Við viljum bjóða þrjátíuþúsundasta íbúa Hafnarfjarðar velkominn…………..aftur Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. september 2020 08:02 Undanfarin ár hafa verið mikill vaxtartími á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum á SV horninu hefur fjölgað mikið. Íbúum Hafnarfjarðar hefur hreinlega fækkað um 0,7% á árinu 2020. Þann 31. október 2019 bauð bæjarstjóri þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn með viðhöfn en síðan þá hefur bæjarbúum aftur fækkað og eins og staðan er núna munum við þurfa að fagna þeim áfanga aftur. Þetta er áhyggjuefni af nokkrum ástæðum. Á einum mesta uppgangstíma Íslandssögunnar er árangur okkar í skipulags- og byggingarmálum sá að bæjarbúum fækkar. Fulltrúar Viðreisnar hafa áður bent á þessa þróun en verið svarað með skætingi af meirihlutanum. Bæjarsjóður þarf að taka á sig töluvert högg vegna Covid faraldursins. Tekjur skreppa saman og útgjöld aukast. Undirritaður hefur lengi bent á að vandi bæjarsjóðs er fyrst og fremst tekjuvandi. Fjármálastjóri bæjarins og sviðsstjórar hafa staðið sig gríðarlega vel þegar kemur að útsjónarsemi á útgjaldahlið og ber að hrósa þeim fyrir frábært starf. Tekjur sveitarfélaga koma að mestu leiti frá útsvari íbúa og fasteignagjöldum. Hefðum við ekki flotið sofandi að feigðarósi í skipulags og byggingarmálum má ætla að í bænum væru þrjú þúsund nýir Hafnarfirðingar sem skiluðu um tveimur og hálfum milljarði í auknar tekjur árlega. Það er ekki fjarri þeirri upphæð sem meirihlutinn mun sætta sig við sem einskiptis söluhagnað af bréfum bæjarfélagsins í HS Veitum. Þessi tíðindi setja óvönduð vinnubrögð meirihlutans í nýtt samhengi. Þegar honum var bent á það hversu mikla holu hann hafði grafið sig í var hlaupið af stað og leitað að einhverri skyndilausn til þess að grafa sig úr vandanum. Lausnin var sú að falla frá vandaðri undirbúningsvinnu við rammaskipulagið á Hraun Vestur og bjóða einum lóðarhafa brunaafslátt af öllum gæðakröfum í þeirri von að sú uppbygging myndi fela að einhverju leiti úrræðaleysi undanfarinna ára. Það er styttra í að bæjarstjóri kveðji þrjúhundraðasta Hafnfirðinginn sem flytur úr bænum árið 2020 en að bjóða þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn upp á nýtt. Hvort viðkomandi fái blómvönd og krúttkörfu er ekki vitað. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið mikill vaxtartími á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum á SV horninu hefur fjölgað mikið. Íbúum Hafnarfjarðar hefur hreinlega fækkað um 0,7% á árinu 2020. Þann 31. október 2019 bauð bæjarstjóri þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn með viðhöfn en síðan þá hefur bæjarbúum aftur fækkað og eins og staðan er núna munum við þurfa að fagna þeim áfanga aftur. Þetta er áhyggjuefni af nokkrum ástæðum. Á einum mesta uppgangstíma Íslandssögunnar er árangur okkar í skipulags- og byggingarmálum sá að bæjarbúum fækkar. Fulltrúar Viðreisnar hafa áður bent á þessa þróun en verið svarað með skætingi af meirihlutanum. Bæjarsjóður þarf að taka á sig töluvert högg vegna Covid faraldursins. Tekjur skreppa saman og útgjöld aukast. Undirritaður hefur lengi bent á að vandi bæjarsjóðs er fyrst og fremst tekjuvandi. Fjármálastjóri bæjarins og sviðsstjórar hafa staðið sig gríðarlega vel þegar kemur að útsjónarsemi á útgjaldahlið og ber að hrósa þeim fyrir frábært starf. Tekjur sveitarfélaga koma að mestu leiti frá útsvari íbúa og fasteignagjöldum. Hefðum við ekki flotið sofandi að feigðarósi í skipulags og byggingarmálum má ætla að í bænum væru þrjú þúsund nýir Hafnarfirðingar sem skiluðu um tveimur og hálfum milljarði í auknar tekjur árlega. Það er ekki fjarri þeirri upphæð sem meirihlutinn mun sætta sig við sem einskiptis söluhagnað af bréfum bæjarfélagsins í HS Veitum. Þessi tíðindi setja óvönduð vinnubrögð meirihlutans í nýtt samhengi. Þegar honum var bent á það hversu mikla holu hann hafði grafið sig í var hlaupið af stað og leitað að einhverri skyndilausn til þess að grafa sig úr vandanum. Lausnin var sú að falla frá vandaðri undirbúningsvinnu við rammaskipulagið á Hraun Vestur og bjóða einum lóðarhafa brunaafslátt af öllum gæðakröfum í þeirri von að sú uppbygging myndi fela að einhverju leiti úrræðaleysi undanfarinna ára. Það er styttra í að bæjarstjóri kveðji þrjúhundraðasta Hafnfirðinginn sem flytur úr bænum árið 2020 en að bjóða þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn upp á nýtt. Hvort viðkomandi fái blómvönd og krúttkörfu er ekki vitað. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar