Dustin Johnson vann Northern Trust mótið á næstlægsta skori í sögunni Ísak Hallmundarson skrifar 24. ágúst 2020 07:00 Johnson með verðlaunagripinn. getty/Rob Carr Dustin Johnson lék ótrúlegt golf og rúllaði upp Northern Trust mótinu sem fór fram um helgina. Á mótinu sem er hluti af PGA var Johnson samanlagt á 30 höggum undir pari, eða 254 höggum á 72 holum. Lægsta skor á 72 holu PGA-móti er 253. Það met setti Justin Thomas árið 2017 en þá var hann 27 höggum undir pari þar sem völlurinn var par 70. Flest högg undir pari í sögunni á PGA-móti eru 31 högg undir pari, en þeim árangri náði Ernie Els árið 2003. Johnson var langefstur og endaði með ellefu högga forskot á Harris English sem lék á 19 höggum undir pari. Daniel Berger var í þriðja sæti á 18 höggum undir pari. Tiger Woods spilaði vel á lokahringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum, fimm höggum undir pari. Hann lék samtals á sex höggum undir pari í mótinu og endaði í 58. sæti. Rory McIlroy náði sér ekki á strik í mótinu og endaði á tveimur höggum undir pari samtals í 65. sæti. DJ's good is REALLY good. He's won by margins of 5, 6, 8 and now ... 11.Dominant. 😳🏆 pic.twitter.com/TpNAo1EaAn— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2020 Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dustin Johnson lék ótrúlegt golf og rúllaði upp Northern Trust mótinu sem fór fram um helgina. Á mótinu sem er hluti af PGA var Johnson samanlagt á 30 höggum undir pari, eða 254 höggum á 72 holum. Lægsta skor á 72 holu PGA-móti er 253. Það met setti Justin Thomas árið 2017 en þá var hann 27 höggum undir pari þar sem völlurinn var par 70. Flest högg undir pari í sögunni á PGA-móti eru 31 högg undir pari, en þeim árangri náði Ernie Els árið 2003. Johnson var langefstur og endaði með ellefu högga forskot á Harris English sem lék á 19 höggum undir pari. Daniel Berger var í þriðja sæti á 18 höggum undir pari. Tiger Woods spilaði vel á lokahringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum, fimm höggum undir pari. Hann lék samtals á sex höggum undir pari í mótinu og endaði í 58. sæti. Rory McIlroy náði sér ekki á strik í mótinu og endaði á tveimur höggum undir pari samtals í 65. sæti. DJ's good is REALLY good. He's won by margins of 5, 6, 8 and now ... 11.Dominant. 😳🏆 pic.twitter.com/TpNAo1EaAn— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2020
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira