„Annars væri hann dauður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 08:00 Skjáskot úr myndbandi af slagsmálunum neðst á Laugaveginum. Rannsókn lögreglu á alvarlegum líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur laugardagskvöldið 29. ágúst er sögð miða vel. Borgarfulltrúi sem varð vitni að ástandinu segir að ógnvænlegt hafi verið að sjá hve margir tóku þátt í átökunum. Foreldrar eins sem varð fyrir árásinni þakka hugrakkri konu að sonur þeirra sé enn á lífi. Töluvert hefur verið fjallað um líkamsárásirnar tvær sem virðast hafa verið hluti af hópslagsmálum sem brutust út neðst á Laugavegi. Lögregla hefur sagt ýmislegt benda til þess að tveir hópar hafi komið þar saman. Annar vinahópurinn virðist vera skipaður karlmönnum að uppruna úr karabíska hafinu en hinn Albanir sem sumir hverjir starfa við dyravörslu í miðbænum. Margir hverjir úr báðum hópum hafa verið búsettir á Íslandi í lengri tíma. Rofin slagæð og rothögg Þeir tveir sem slösuðust í árásinni tilheyra fyrri vinahópnum og þekkjast. Annar segir að ráðist hafi verið á hann með hnífi sem hafi rofið slagæð í hönd hans þegar hann bar höndina fyrir sig. Hinn segist einfaldlega hafa verið að skila vini sínum jakka og ekki getað hlaupið undan árás hins hópsins. Sá rotaðist og slasaðist á auga. Einn Albananna í málinu segir fórnarlömbin tvö tilheyra hópi sem hafi komið í miðbæinn til að vera með læti og ráðast að vini sínum, dyraverði í miðbænum. Að neðan má sjá myndband sem Mbl.is birti af árásinni. Töluvert hefur verið fjallað um slagsmálin sem brutust út neðst á Laugaveginum og færðust niður í Bankastræti á ellefta tímanum umrætt laugardagskvöld. Lögregla segist hafa rætt við fjölda fólks til að fá skýrari mynd af atburðarásinni. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn miði vel. Fram hefur komið að fjórir hafa stöðu sakbornings í málinu. Að sögn Margeirs leikur enginn grunur á því að kynþáttafordómar séu uppruni ósættis hópanna. Borgarfulltrúi vitni að látunum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sat á Session bar í Bankastrætinu þegar árásin átti sér stað. Barinn er á annarri hæð og því gott útsýni yfir gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs þar sem slagsmálin brutust út. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, varð vitni að því þegar slagsmálin hófust neðst á Laugaveginum. Þau færðust svo niður í Bankastrætið.Vísir/Vilhelm Sigurborg ræddi upplifun sína af atvikinu í Harmageddon á dögunum og sagði að sér hefði fundist ógnvænlegt hve margir tóku þátt í slagsmálunum. Hún sagðist telja fljótt á litið um að ræða hópa frá ólíkum löndum en hún hefði ekki tekið eftir mörgum Íslendingum. Þó með þeim fyrirvara að margir gætu hafa búið hér á landi í mörg ár. Hún lýsir atvikinu með því versta sem hún hafi nokkurn tímann séð. Spörk í bland við hróp og köll. Þarna skipti sekúndur máli. Eitt högg geti haft afleiðingar fyrir lífstíð. „Þetta er eitthvað sem við viljum aldrei sjá,“ segir Sigurborg. Sparkað í liggjandi menn Aðdragandi árásanna tveggja, sem sjá má á myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum, er óljós. Á myndböndunum sést í tvígang þar sem einstaklingur er lagstur í jörðina og við taka spörk í þá liggjandi. Sá sem lenti fyrst í jörðinni heitir Hander Maria de la Rosa. Hann hefur búið í sjö ár á Íslandi, er uppruninn á Dóminíkanska lýðveldinu og nýorðinn 21 árs. Hann baðst undan viðtali við fréttastofu að svo stöddu en sagðist í samtali við Mannlíf í liðinni viku vera ótrúlega feginn að hafa sloppið lifandi. Reynt hefði verið að stinga hann í höfuðið en hann borið hönd fyrir sig og hnífurinn rofið slagæð. Hander sagði um að ræða hóp Albana sem hefðu áður ráðist á hann og hann kært fyrir líkamsárás. Þeir hefðu lagt að honum að draga kæruna til baka. Hander með umbúðir á handleggnum eftir árásina á Laugaveginum. „Þessi árás snerist um að ég dragi kæruna tilbaka, þannig byrjaði þetta. Ég sagði þeim að ég myndi ekki gera það og þá var bara ráðist á mig,“ segir Hander. „Þetta byrjaði þannig að húðlitur minn var orsökin en þeir eru líka að ráðast á Íslendinga. Meðal annars spörkuðu þeir í og rotuðu einn sem reyndi að hjálpa mér,“ segir Hander og vísar til vinar síns sem varð fyrir seinni árásinni. Segjast hafa verið að verja sig Angjelin Sterkaj, dyravörður og einn Albananna sem tóku þátt í hópslagsmálunum í miðbænum, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að Albanarnir hafi ekki átt upptök að slagsmálunum. Hann og vinir hans hafi þurft að verja sig. Þá þvertekur hann fyrir kynþáttafordóma. „Þeir mættu með hnífa, þeir mættu með járnkylfur og réðust á okkur. Hvað áttum við að gera? Við vorum bara að verja okkur,“ segir Angjelin í Fréttablaðinu. „Þeir voru óheppnir að þetta fór svona en við vorum bara að vernda okkur sjálfa,“ sagði Angjelin í samtali við Fréttablaðið. Hann grunar að þetta hafi verið allt skipulagt af hinum hópnum. Átök hópanna eigi sér langan aðdraganda. Tveir úr honum hópnum hafi ráðist að einum Albananum sem starfi sem dyravörður á Kofa Tómasar frænda á horni Skólavörðustígs og Laugavegar. Þetta hafi verið sýning sem sett hafi verið á svið í miðbænum. „Ef það eru vandamál milli mín og einhvers myndi ég bara finna þann aðila og berja hann. Af hverju í andskotanum ætti maður að gera það í miðjum miðbænum,“ segir Angjelin. „Það halda allir að allir Albanar sem eru hér á landi eru bara til vandræða. En ég ber virðingu fyrir öllum á þessum landi. Ég á vini frá fjölmörgum þjóðernum og fullt af íslenskum vinum. Ég er hálf íslenskur. Hálf fjölskyldan mín er íslensk og sonur minn er íslenskur,“ segir Angjelin. 38 ára hetja Lögregla vinnur að rannsókn málsins og leggur mat hvað sé satt og rétt í frásögn aðila málsins. Eitt virðist óumdeilt. 38 ára gömul kona sem sat að sumbli á Session bar með vinum sínum sá til þess að ekki fór verr. „Við erum óendanlega þakklát Sigrúnu Helgu fyrir að bregðast svona við,“ segir móðir karlmannsins sem var fórnarlambið í seinni árásinni sem sést í myndbandinu. Sá er þrítugur og hafði rotast þegar Sigrún leysti upp barsmíðarnar. „Annars væri hann dauður,“ segir faðir hans. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, útskýrði atburðarásina í samtali við fréttastofu í vikunni. Sigrún Helga Lund hefur stundað brasilískt Jiu Jitsu. Hún þurfti þó ekki að beita því til að leysa upp slagsmálin.stöð2 „Þetta gerist svo hratt að ég hugsa ósköp lítið,“ sagði Sigrún Helga. Hún hefði öskrað á karlmennina, hlaupið að þeim og ýtt þeim frá mönnunum sem lágu í jörðinni. Sá fyrri neðst á Laugarvegi og sá síðari augnablikum síðar í Bankastræti. Þar hafi verið sparkað í höfuð á manni sem lá rotaður. Hvorki foreldrarnir, sem eru á sjötugsaldri né sonur þeirra, treystu sér að svo stöddu til að koma fram undir nafni á meðan málið er í rannsókn hjá lögreglu. Foreldrarnir segja son sinn, sem er afreksíþróttamaður og þau segja reglumann, hafa skroppið niður í bæ til að skila jakka til vinar sína. Sá hafði gleymt honum í heimsókn í vikunni. „Svo lendir hann í þessu.“ Aldrei séð svona á 22 árum á Íslandi Þeim finnst athugavert að jakkaeigandinn hafi ekki upplýst son þeirra um að ástandið á Laugaveginum væri hættulegt og ráðið honum frá því að koma í þennan múgæsing. „Við drekkum ekki, við hrekkjum ekki. Við erum bara íþróttafólk, fólk sem vinnur. Ég hef búið á Íslandi í 22 ár og aldrei séð svona,“ segir faðirinn um árásina sem náðist að stórum hluta á myndband. Óhætt er að segja að tveggja metra reglan, sem var við lýði á þessum tíma, hafi verið mölbrotin.Vísir/Vilhelm Sonurinn er sem fyrr segir íþróttamaður en slasaði sig á fæti fyrr í sumar. Hann er á leið í uppskurð og gat því ekki hlaupið undan árásarmönnunum. „Hinir hlupu í burtu. Ef hnéð hefði verið í lagi hefðu þeir ekki náð honum. Hann haltrar og þarf að fara í uppskurð út af hnénu,“ segir móðir hans. Átti að mæta í vinnu um morguninn Sigrún Helga lýsti því í samtali við fréttastofu að hún hefði reynt að elta árásarmennina upp Ingólfsstrætið en ekki átt erindi sem erfiði. Þegar hún sneri aftur lá karlmaðurinn rotaður í götunni en vinir hans voru komnir og búnir að hringja í 112. Foreldrar hans vissu ekki af árásinni fyrr en á sunnudeginum. Lítið hefur verið um að vera í miðbæ Reykjavíkur eftir miðnætti undanfarna mánuði að sögn lögreglu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þau segjast ekki vita mikið um það sem gerðist fyrir utan tilefnislausu árásina sem þau hafa eftir syni sínum. Þau búa í nágrenni við miðbæinn en voru sjálf farin að sofa á þessum tíma eins og önnur kvöld. „Hann fór bara í augnablik að skila þessu. Hann átti að vinna morguninn eftir klukkan níu,“ segir faðirinn. Mynstrið á skósólanum sást á andlitinu Þau óttast um andlegar sem líkamlegar afleiðingar sonar síns. Hann sé með sár í öðru auganu og óvíst um afleiðingarnar. „Hann er saumaður aftan á hnakkanum, þrjú spor. Þegar við sáum hann um sunnudagsmorguninn var hann með skófar á andlitinu. Þú gast séð mynstrið á sólanum á skónum á enninu á honum. Geturðu ímyndað þér höggið?“ segir móðir hans. Lögregla var fljót á vettvang í Bankastræti og Laugavegi að sögn Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur borgarfulltrúa sem varð vitni að látunum.Vísir/Vilhelm Lögregla tók skýrslu af syni þeirra strax eftir árásina. Þau eru hugsi yfir stöðunni á Íslandi þessa dagana og þakklát Sigrúnu Helgu. Faðirinn hans er sannfærður um hvað hefði gerst án aðkomu hennar. „Ef hún Sigrún hefði ekki verið til staðar þá hefðu þeir drepið hann,“ segir faðirinn. „Ef þeir hefðu haldið áfram, þá hvað? spyr móðirin. Afleiðingar af inngripi ófyrirsjáanlegar Framtaki Sigrúnar Helgu hefur verið hampað verulega á samfélagsmiðlum þar sem henni er hrósað í hástert. Sumir hafa þó varað við því að stökkva inn í slík slagsmál enda alls óvíst hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir viðkomandi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, þekkir vel til verkefna lögreglu í miðborginni og var spurður út í þetta á Vísi á dögunum.. „Það er erfitt að alhæfa,“ segir Ásgeir Þór. „Fólk verður bara að gera því það sem því þykir skynsamt. Það getur haft eins og þarna alveg frábærar afleiðingar fyrir þennan dreng sem lá í götunni. En maður veit aldrei hvernig hlutirnir fara en hún stóð sig alveg virkilega vel þessi kona og kannski bjargaði hún þessum dreng frá því að vera slasaður fyrir lífstíð. Maður veit ekki hvernig þetta hefði haldið áfram,“ segir Ásgeir Þór. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48 Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Rannsókn lögreglu á alvarlegum líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur laugardagskvöldið 29. ágúst er sögð miða vel. Borgarfulltrúi sem varð vitni að ástandinu segir að ógnvænlegt hafi verið að sjá hve margir tóku þátt í átökunum. Foreldrar eins sem varð fyrir árásinni þakka hugrakkri konu að sonur þeirra sé enn á lífi. Töluvert hefur verið fjallað um líkamsárásirnar tvær sem virðast hafa verið hluti af hópslagsmálum sem brutust út neðst á Laugavegi. Lögregla hefur sagt ýmislegt benda til þess að tveir hópar hafi komið þar saman. Annar vinahópurinn virðist vera skipaður karlmönnum að uppruna úr karabíska hafinu en hinn Albanir sem sumir hverjir starfa við dyravörslu í miðbænum. Margir hverjir úr báðum hópum hafa verið búsettir á Íslandi í lengri tíma. Rofin slagæð og rothögg Þeir tveir sem slösuðust í árásinni tilheyra fyrri vinahópnum og þekkjast. Annar segir að ráðist hafi verið á hann með hnífi sem hafi rofið slagæð í hönd hans þegar hann bar höndina fyrir sig. Hinn segist einfaldlega hafa verið að skila vini sínum jakka og ekki getað hlaupið undan árás hins hópsins. Sá rotaðist og slasaðist á auga. Einn Albananna í málinu segir fórnarlömbin tvö tilheyra hópi sem hafi komið í miðbæinn til að vera með læti og ráðast að vini sínum, dyraverði í miðbænum. Að neðan má sjá myndband sem Mbl.is birti af árásinni. Töluvert hefur verið fjallað um slagsmálin sem brutust út neðst á Laugaveginum og færðust niður í Bankastræti á ellefta tímanum umrætt laugardagskvöld. Lögregla segist hafa rætt við fjölda fólks til að fá skýrari mynd af atburðarásinni. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn miði vel. Fram hefur komið að fjórir hafa stöðu sakbornings í málinu. Að sögn Margeirs leikur enginn grunur á því að kynþáttafordómar séu uppruni ósættis hópanna. Borgarfulltrúi vitni að látunum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sat á Session bar í Bankastrætinu þegar árásin átti sér stað. Barinn er á annarri hæð og því gott útsýni yfir gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs þar sem slagsmálin brutust út. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, varð vitni að því þegar slagsmálin hófust neðst á Laugaveginum. Þau færðust svo niður í Bankastrætið.Vísir/Vilhelm Sigurborg ræddi upplifun sína af atvikinu í Harmageddon á dögunum og sagði að sér hefði fundist ógnvænlegt hve margir tóku þátt í slagsmálunum. Hún sagðist telja fljótt á litið um að ræða hópa frá ólíkum löndum en hún hefði ekki tekið eftir mörgum Íslendingum. Þó með þeim fyrirvara að margir gætu hafa búið hér á landi í mörg ár. Hún lýsir atvikinu með því versta sem hún hafi nokkurn tímann séð. Spörk í bland við hróp og köll. Þarna skipti sekúndur máli. Eitt högg geti haft afleiðingar fyrir lífstíð. „Þetta er eitthvað sem við viljum aldrei sjá,“ segir Sigurborg. Sparkað í liggjandi menn Aðdragandi árásanna tveggja, sem sjá má á myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum, er óljós. Á myndböndunum sést í tvígang þar sem einstaklingur er lagstur í jörðina og við taka spörk í þá liggjandi. Sá sem lenti fyrst í jörðinni heitir Hander Maria de la Rosa. Hann hefur búið í sjö ár á Íslandi, er uppruninn á Dóminíkanska lýðveldinu og nýorðinn 21 árs. Hann baðst undan viðtali við fréttastofu að svo stöddu en sagðist í samtali við Mannlíf í liðinni viku vera ótrúlega feginn að hafa sloppið lifandi. Reynt hefði verið að stinga hann í höfuðið en hann borið hönd fyrir sig og hnífurinn rofið slagæð. Hander sagði um að ræða hóp Albana sem hefðu áður ráðist á hann og hann kært fyrir líkamsárás. Þeir hefðu lagt að honum að draga kæruna til baka. Hander með umbúðir á handleggnum eftir árásina á Laugaveginum. „Þessi árás snerist um að ég dragi kæruna tilbaka, þannig byrjaði þetta. Ég sagði þeim að ég myndi ekki gera það og þá var bara ráðist á mig,“ segir Hander. „Þetta byrjaði þannig að húðlitur minn var orsökin en þeir eru líka að ráðast á Íslendinga. Meðal annars spörkuðu þeir í og rotuðu einn sem reyndi að hjálpa mér,“ segir Hander og vísar til vinar síns sem varð fyrir seinni árásinni. Segjast hafa verið að verja sig Angjelin Sterkaj, dyravörður og einn Albananna sem tóku þátt í hópslagsmálunum í miðbænum, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að Albanarnir hafi ekki átt upptök að slagsmálunum. Hann og vinir hans hafi þurft að verja sig. Þá þvertekur hann fyrir kynþáttafordóma. „Þeir mættu með hnífa, þeir mættu með járnkylfur og réðust á okkur. Hvað áttum við að gera? Við vorum bara að verja okkur,“ segir Angjelin í Fréttablaðinu. „Þeir voru óheppnir að þetta fór svona en við vorum bara að vernda okkur sjálfa,“ sagði Angjelin í samtali við Fréttablaðið. Hann grunar að þetta hafi verið allt skipulagt af hinum hópnum. Átök hópanna eigi sér langan aðdraganda. Tveir úr honum hópnum hafi ráðist að einum Albananum sem starfi sem dyravörður á Kofa Tómasar frænda á horni Skólavörðustígs og Laugavegar. Þetta hafi verið sýning sem sett hafi verið á svið í miðbænum. „Ef það eru vandamál milli mín og einhvers myndi ég bara finna þann aðila og berja hann. Af hverju í andskotanum ætti maður að gera það í miðjum miðbænum,“ segir Angjelin. „Það halda allir að allir Albanar sem eru hér á landi eru bara til vandræða. En ég ber virðingu fyrir öllum á þessum landi. Ég á vini frá fjölmörgum þjóðernum og fullt af íslenskum vinum. Ég er hálf íslenskur. Hálf fjölskyldan mín er íslensk og sonur minn er íslenskur,“ segir Angjelin. 38 ára hetja Lögregla vinnur að rannsókn málsins og leggur mat hvað sé satt og rétt í frásögn aðila málsins. Eitt virðist óumdeilt. 38 ára gömul kona sem sat að sumbli á Session bar með vinum sínum sá til þess að ekki fór verr. „Við erum óendanlega þakklát Sigrúnu Helgu fyrir að bregðast svona við,“ segir móðir karlmannsins sem var fórnarlambið í seinni árásinni sem sést í myndbandinu. Sá er þrítugur og hafði rotast þegar Sigrún leysti upp barsmíðarnar. „Annars væri hann dauður,“ segir faðir hans. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, útskýrði atburðarásina í samtali við fréttastofu í vikunni. Sigrún Helga Lund hefur stundað brasilískt Jiu Jitsu. Hún þurfti þó ekki að beita því til að leysa upp slagsmálin.stöð2 „Þetta gerist svo hratt að ég hugsa ósköp lítið,“ sagði Sigrún Helga. Hún hefði öskrað á karlmennina, hlaupið að þeim og ýtt þeim frá mönnunum sem lágu í jörðinni. Sá fyrri neðst á Laugarvegi og sá síðari augnablikum síðar í Bankastræti. Þar hafi verið sparkað í höfuð á manni sem lá rotaður. Hvorki foreldrarnir, sem eru á sjötugsaldri né sonur þeirra, treystu sér að svo stöddu til að koma fram undir nafni á meðan málið er í rannsókn hjá lögreglu. Foreldrarnir segja son sinn, sem er afreksíþróttamaður og þau segja reglumann, hafa skroppið niður í bæ til að skila jakka til vinar sína. Sá hafði gleymt honum í heimsókn í vikunni. „Svo lendir hann í þessu.“ Aldrei séð svona á 22 árum á Íslandi Þeim finnst athugavert að jakkaeigandinn hafi ekki upplýst son þeirra um að ástandið á Laugaveginum væri hættulegt og ráðið honum frá því að koma í þennan múgæsing. „Við drekkum ekki, við hrekkjum ekki. Við erum bara íþróttafólk, fólk sem vinnur. Ég hef búið á Íslandi í 22 ár og aldrei séð svona,“ segir faðirinn um árásina sem náðist að stórum hluta á myndband. Óhætt er að segja að tveggja metra reglan, sem var við lýði á þessum tíma, hafi verið mölbrotin.Vísir/Vilhelm Sonurinn er sem fyrr segir íþróttamaður en slasaði sig á fæti fyrr í sumar. Hann er á leið í uppskurð og gat því ekki hlaupið undan árásarmönnunum. „Hinir hlupu í burtu. Ef hnéð hefði verið í lagi hefðu þeir ekki náð honum. Hann haltrar og þarf að fara í uppskurð út af hnénu,“ segir móðir hans. Átti að mæta í vinnu um morguninn Sigrún Helga lýsti því í samtali við fréttastofu að hún hefði reynt að elta árásarmennina upp Ingólfsstrætið en ekki átt erindi sem erfiði. Þegar hún sneri aftur lá karlmaðurinn rotaður í götunni en vinir hans voru komnir og búnir að hringja í 112. Foreldrar hans vissu ekki af árásinni fyrr en á sunnudeginum. Lítið hefur verið um að vera í miðbæ Reykjavíkur eftir miðnætti undanfarna mánuði að sögn lögreglu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þau segjast ekki vita mikið um það sem gerðist fyrir utan tilefnislausu árásina sem þau hafa eftir syni sínum. Þau búa í nágrenni við miðbæinn en voru sjálf farin að sofa á þessum tíma eins og önnur kvöld. „Hann fór bara í augnablik að skila þessu. Hann átti að vinna morguninn eftir klukkan níu,“ segir faðirinn. Mynstrið á skósólanum sást á andlitinu Þau óttast um andlegar sem líkamlegar afleiðingar sonar síns. Hann sé með sár í öðru auganu og óvíst um afleiðingarnar. „Hann er saumaður aftan á hnakkanum, þrjú spor. Þegar við sáum hann um sunnudagsmorguninn var hann með skófar á andlitinu. Þú gast séð mynstrið á sólanum á skónum á enninu á honum. Geturðu ímyndað þér höggið?“ segir móðir hans. Lögregla var fljót á vettvang í Bankastræti og Laugavegi að sögn Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur borgarfulltrúa sem varð vitni að látunum.Vísir/Vilhelm Lögregla tók skýrslu af syni þeirra strax eftir árásina. Þau eru hugsi yfir stöðunni á Íslandi þessa dagana og þakklát Sigrúnu Helgu. Faðirinn hans er sannfærður um hvað hefði gerst án aðkomu hennar. „Ef hún Sigrún hefði ekki verið til staðar þá hefðu þeir drepið hann,“ segir faðirinn. „Ef þeir hefðu haldið áfram, þá hvað? spyr móðirin. Afleiðingar af inngripi ófyrirsjáanlegar Framtaki Sigrúnar Helgu hefur verið hampað verulega á samfélagsmiðlum þar sem henni er hrósað í hástert. Sumir hafa þó varað við því að stökkva inn í slík slagsmál enda alls óvíst hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir viðkomandi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, þekkir vel til verkefna lögreglu í miðborginni og var spurður út í þetta á Vísi á dögunum.. „Það er erfitt að alhæfa,“ segir Ásgeir Þór. „Fólk verður bara að gera því það sem því þykir skynsamt. Það getur haft eins og þarna alveg frábærar afleiðingar fyrir þennan dreng sem lá í götunni. En maður veit aldrei hvernig hlutirnir fara en hún stóð sig alveg virkilega vel þessi kona og kannski bjargaði hún þessum dreng frá því að vera slasaður fyrir lífstíð. Maður veit ekki hvernig þetta hefði haldið áfram,“ segir Ásgeir Þór. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48 Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. september 2020 12:48
Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05
Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55
Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38