Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 16:35 Frá mótmælum í Kenosha í gær. AP/Morry Gash Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40
Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40