Smábörn viti betur en virkir í athugasemdum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. september 2020 10:00 Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur vakti athygli fyrir dagbókafærslu sem hún birti á Facebook síðu sinni en dagbókarfærslan er frá því að Bergrún var tvítug. Mynd/Ólafur Már Svavarsson „Hér er um að ræða fullorðið fólk sem skrifar virkilega ljótar athugasemdir í athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Sumir segja að þetta fólk hagi sér eins og smábörn, en það er bara ekki rétt. Smábörn vita betur en að meiða aðra,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur í samtali við Vísi. Með þessu vísar Bergrún til umtalsins sem skapast hefur í samfélaginu um stúlkurnar tvær sem heimsóttu landsliðsmenn enska landsliðsins á hótelherbergi um síðustu helgi. „Þeir sem hafa hæst á Internetinu og dæma hvað harðast eiga eflaust sjálfir hressandi sögur frá þessum aldri sem þeir hafa kannski gleymt. Sem er algjör synd, þetta eru oft skemmtilegustu minningarnar,“ segir Bergrún og hlær. „Veistu, ég er bara orðin svo þreytt á því að stelpur séu kallaðar hórur fyrir það eitt að vera sætar og skemmta sér,“ segir Bergrún og heldur áfram. „Fólk mætti alveg líta sér nær. Enginn er fullkominn og við ættum að varast að kasta steinum úr viðkvæmum glerhúsum. Fjöldi fólks hefur gert mistök síðustu mánuði og við erum öll að reyna að fóta okkur í þessum nýja og sótthreinsaða veruleika.“ Bergrún segist vera þreytt á því að stelpur séu kallaðar hórur fyrir það eitt að vera sætar og skemmta sér og segist hún undrandi á því hversu samfélagið dæmi atvik sem þessi harkalega. Aðsend mynd Bergrún segist undrandi á því hvernig fólk leyfir sér að tala á netinu og lýsir áhyggjum sínum af því hversu hart samfélagið dæmir einstaklinga fyrir atvik sem þessi. „Ég set spurningarmerki við tilhneigingu fólks og fjölmiðla til að einblína á smáatriði sem þennan atburð þegar alvarlegri hlutir eiga sér stað um allan heim. Ef við slökum á slúðrinu, sjáum við kannski skýrar hvað valdamikið fólk og fyrirtæki er að gera jörðinni og lífríki hennar.“ Á sama tíma og við veltum okkur upp úr helgarfjöri á Hótel Sögu, gerast grafalvarlegir hlutir í heiminum sem við þyrftum frekar að veita athygli. Þess utan, gætum við séð inn í kollinn á 19 og 20 ára stelpum, þá er líklegt að þær dæmi sig nógu hart sjálfar. Þær þurfa ekki hjálp ókunnugra við það. Að elska mistökin sín og læra af þeim „Ég segi börnunum mínum alltaf að elska mistökin sín því maður lærir heilmikið af þeim. Það er svo mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi, þykja vænt um mistökin sín og alla lífsreynslu og sjá það jákvæða við erfiðar og flóknar aðstæður. Þessar ungu konur fá þann lærdóm fullharkalega í fangið en mér sýnist þær nógu sterkar og töff til að takast á við það. Ef ég stæði sjálf í þeirra sporum væri ég flúin úr bænum og búin að slökkva á Internetinu. Ég dáist að því hvað þær standa teinréttar undir þessari ósanngjörnu gagnrýni.“ Í gær birti Bergrún mynd á Facebook af fjórtán ára gamalli dagbókarfærslu sem hún skrifaði þegar hún var tvítug þar sem hún telur upp tíu atriði sem hún kallaði þá, Boðorðin tíu. Listinn er upptalning á hlutum sem henni fannst hún þurfa að breyta varðandi útlit sitt, eins og hvítari tennur, betri húð og sléttari magi. „Ég var að taka til á vinnustofunni minni fyrir rúmri viku og rakst á þessa dagbók. Ég fékk tár í augun þegar ég sá hvað ég dæmdi mig hart. Mig langaði bara að knúsa þessa tvítugu stelpu.“ Undir myndina endurskrifar svo Bergrún ný Boðorð til sín sem tvítugrar stelpu. Njóttu þess að sofa! Mamma þín hefur rétt fyrir sér varðandi flesta hluti. Faðmaðu afa og hlustaðu af athygli á sögurnar hans. Farðu oftar með ömmu í Smáralind. SLAKAÐU Á og lifðu hægar. Það liggur ekkert á. Fólk er miklu uppteknara af sjálfu sér en þér! Þú ert ekki áhyggjurnar þínar, leyfðu þeim að koma og fara. Þín bíða ótrúleg ævintýri og frábær tækifæri, treystu því. Elskaðu líkamann þinn. Hann á eftir færa þér tvo dásamlega drengi. Hentu vigtinni og bakaðu köku. Fjöldi fólks hefur skrifað athugasemd við færslu Bergrúnar en ein af þeim er rithöfundurinn Silja Aðalsteinsdóttir. „Eins og upp úr minni dagbók annó 1963.“ „Þetta er greinilega ekkert nýtt, þetta sjálfsniðurrif ungra kvenna. Þetta er bara meira upp á yfirborðinu núna. Konur hafa greinilega lengi reynt að taka sem minnst pláss,“ segir Bergrún. Bergrún segir samfélagsmiðla senda fólki óljós skilaboð og gera harðar kröfur og því ekki skrítið að margir finni fyrir óöryggi með útlit sitt og tilvist. Þetta er veruleiki margra ungra kvenna. Samfélagið segir þér að tálga þig til og líta út á ákveðinn hátt en um leið og þú uppfyllir þær kröfur ertu kölluð athyglissjúk hóra og öðrum hræðilegum nöfnum. Handskrifuð orð í stað vanhugsaðra skoðana á lyklaborðið Bergrún segist hvetja fólk til að skrifa niður skoðanir sínar á blað eða segja þær upphátt áður en þær fái að fara á netið. „Ég held að margir myndu hætta við neikvæðar athugasemdir ef þeir myndu fyrst skrifa orðin með blýanti á blað. Það er eins og það verði til einhver siðblinda hjá fólki þegar það hamrar á lyklaborðið. Oft er þetta bara tilgangslaust öskur út í vindinn. Við þurfum að vanda okkur og hugsa okkur vel um áður en við setjum athugasemdir út á Internetið. Um leið og þú ýtir á enter er þín skoðun orðin að útgefinni yfirlýsingu sem erfitt er að taka til baka. Ef fólki finnst sín skoðun endilega eiga heima á netinu þá vil ég hvetja það til að taka sér góðan tíma, skoða athugasemdina og spyrja sig þriggja spurninga: er þetta satt, er þetta sagt í góðvild og er þetta nauðsynlegt? Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Samfélagsmiðlar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
„Hér er um að ræða fullorðið fólk sem skrifar virkilega ljótar athugasemdir í athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Sumir segja að þetta fólk hagi sér eins og smábörn, en það er bara ekki rétt. Smábörn vita betur en að meiða aðra,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur í samtali við Vísi. Með þessu vísar Bergrún til umtalsins sem skapast hefur í samfélaginu um stúlkurnar tvær sem heimsóttu landsliðsmenn enska landsliðsins á hótelherbergi um síðustu helgi. „Þeir sem hafa hæst á Internetinu og dæma hvað harðast eiga eflaust sjálfir hressandi sögur frá þessum aldri sem þeir hafa kannski gleymt. Sem er algjör synd, þetta eru oft skemmtilegustu minningarnar,“ segir Bergrún og hlær. „Veistu, ég er bara orðin svo þreytt á því að stelpur séu kallaðar hórur fyrir það eitt að vera sætar og skemmta sér,“ segir Bergrún og heldur áfram. „Fólk mætti alveg líta sér nær. Enginn er fullkominn og við ættum að varast að kasta steinum úr viðkvæmum glerhúsum. Fjöldi fólks hefur gert mistök síðustu mánuði og við erum öll að reyna að fóta okkur í þessum nýja og sótthreinsaða veruleika.“ Bergrún segist vera þreytt á því að stelpur séu kallaðar hórur fyrir það eitt að vera sætar og skemmta sér og segist hún undrandi á því hversu samfélagið dæmi atvik sem þessi harkalega. Aðsend mynd Bergrún segist undrandi á því hvernig fólk leyfir sér að tala á netinu og lýsir áhyggjum sínum af því hversu hart samfélagið dæmir einstaklinga fyrir atvik sem þessi. „Ég set spurningarmerki við tilhneigingu fólks og fjölmiðla til að einblína á smáatriði sem þennan atburð þegar alvarlegri hlutir eiga sér stað um allan heim. Ef við slökum á slúðrinu, sjáum við kannski skýrar hvað valdamikið fólk og fyrirtæki er að gera jörðinni og lífríki hennar.“ Á sama tíma og við veltum okkur upp úr helgarfjöri á Hótel Sögu, gerast grafalvarlegir hlutir í heiminum sem við þyrftum frekar að veita athygli. Þess utan, gætum við séð inn í kollinn á 19 og 20 ára stelpum, þá er líklegt að þær dæmi sig nógu hart sjálfar. Þær þurfa ekki hjálp ókunnugra við það. Að elska mistökin sín og læra af þeim „Ég segi börnunum mínum alltaf að elska mistökin sín því maður lærir heilmikið af þeim. Það er svo mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi, þykja vænt um mistökin sín og alla lífsreynslu og sjá það jákvæða við erfiðar og flóknar aðstæður. Þessar ungu konur fá þann lærdóm fullharkalega í fangið en mér sýnist þær nógu sterkar og töff til að takast á við það. Ef ég stæði sjálf í þeirra sporum væri ég flúin úr bænum og búin að slökkva á Internetinu. Ég dáist að því hvað þær standa teinréttar undir þessari ósanngjörnu gagnrýni.“ Í gær birti Bergrún mynd á Facebook af fjórtán ára gamalli dagbókarfærslu sem hún skrifaði þegar hún var tvítug þar sem hún telur upp tíu atriði sem hún kallaði þá, Boðorðin tíu. Listinn er upptalning á hlutum sem henni fannst hún þurfa að breyta varðandi útlit sitt, eins og hvítari tennur, betri húð og sléttari magi. „Ég var að taka til á vinnustofunni minni fyrir rúmri viku og rakst á þessa dagbók. Ég fékk tár í augun þegar ég sá hvað ég dæmdi mig hart. Mig langaði bara að knúsa þessa tvítugu stelpu.“ Undir myndina endurskrifar svo Bergrún ný Boðorð til sín sem tvítugrar stelpu. Njóttu þess að sofa! Mamma þín hefur rétt fyrir sér varðandi flesta hluti. Faðmaðu afa og hlustaðu af athygli á sögurnar hans. Farðu oftar með ömmu í Smáralind. SLAKAÐU Á og lifðu hægar. Það liggur ekkert á. Fólk er miklu uppteknara af sjálfu sér en þér! Þú ert ekki áhyggjurnar þínar, leyfðu þeim að koma og fara. Þín bíða ótrúleg ævintýri og frábær tækifæri, treystu því. Elskaðu líkamann þinn. Hann á eftir færa þér tvo dásamlega drengi. Hentu vigtinni og bakaðu köku. Fjöldi fólks hefur skrifað athugasemd við færslu Bergrúnar en ein af þeim er rithöfundurinn Silja Aðalsteinsdóttir. „Eins og upp úr minni dagbók annó 1963.“ „Þetta er greinilega ekkert nýtt, þetta sjálfsniðurrif ungra kvenna. Þetta er bara meira upp á yfirborðinu núna. Konur hafa greinilega lengi reynt að taka sem minnst pláss,“ segir Bergrún. Bergrún segir samfélagsmiðla senda fólki óljós skilaboð og gera harðar kröfur og því ekki skrítið að margir finni fyrir óöryggi með útlit sitt og tilvist. Þetta er veruleiki margra ungra kvenna. Samfélagið segir þér að tálga þig til og líta út á ákveðinn hátt en um leið og þú uppfyllir þær kröfur ertu kölluð athyglissjúk hóra og öðrum hræðilegum nöfnum. Handskrifuð orð í stað vanhugsaðra skoðana á lyklaborðið Bergrún segist hvetja fólk til að skrifa niður skoðanir sínar á blað eða segja þær upphátt áður en þær fái að fara á netið. „Ég held að margir myndu hætta við neikvæðar athugasemdir ef þeir myndu fyrst skrifa orðin með blýanti á blað. Það er eins og það verði til einhver siðblinda hjá fólki þegar það hamrar á lyklaborðið. Oft er þetta bara tilgangslaust öskur út í vindinn. Við þurfum að vanda okkur og hugsa okkur vel um áður en við setjum athugasemdir út á Internetið. Um leið og þú ýtir á enter er þín skoðun orðin að útgefinni yfirlýsingu sem erfitt er að taka til baka. Ef fólki finnst sín skoðun endilega eiga heima á netinu þá vil ég hvetja það til að taka sér góðan tíma, skoða athugasemdina og spyrja sig þriggja spurninga: er þetta satt, er þetta sagt í góðvild og er þetta nauðsynlegt?
Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Samfélagsmiðlar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira