Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 16:01 Sigríður var meðal þriggja umsækjenda sem voru metnir hæfir. Stjórnarráðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45
Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57
Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47
Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32