um afraksturinn. Frá þessum tíma eigum við mikið af séríslenskum gamanmyndum á borð við Jón Odd og Jón Bjarna, Með allt á hreinu og Stellu í orlofi, í bland við alvarlegri myndir, sem einnig voru séríslenskar á sinn hátt, kvikmyndir á borð við Útlagann, Hrafninn flýgur og Óðal feðranna. Það sem átti sér stað í kjölfarið var umdeilanlega annaðhvort það besta eða versta sem hefur komið fyrir íslenska kvikmyndagerð. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, var árið 1992 tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Það sem gerðist í kjölfarið var að íslensk stjórnvöld sáu aum á þessum kvikmyndagerðargreyjum sem voru í gegnum tíðina búin að þurfa að veðsetja húsin sín til að koma draumaverkefnum sínum á koppinn og juku fjármagn til kvikmyndagerðar (t.d. var Börn náttúrunnar eina myndin sem var styrkt árið 1990, svo slæmt var ástandið). Annað sem gerðist við að mynd Friðriks kom okkur á kortið var að fleiri erlendir framleiðendur fóru að gefa kvikmyndagerð þessarar furðulegu þjóðar á hjara veraldar gaum. Íslenski kvikmyndabransinn er því í dag töluvert upp á erlendan áhuga kominn, því fleiri evrum sem hægt er að safna, því meiri peningum er hægt að eyða í að gerð myndanna. Það er því algjörlega eðlilegt að kvikmyndagerðarfólkið okkar renni hýru auga til þess fjár sem býðst erlendis og reyni að höfða til þeirra sem halda utan um budduna þar. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að íslenskt kvikmyndagerðarfólk er meira að einbeita sér að gerð þungra listrænna festival-mynda, til að hrífa útlendinga og mögulega snara Óskarstilnefningu. Það hefur því að einhverju leyti snúið baki við rótunum og hætt að gera kvikmyndir sem Íslendingar eru líklegir til að kunna að meta. Það er þá helst gamanmyndin sem hefur orðið undir í þessu árferði. Nú er ég ekki að segja að einhver vísindi liggi að baki þessarar túlkunar minnar, það mætti frekar segja þetta vera orð gárunganna á götunni, sem sakna þess að sjá kvikmyndir sem einungis voru framleiddar til að gleðja okkar íslensku hjörtu. Staðan virðist hinsvegar vera sú að sérvitrir afdalarollubændur hrífa erlenda fjárfesta mest, annars sæjum við færri myndir með búfénaði í forgrunni og fleiri kvikmyndir um reykvíska gaura sem t.d. ákveða að bakka hringveginn, eða jú, fara á gott fyllerí og renna fyrir fisk. Typpi, túttur og fylleríÞað er óumdeilt hvar rollumyndabylgjan hófst. Hér rekur Gísli Halldórsson féð á pallinn.Í þessu samhengi er Síðasta veiðiferðin sérlega áhugavert viðfangsefni. Hún er allt öðruvísi en þær myndir sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarin misseri. Innihald og efnistök minna töluvert meira á efnistök fyrri áratuga. Í tilfelli Síðustu veiðiferðarinnar er um að ræða hreinræktaða gamanmynd á borð við t.d. Sódómu Reykjavík, Með allt á hreinu og Stellu í orlofi, skopstælingu á nútíma Íslendingum. Hér eru engir rollubændur (þó svo að myndin innihaldi eina kostulega senu þar sem persóna Jóhanns Sigurðarsonar rekst á hrút), heldur eru hér bara reykvískir typpakarlar á Land Cruiser, drekkhlöðnum af rauðvíni og bjór. Þó myndin gerist í nútímanum leið mér samt eins og ég væri fluttur aftur í tímann við áhorfið. Ekki nóg með að hún innihaldi hin klassísku íslensku kvikmyndastílbrögð: typpi, túttur og fyllerí, heldur er uppbygging hennar losaraleg, líkt og átti við um svo margar íslenskar kvikmyndir sem komu út í kringum síðustu aldarmót og áratugina þar á undan. Fyrir þá sem eru nógu gamlir til að muna þá tíð, var mjög oft kvartað undan því að íslenskar kvikmyndir skorti fókus og væru of oft samansafn sniðugra sena, frekar en heilsteypt verk. Síðasta veiðiferðin fellur eins og flís við rass inn í þann flokk, kvikmyndagerðarmennirnir hafa m.a.s. notað orðið samtíningur til að lýsa myndinni. Skrifin skortir sannarlega fókus og myndin hefur of margar persónur og atvik sem ekki er gerð fullnægjandi skil eða unnið úr. Hún inniheldur t.d. senur með persónum sem fá það mikið vægi að áhorfandinn telur þær klárlega birtast aftur, að framkoma þeirra sé undirbygging fyrir yfirvofandi framvindu. Þessar persónur koma hinsvegar aldrei aftur og atvikin og umræðuefnin hafa lítil sem engin áhrif á myndina. Við hittum t.d. eiginkonur tveggja vinanna og sjáum samskipti sem eru á þann veg að áhorfandinn telur þau líkleg til að hafa áhrif á framvinduna, en svo koma eiginkonurnar aldrei aftur og hafa í raun engin áhrif. Sama má heimfæra á senuna með lögreglukonunum tveimur, sem Halldóra Geirharðsdóttir og nýliðinn Ylfa Marín Haraldsdóttir leika skemmtilega. Henni er stillt upp sem kynningu á tveimur persónum sem munu aftur koma við sögu þegar líður á myndina, hinsvegar sjást þær ekki aftur. Það er ekkert að þessari senu einni og sér, en hún er í raun algjörlega óþörf í samhengi sögunnar. Það ruglar áhorfendur að gefa persónum sem koma aldrei aftur slíkt gildi og vægi. Þessar senur hefðu mjög auðveldlega getað fokið og enginn tekið eftir því, sem er oftast vísbending um að þeim sé ofaukið. Kvikmyndagerðarmennirnir kunna hinsvegar alveg að nýta aukapersónur vel. Senan með vatnsfötunni og nöktu konunni er fullkomið dæmi um slíka nýtingu. Þar ná þeir að kynna persónur Þrastar Leós og Hjálmars, hvaða menn þeir hafa að geyma og gera það á skemmtilegan máta. Við upplifum engan söknuð við að sjá þessa persónu ekki aftur. Sama má segja um persónu Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, hún kemur og fer, en við búumst ekki við henni aftur og hún skilar sínu án þess að vofa hennar hangi yfir framvindunni. Leiddist aldreiÁhorfandanum líður eins og hann sé kominn á annað tímabil íslenskrar kvikmyndasögu.Það er hinsvegar ekki þar með sagt að Síðasta veiðiferðin sé slæm kvikmynd. Ég er með þá þumalputtareglu að ef mér leiðist ekki þá sé kvikmynd vel heppnuð og mér leiddist sannarlega aldrei áhorfið. Síðasta veiðiferðin inniheldur fjölmargar kostulegar senur og hef ég sjaldan hlegið jafn hátt í bíói og þegar persóna Jóhanns Sigurðarsonar glímdi við fyrrnefndan hrút. Síðasta veiðiferðin var því miður ekki styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, en ég er viss um að hún hefði orðið betri kvikmynd ef hún hefði notið styrks. Ekki það að myndin virki ódýr útlitslega séð, hún gerir það alls ekki og eiga þeir Markell-félagar hrós skilið fyrir þetta verk sem mér datt aldrei í hug að væri nokkuð annað en styrkt upp í topp. Það var ekki fyrr en ég fór að skoða verkefnið nánar að rann upp fyrir mér að Kvikmyndamiðstöð hafði ekki styrkt hana. Við það reis álit mitt á útkomunni töluvert. Nógu erfitt er að gera íslenska kvikmynd sem er að fullu styrkt, hvað þá að framkvæma þetta low-budget verkefni, sem gengur í raun fullkomlega upp, fyrir utan handritið, sem hefði þurft meiri vinnu. Það að þróa handrit kostar peninga, en ekki er hægt að krefja fólk um að vera í sjálfboðastarfi við það verk og ætlast til að útkoman verði tipp-topp. Frjóir og skemmtilegir kvikmyndagerðarmennÖrn og Þorkell, leikstjórar myndarinnar, í viðtali á dögunum.Þetta er fyrsta leikna kvikmynd þeirra Markell-drengja og fyrsta handritið í fullri lengd sem þeir hafa komið í framleiðslu. Það að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd er ekki eitthvað sem fólk kastar bara fram úr erminni. Handritaskrif eru iðn og handverk, sem þarf að helga sig og ástunda til að ná færni í. Það eru fjölmargir pyttir sem hægt er að falla í sem reynslan kennir höfundum að forðast. Ég myndi þó kalla Síðustu veiðiferðina hið prýðilegasta fyrsta höfundarverk. Örn og Þorkell sýna hér að þeir eru ótrúlega frjóir og skemmtilegir listamenn. Síðasta veiðiferðin inniheldur margar kostulegar senur og ég vona að þeir félagar haldi áfram að þróa sig sem höfunda og geri fleiri kvikmyndir til að skemmta þjóðinni og þá væri gaman að sjá Kvikmyndamiðstöð hlaupa undir bagga, svo að betur verði að verkefninu staðið.NiðurstaðaÞrjár og hálf stjarna. Góðu fréttirnar eru að Síðasta veiðiferðin er nægilega skemmtileg til að halda athygli áhorfenda allan tímann, en þær slæmu eru að hún hefði getað orðið mun betri ef þráðum hefði verið fækkað og unnið betur úr þeim sem virkuðu. Það er hinsvegar alltaf gaman að sjá kvikmyndir sem einungis eru gerðar til að skemmta Íslendingum. Síðasta veiðiferðin er ein slík og ættum við að taka henni opnum örmum.Hér er hægt að hlýða á útvarpsþáttinn Stjörnubíó, þar sem Heiðar Sumarliðason spjallaði við Tómas Valgeirsson um Síðustu veiðiferðina. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Síðasta veiðiferðin er nýjasta viðbótin við blómlega kvikmyndasögu þjóðarinnar. Það eru Örn Marínó Arnarson og Þorkell Harðarson sem skrifa og leikstýra í sameiningu þessari mjög svo líflegu gamanmynd um nokkra vini sem skella sér upp í sumarbústað þar sem þeir leggja stund á stangveiði, í bland við suddalegt fyllerí. Þeir Örn og Þorkell hafa um áratuga skeið unnið saman undir merkinu Markell og framleitt ýmsar mjög vel heppnaðar heimildarmyndir á borð við Ham: lifandi dauðir og Feathered Cocaine, ásamt því að gera nokkrar leiknar stuttmyndir. Til að setja Síðustu veiðiferðina í samhengi þarf að hverfa aftur í tímann til árdaga íslenskrar kvikmyndagerðar þegar íslenskir áhorfendur voru u.þ.b. eini markhópur myndanna, enda höfðu engir útlendingar áhuga á þeim nema einstaka furðufuglar. Því var líklegast fátt kvikmyndagerðarfólk að velta sér of mikið upp úr því hvað einhverjum frá öðrum löndum fyndist um afraksturinn. Frá þessum tíma eigum við mikið af séríslenskum gamanmyndum á borð við Jón Odd og Jón Bjarna, Með allt á hreinu og Stellu í orlofi, í bland við alvarlegri myndir, sem einnig voru séríslenskar á sinn hátt, kvikmyndir á borð við Útlagann, Hrafninn flýgur og Óðal feðranna. Það sem átti sér stað í kjölfarið var umdeilanlega annaðhvort það besta eða versta sem hefur komið fyrir íslenska kvikmyndagerð. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, var árið 1992 tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Það sem gerðist í kjölfarið var að íslensk stjórnvöld sáu aum á þessum kvikmyndagerðargreyjum sem voru í gegnum tíðina búin að þurfa að veðsetja húsin sín til að koma draumaverkefnum sínum á koppinn og juku fjármagn til kvikmyndagerðar (t.d. var Börn náttúrunnar eina myndin sem var styrkt árið 1990, svo slæmt var ástandið). Annað sem gerðist við að mynd Friðriks kom okkur á kortið var að fleiri erlendir framleiðendur fóru að gefa kvikmyndagerð þessarar furðulegu þjóðar á hjara veraldar gaum. Íslenski kvikmyndabransinn er því í dag töluvert upp á erlendan áhuga kominn, því fleiri evrum sem hægt er að safna, því meiri peningum er hægt að eyða í að gerð myndanna. Það er því algjörlega eðlilegt að kvikmyndagerðarfólkið okkar renni hýru auga til þess fjár sem býðst erlendis og reyni að höfða til þeirra sem halda utan um budduna þar. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að íslenskt kvikmyndagerðarfólk er meira að einbeita sér að gerð þungra listrænna festival-mynda, til að hrífa útlendinga og mögulega snara Óskarstilnefningu. Það hefur því að einhverju leyti snúið baki við rótunum og hætt að gera kvikmyndir sem Íslendingar eru líklegir til að kunna að meta. Það er þá helst gamanmyndin sem hefur orðið undir í þessu árferði. Nú er ég ekki að segja að einhver vísindi liggi að baki þessarar túlkunar minnar, það mætti frekar segja þetta vera orð gárunganna á götunni, sem sakna þess að sjá kvikmyndir sem einungis voru framleiddar til að gleðja okkar íslensku hjörtu. Staðan virðist hinsvegar vera sú að sérvitrir afdalarollubændur hrífa erlenda fjárfesta mest, annars sæjum við færri myndir með búfénaði í forgrunni og fleiri kvikmyndir um reykvíska gaura sem t.d. ákveða að bakka hringveginn, eða jú, fara á gott fyllerí og renna fyrir fisk. Typpi, túttur og fylleríÞað er óumdeilt hvar rollumyndabylgjan hófst. Hér rekur Gísli Halldórsson féð á pallinn.Í þessu samhengi er Síðasta veiðiferðin sérlega áhugavert viðfangsefni. Hún er allt öðruvísi en þær myndir sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarin misseri. Innihald og efnistök minna töluvert meira á efnistök fyrri áratuga. Í tilfelli Síðustu veiðiferðarinnar er um að ræða hreinræktaða gamanmynd á borð við t.d. Sódómu Reykjavík, Með allt á hreinu og Stellu í orlofi, skopstælingu á nútíma Íslendingum. Hér eru engir rollubændur (þó svo að myndin innihaldi eina kostulega senu þar sem persóna Jóhanns Sigurðarsonar rekst á hrút), heldur eru hér bara reykvískir typpakarlar á Land Cruiser, drekkhlöðnum af rauðvíni og bjór. Þó myndin gerist í nútímanum leið mér samt eins og ég væri fluttur aftur í tímann við áhorfið. Ekki nóg með að hún innihaldi hin klassísku íslensku kvikmyndastílbrögð: typpi, túttur og fyllerí, heldur er uppbygging hennar losaraleg, líkt og átti við um svo margar íslenskar kvikmyndir sem komu út í kringum síðustu aldarmót og áratugina þar á undan. Fyrir þá sem eru nógu gamlir til að muna þá tíð, var mjög oft kvartað undan því að íslenskar kvikmyndir skorti fókus og væru of oft samansafn sniðugra sena, frekar en heilsteypt verk. Síðasta veiðiferðin fellur eins og flís við rass inn í þann flokk, kvikmyndagerðarmennirnir hafa m.a.s. notað orðið samtíningur til að lýsa myndinni. Skrifin skortir sannarlega fókus og myndin hefur of margar persónur og atvik sem ekki er gerð fullnægjandi skil eða unnið úr. Hún inniheldur t.d. senur með persónum sem fá það mikið vægi að áhorfandinn telur þær klárlega birtast aftur, að framkoma þeirra sé undirbygging fyrir yfirvofandi framvindu. Þessar persónur koma hinsvegar aldrei aftur og atvikin og umræðuefnin hafa lítil sem engin áhrif á myndina. Við hittum t.d. eiginkonur tveggja vinanna og sjáum samskipti sem eru á þann veg að áhorfandinn telur þau líkleg til að hafa áhrif á framvinduna, en svo koma eiginkonurnar aldrei aftur og hafa í raun engin áhrif. Sama má heimfæra á senuna með lögreglukonunum tveimur, sem Halldóra Geirharðsdóttir og nýliðinn Ylfa Marín Haraldsdóttir leika skemmtilega. Henni er stillt upp sem kynningu á tveimur persónum sem munu aftur koma við sögu þegar líður á myndina, hinsvegar sjást þær ekki aftur. Það er ekkert að þessari senu einni og sér, en hún er í raun algjörlega óþörf í samhengi sögunnar. Það ruglar áhorfendur að gefa persónum sem koma aldrei aftur slíkt gildi og vægi. Þessar senur hefðu mjög auðveldlega getað fokið og enginn tekið eftir því, sem er oftast vísbending um að þeim sé ofaukið. Kvikmyndagerðarmennirnir kunna hinsvegar alveg að nýta aukapersónur vel. Senan með vatnsfötunni og nöktu konunni er fullkomið dæmi um slíka nýtingu. Þar ná þeir að kynna persónur Þrastar Leós og Hjálmars, hvaða menn þeir hafa að geyma og gera það á skemmtilegan máta. Við upplifum engan söknuð við að sjá þessa persónu ekki aftur. Sama má segja um persónu Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur, hún kemur og fer, en við búumst ekki við henni aftur og hún skilar sínu án þess að vofa hennar hangi yfir framvindunni. Leiddist aldreiÁhorfandanum líður eins og hann sé kominn á annað tímabil íslenskrar kvikmyndasögu.Það er hinsvegar ekki þar með sagt að Síðasta veiðiferðin sé slæm kvikmynd. Ég er með þá þumalputtareglu að ef mér leiðist ekki þá sé kvikmynd vel heppnuð og mér leiddist sannarlega aldrei áhorfið. Síðasta veiðiferðin inniheldur fjölmargar kostulegar senur og hef ég sjaldan hlegið jafn hátt í bíói og þegar persóna Jóhanns Sigurðarsonar glímdi við fyrrnefndan hrút. Síðasta veiðiferðin var því miður ekki styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, en ég er viss um að hún hefði orðið betri kvikmynd ef hún hefði notið styrks. Ekki það að myndin virki ódýr útlitslega séð, hún gerir það alls ekki og eiga þeir Markell-félagar hrós skilið fyrir þetta verk sem mér datt aldrei í hug að væri nokkuð annað en styrkt upp í topp. Það var ekki fyrr en ég fór að skoða verkefnið nánar að rann upp fyrir mér að Kvikmyndamiðstöð hafði ekki styrkt hana. Við það reis álit mitt á útkomunni töluvert. Nógu erfitt er að gera íslenska kvikmynd sem er að fullu styrkt, hvað þá að framkvæma þetta low-budget verkefni, sem gengur í raun fullkomlega upp, fyrir utan handritið, sem hefði þurft meiri vinnu. Það að þróa handrit kostar peninga, en ekki er hægt að krefja fólk um að vera í sjálfboðastarfi við það verk og ætlast til að útkoman verði tipp-topp. Frjóir og skemmtilegir kvikmyndagerðarmennÖrn og Þorkell, leikstjórar myndarinnar, í viðtali á dögunum.Þetta er fyrsta leikna kvikmynd þeirra Markell-drengja og fyrsta handritið í fullri lengd sem þeir hafa komið í framleiðslu. Það að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd er ekki eitthvað sem fólk kastar bara fram úr erminni. Handritaskrif eru iðn og handverk, sem þarf að helga sig og ástunda til að ná færni í. Það eru fjölmargir pyttir sem hægt er að falla í sem reynslan kennir höfundum að forðast. Ég myndi þó kalla Síðustu veiðiferðina hið prýðilegasta fyrsta höfundarverk. Örn og Þorkell sýna hér að þeir eru ótrúlega frjóir og skemmtilegir listamenn. Síðasta veiðiferðin inniheldur margar kostulegar senur og ég vona að þeir félagar haldi áfram að þróa sig sem höfunda og geri fleiri kvikmyndir til að skemmta þjóðinni og þá væri gaman að sjá Kvikmyndamiðstöð hlaupa undir bagga, svo að betur verði að verkefninu staðið.NiðurstaðaÞrjár og hálf stjarna. Góðu fréttirnar eru að Síðasta veiðiferðin er nægilega skemmtileg til að halda athygli áhorfenda allan tímann, en þær slæmu eru að hún hefði getað orðið mun betri ef þráðum hefði verið fækkað og unnið betur úr þeim sem virkuðu. Það er hinsvegar alltaf gaman að sjá kvikmyndir sem einungis eru gerðar til að skemmta Íslendingum. Síðasta veiðiferðin er ein slík og ættum við að taka henni opnum örmum.Hér er hægt að hlýða á útvarpsþáttinn Stjörnubíó, þar sem Heiðar Sumarliðason spjallaði við Tómas Valgeirsson um Síðustu veiðiferðina.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira