Dustin Johnson tveimur milljörðum ríkari eftir gærdaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 10:30 Dustin Johnson brosti auðvitað út að eyrum eftir þennan frábæra sigur. Getty/Sam Greenwood Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er svo sannarlega á toppi heimsins þessa dagana. Það er ekki nóg með að vera í efsta sæti heimslistans þá sýndi hann af hverju á Tour Championship sem lauk í gær. Dustin Johnson tryggði sér sigur á Tour Championship í gær og er þar með handhafi FedEx bikarsins í ár. Dustin Johnson var með fimm högga forskot fyrir lokadaginn og endaði á því að vinna mótið með þremur höggum. Í öðru sæti voru síðan landar hans Justin Thomas og Xander Schauffele. @DJohnsonPGA speaks with the media after winning the @PlayoffFinale and the #FedExCup. https://t.co/m86AL6Q7X6— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Þessi 36 ára gamli kylfingur var búinn að leggja grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í úrslitakeppninni en hann byrjaði mótið á tíu höggum undir pari. Dustin Johnson gaf ekkert eftir og endaði á 21 höggi undir pari. Dustin Johnson þarf ekki að kvarta mikið yfir verðlaunafénu. Hann fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Final four finishes on the season for DJ:T21st2nd1stA deserving #FedExCup Champion. pic.twitter.com/l4PmOcLlQF— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Það var einstakt að fylgjast með Dustin Johnson í úrslitakeppninni í bandarísku mótaröðinni í ár en í fjórum síðustu mótunum, eins og sjá má hér fyrir ofan, þá vann hann tvisvar og varð tvisvar í öðru sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Dustin Johnson vinnur FedEx bikarinn en hann klúðraði góðri stöðu fyrir fjórum árum. Another one. pic.twitter.com/mFinIpaQmm— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020 „Þetta er erfiður golfvöllur þannig að maður er aldrei öruggur með neitt forskot. Ég vissi því að ég yrði að koma út og spila mjög vel,“ sagði Dustin Johnson. „Ég vildi verða FedEx meistari á ferlinum og stefndi á það. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði ekki síst í undanförnum fjórum mótum,“ sagði Dustin Johnson sem fór á kostum í úrslitakeppninni. Final #FedExCup standings: 1. @DJohnsonPGA 2. @JustinThomas34 2. @XSchauffele 4. @JonRahmPGA 5. Scottie Scheffler 6. @Collin_Morikawa 7. @TyrrellHatton 8. @PReedGolf 8. @JSMunozGolf 8. @McIlroyRory 11. Sungjae Im 12. @Harris_English 12. @WebbSimpson1 14. @MacHughesGolf pic.twitter.com/WeVd0IhAkl— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020 Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er svo sannarlega á toppi heimsins þessa dagana. Það er ekki nóg með að vera í efsta sæti heimslistans þá sýndi hann af hverju á Tour Championship sem lauk í gær. Dustin Johnson tryggði sér sigur á Tour Championship í gær og er þar með handhafi FedEx bikarsins í ár. Dustin Johnson var með fimm högga forskot fyrir lokadaginn og endaði á því að vinna mótið með þremur höggum. Í öðru sæti voru síðan landar hans Justin Thomas og Xander Schauffele. @DJohnsonPGA speaks with the media after winning the @PlayoffFinale and the #FedExCup. https://t.co/m86AL6Q7X6— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Þessi 36 ára gamli kylfingur var búinn að leggja grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í úrslitakeppninni en hann byrjaði mótið á tíu höggum undir pari. Dustin Johnson gaf ekkert eftir og endaði á 21 höggi undir pari. Dustin Johnson þarf ekki að kvarta mikið yfir verðlaunafénu. Hann fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Final four finishes on the season for DJ:T21st2nd1stA deserving #FedExCup Champion. pic.twitter.com/l4PmOcLlQF— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Það var einstakt að fylgjast með Dustin Johnson í úrslitakeppninni í bandarísku mótaröðinni í ár en í fjórum síðustu mótunum, eins og sjá má hér fyrir ofan, þá vann hann tvisvar og varð tvisvar í öðru sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Dustin Johnson vinnur FedEx bikarinn en hann klúðraði góðri stöðu fyrir fjórum árum. Another one. pic.twitter.com/mFinIpaQmm— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020 „Þetta er erfiður golfvöllur þannig að maður er aldrei öruggur með neitt forskot. Ég vissi því að ég yrði að koma út og spila mjög vel,“ sagði Dustin Johnson. „Ég vildi verða FedEx meistari á ferlinum og stefndi á það. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði ekki síst í undanförnum fjórum mótum,“ sagði Dustin Johnson sem fór á kostum í úrslitakeppninni. Final #FedExCup standings: 1. @DJohnsonPGA 2. @JustinThomas34 2. @XSchauffele 4. @JonRahmPGA 5. Scottie Scheffler 6. @Collin_Morikawa 7. @TyrrellHatton 8. @PReedGolf 8. @JSMunozGolf 8. @McIlroyRory 11. Sungjae Im 12. @Harris_English 12. @WebbSimpson1 14. @MacHughesGolf pic.twitter.com/WeVd0IhAkl— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020
Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira