Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2020 21:03 Erik Hamrén var nokkuð súr eftir leik. MYND/STÖÐ 2 SPORT Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45
Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53