Ólafía tók stórt stökk á heimslistanum Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2020 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir glaðbeitt á mótinu í Tékklandi. MYND/LET/TRISTAN JONES Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR flýgur upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa leikið vel á Evrópumótaröðinni um helgina. Ólafía er nú í 841. sæti heimslistans en hún hefur hæst náð 170. sæti í janúar 2017, árið sem hún var kjörin íþróttamaður ársins og lék á þremur risamótum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er efst Íslendinga á heimslistanum en hún er í 565. sæti. Hæst hefur Valdís náð 299. sæti árið 2018. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í 921. sæti heimslistans og fer niður um sjö sæti á milli vikna líkt og Valdís. Hæst hefur Guðrún náð 790. sæti. Hlaut tæplega hálfa milljón í Tékklandi Ólafía endaði í 20. sæti á móti í Tékklandi um helgina eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals -5 höggum. Hún var tólf höggum á eftir sigurvegaranum, hinni dönsku Kristine Pedersen. Lítið hefur verið keppt í ár vegna kórónuveirufaraldursins en mótið um helgina var aðeins það sjötta á Evrópumótaröðinni, og það fyrsta hjá Ólafíu á mótaröðinni í ár. Hún hlaut 2.800 evrur, jafnvirði um 460 þúsunda króna, fyrir árangurinn í Tékklandi eftir að hafa óvænt fengið boð á mótið, en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á mótinu. Guðrún Brá keppti einnig í Tékklandi og varð í 57. sæti á +3 höggum. Hún hlaut 743 evrur í verðlaun eða rúmlega 120 þúsund krónur. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR flýgur upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa leikið vel á Evrópumótaröðinni um helgina. Ólafía er nú í 841. sæti heimslistans en hún hefur hæst náð 170. sæti í janúar 2017, árið sem hún var kjörin íþróttamaður ársins og lék á þremur risamótum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er efst Íslendinga á heimslistanum en hún er í 565. sæti. Hæst hefur Valdís náð 299. sæti árið 2018. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í 921. sæti heimslistans og fer niður um sjö sæti á milli vikna líkt og Valdís. Hæst hefur Guðrún náð 790. sæti. Hlaut tæplega hálfa milljón í Tékklandi Ólafía endaði í 20. sæti á móti í Tékklandi um helgina eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals -5 höggum. Hún var tólf höggum á eftir sigurvegaranum, hinni dönsku Kristine Pedersen. Lítið hefur verið keppt í ár vegna kórónuveirufaraldursins en mótið um helgina var aðeins það sjötta á Evrópumótaröðinni, og það fyrsta hjá Ólafíu á mótaröðinni í ár. Hún hlaut 2.800 evrur, jafnvirði um 460 þúsunda króna, fyrir árangurinn í Tékklandi eftir að hafa óvænt fengið boð á mótið, en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á mótinu. Guðrún Brá keppti einnig í Tékklandi og varð í 57. sæti á +3 höggum. Hún hlaut 743 evrur í verðlaun eða rúmlega 120 þúsund krónur.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira