Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 13:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, í mótmælum í borginni Kenosha í Wisconsin í síðustu viku. Hann sagði Rittenhouse hafa verið að reyna að komast undan hópi mótmælenda og hann hefði „líklega verið drepinn“ ef hann hefði ekki skotið mennina. Rittenhouse hafði komið til Kenosha úr öðru ríki ásamt öðrum þungvopnuðum hægri sinnuðum mönnum og var yfirlýst markmið þeirra að verja fyrirtæki fyrir skemmdum mótmælenda. Umfangsmikil mótmæli höfðu átt sér stað í borginni eftir að lögregluþjónn skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið og höfðu mótmælin snúist upp í óeirðir á kvöldin. Rittenhouse var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Myndbönd sýna ekki þegar Rittenhouse skaut fyrsta manninn, heldur sýna þau að hann var á hlaupum undan manninum en virtist vera króaður af. Seinna var hann á hlaupum og reyndu nokkrir menn að stöðva hann. Rittenhouse skaut einn þeirra til bana þegar sá reyndi að ná af honum byssunni. Sá þriðji sem hann skaut, og særði, var vopnaður skammbyssu. Ummælin um Rittenhouse lét Trump falla á blaðamannafundi í gær, eftir að hann sakaði Joe Biden, mótframbjóðanda sinn, um að ýta undir ofbeldi. Trump sjálfur hefur ítrekað verið ásakaður um það. Rittenhouse hefur verið ákærður fyrir tvö morð og aðra glæpi. Teymi lögmanna táningsins segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Meðal annars segja þeir að skotið hafi verið á Rittenhouse og hann hafi óttast um líf sitt. Trump sagði að það að stuðningsmenn hans hafi verið að skjóta á mótmælendur í Portland af handahófi með málningarbyssum, væru í raun friðsöm mótmæli. Trump ætlar til Kensoha í dag. Kayleigh McEnany, talskona hans, segir að þar muni hann virða fyrir sér þann skaða sem óeirðarseggir hafi valdið og ræða við eigendur fyrirtækja. Trump hefur hunsað beiðnir ráðamanna á svæðinu um að hann leggi leið sína ekki þangað. Hann ætlar sömuleiðis að hitta lögregluþjóna. Trump, sem sagði einnig í gær að enginn forseti Bandaríkjanna, nema kannski Abraham Lincoln, hefði gert meira fyrir bandaríska blökkumenn og sagðist ekki ætla að ræða við fjölskyldu Blake. Ástæðan væri sú að fjölskyldan vildi hafa lögmenn viðstadda. Blaðamaður Washington Post segir blaðamannafund Trump í gær hafa byrjað á því að forsetinn sakaði Biden um að neita að fordæma sérstaklega vinstri sinnaða aðila sem hafa framið skemmdarverk eða ofbeldi í Bandaríkjunum, sem Biden hefur gert. Skömmu seinna hafi Trump sjálfur neitað að fordæma eigin stuðningsmenn sem skotið hafi á fólk með málningarbyssum og varið Rittenhouse. Þar að auki hafi hann fordæmt alla vinstri sinnaða mótmælendur vegna þess að stuðningsmaður hans var skotinn til bana í Portland. „Hann skaut ungan herramann og myrti hann. Ekki með málningu heldur byssukúlu og það finnst mér skammarlegt,“ sagði Trump. Því næst kom hann Rittenhouse til varnar. Sjá einnig: Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Mótmælendur og aðgerðasinnar í Bandaríkjunum óttast að sú óöld sem Bandaríkin ganga nú í gegnum eigi eftir að ná nýjum hæðum á næstunni. Hægri sinnaðir aðilar hafa að undanförnu lagt kapp á að standa í hárinu á Black Lives Matter hreyfingunni og mótmælendum. Margir þessara aðila hafa verið vopnaðir, eins og í Kenosha og í Portland. Frá því að George Floyd var myrtur í haldi lögreglu, fyrir þremur mánuðum, hafa mótmælin að mestu snúist um mótmælendur gegn lögreglu. Það virðist vera að breytast. Þessir hægri sinnuðu aðilar segjast vera að verja fólk og fyrirtæki gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum og styðja lögregluþjóna. Samhliða því virðist sem að mótmælendur beri vopn í auknum mæli, samkvæmt frétt New York Times. Stuðningsmenn Trump eru þegar að undirbúa frekari gagn-mótmæli í Portland um næstu helgi. Þá hafa einhverjir hópar fjar-hægri manna kallað eftir borgarastyrjöld og sagt að ef Trump grípi ekki inn í ástandið í Portland muni þeir gera það sjálfir. Lögreglan í bæði Portland og Kenosha hefur verið gagnrýnd fyrir að koma ekki í veg fyrir blóðsúthellingar og átök á milli fykinga. Í Portland vissi lögreglan að því að stuðningsmenn Trump ætluðu að keyra bílalest í gegnum miðborg borgarinnar þar sem mótmæli fóru fram. Fáir lögregluþjónar voru þó á vettvangi og kom víða til handalögmála á götum borgarinnar. Í Kenosha í síðustu viku keyrðu lögregluþjónar fram hjá hópi vopnaðra manna, köstuðu til þeirra vatnsflöskum og þökkuðu þeim fyrir að vera á svæðinu. Þegar Rittenhouse reyndi fyrst að gefa sig fram við lögreglu keyrðu lögregluþjónar fram hjá honum. Hann var þá með hálfsjálfvirkan riffil, með hendur á lofti og nýbúinn að skjóta þrjá menn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. 28. ágúst 2020 16:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, í mótmælum í borginni Kenosha í Wisconsin í síðustu viku. Hann sagði Rittenhouse hafa verið að reyna að komast undan hópi mótmælenda og hann hefði „líklega verið drepinn“ ef hann hefði ekki skotið mennina. Rittenhouse hafði komið til Kenosha úr öðru ríki ásamt öðrum þungvopnuðum hægri sinnuðum mönnum og var yfirlýst markmið þeirra að verja fyrirtæki fyrir skemmdum mótmælenda. Umfangsmikil mótmæli höfðu átt sér stað í borginni eftir að lögregluþjónn skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið og höfðu mótmælin snúist upp í óeirðir á kvöldin. Rittenhouse var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Myndbönd sýna ekki þegar Rittenhouse skaut fyrsta manninn, heldur sýna þau að hann var á hlaupum undan manninum en virtist vera króaður af. Seinna var hann á hlaupum og reyndu nokkrir menn að stöðva hann. Rittenhouse skaut einn þeirra til bana þegar sá reyndi að ná af honum byssunni. Sá þriðji sem hann skaut, og særði, var vopnaður skammbyssu. Ummælin um Rittenhouse lét Trump falla á blaðamannafundi í gær, eftir að hann sakaði Joe Biden, mótframbjóðanda sinn, um að ýta undir ofbeldi. Trump sjálfur hefur ítrekað verið ásakaður um það. Rittenhouse hefur verið ákærður fyrir tvö morð og aðra glæpi. Teymi lögmanna táningsins segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Meðal annars segja þeir að skotið hafi verið á Rittenhouse og hann hafi óttast um líf sitt. Trump sagði að það að stuðningsmenn hans hafi verið að skjóta á mótmælendur í Portland af handahófi með málningarbyssum, væru í raun friðsöm mótmæli. Trump ætlar til Kensoha í dag. Kayleigh McEnany, talskona hans, segir að þar muni hann virða fyrir sér þann skaða sem óeirðarseggir hafi valdið og ræða við eigendur fyrirtækja. Trump hefur hunsað beiðnir ráðamanna á svæðinu um að hann leggi leið sína ekki þangað. Hann ætlar sömuleiðis að hitta lögregluþjóna. Trump, sem sagði einnig í gær að enginn forseti Bandaríkjanna, nema kannski Abraham Lincoln, hefði gert meira fyrir bandaríska blökkumenn og sagðist ekki ætla að ræða við fjölskyldu Blake. Ástæðan væri sú að fjölskyldan vildi hafa lögmenn viðstadda. Blaðamaður Washington Post segir blaðamannafund Trump í gær hafa byrjað á því að forsetinn sakaði Biden um að neita að fordæma sérstaklega vinstri sinnaða aðila sem hafa framið skemmdarverk eða ofbeldi í Bandaríkjunum, sem Biden hefur gert. Skömmu seinna hafi Trump sjálfur neitað að fordæma eigin stuðningsmenn sem skotið hafi á fólk með málningarbyssum og varið Rittenhouse. Þar að auki hafi hann fordæmt alla vinstri sinnaða mótmælendur vegna þess að stuðningsmaður hans var skotinn til bana í Portland. „Hann skaut ungan herramann og myrti hann. Ekki með málningu heldur byssukúlu og það finnst mér skammarlegt,“ sagði Trump. Því næst kom hann Rittenhouse til varnar. Sjá einnig: Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Mótmælendur og aðgerðasinnar í Bandaríkjunum óttast að sú óöld sem Bandaríkin ganga nú í gegnum eigi eftir að ná nýjum hæðum á næstunni. Hægri sinnaðir aðilar hafa að undanförnu lagt kapp á að standa í hárinu á Black Lives Matter hreyfingunni og mótmælendum. Margir þessara aðila hafa verið vopnaðir, eins og í Kenosha og í Portland. Frá því að George Floyd var myrtur í haldi lögreglu, fyrir þremur mánuðum, hafa mótmælin að mestu snúist um mótmælendur gegn lögreglu. Það virðist vera að breytast. Þessir hægri sinnuðu aðilar segjast vera að verja fólk og fyrirtæki gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum og styðja lögregluþjóna. Samhliða því virðist sem að mótmælendur beri vopn í auknum mæli, samkvæmt frétt New York Times. Stuðningsmenn Trump eru þegar að undirbúa frekari gagn-mótmæli í Portland um næstu helgi. Þá hafa einhverjir hópar fjar-hægri manna kallað eftir borgarastyrjöld og sagt að ef Trump grípi ekki inn í ástandið í Portland muni þeir gera það sjálfir. Lögreglan í bæði Portland og Kenosha hefur verið gagnrýnd fyrir að koma ekki í veg fyrir blóðsúthellingar og átök á milli fykinga. Í Portland vissi lögreglan að því að stuðningsmenn Trump ætluðu að keyra bílalest í gegnum miðborg borgarinnar þar sem mótmæli fóru fram. Fáir lögregluþjónar voru þó á vettvangi og kom víða til handalögmála á götum borgarinnar. Í Kenosha í síðustu viku keyrðu lögregluþjónar fram hjá hópi vopnaðra manna, köstuðu til þeirra vatnsflöskum og þökkuðu þeim fyrir að vera á svæðinu. Þegar Rittenhouse reyndi fyrst að gefa sig fram við lögreglu keyrðu lögregluþjónar fram hjá honum. Hann var þá með hálfsjálfvirkan riffil, með hendur á lofti og nýbúinn að skjóta þrjá menn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. 28. ágúst 2020 16:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00
Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. 28. ágúst 2020 16:35