Fæðuöryggi þjóðarinnar aldrei eins mikilvægt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 12:15 Trausti Hjálmarsson, sem er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu og sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með fjölskyldu sinni. Úr einkasafni. Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira