Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2020 20:12 Á Instagram birti Kamilla mynd sem sýndi áverka hennar eftir ofbeldið sem hún varð fyrir. Mynd/@kamillaivars Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. Kamilla var í ítarlegu viðtali í Kastljósi í kvöld. Hann afplánaði fimm mánuði og var látinn laus fljótlega eftir að dómurinn féll, þar sem hann hafði setið nær óslitið í gæsluvarðhaldi síðan í október. Mánuði fyrir árásina í október hafði móðir Kamillu kært manninn fyrir aðra árás, sem átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. Kamilla hefur nú kært manninn fyrir grófa líkamsárás í maí síðastliðinn, eftir að hann losnaði úr fangelsi fyrir árásina í október. Hún segir hann meðal annars hafa tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ segir Kamilla. Maðurinn hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann fram í desember vegna málsins, en Landsréttur féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu yfir honum og gengur hann því laus. View this post on Instagram Hef verið að heyra mikið undanfarið hvað ég er heimsk og vitlaus að hafa farið aftur til ofbeldismannsins míns. Það er ekki heimska og það er ekki vitlausa að fara aftur. Að slíta sig lausa frá svona manni er meira en að segja. Margir búnir að dæma mig, margir búnir að missa álit á mér fyrir það og fleira. Núna langar mér aðeins og segja ykkur hvað í alvörunni gerðist og hvernig það er að vera fastur með ofbeldismanni. Hann losnaði út úr fangelsinu í mars, ég hafði 5 mánuði til þess að vinna úr meðvirkninni minni með hann, ég hafði 5 mánuði til þess að jafna mig á öllu sem hafði komið fyrir mig án þess að vera hrædd að labba út á götu, til þess að fara inní búðir og þurfa ekki að óttast það að sjá hann hvert sem ég færi. Hann fékk árs dóm fyrir nokkrar líkamsárásir gegn mér en losnaði út á 5 mánuðum vegna þess að hann var ekki orðinn 21 árs. Ég var alls ekki tilbúin þegar hann losnaði, hann var búinn að vera hafa mikið samband við mig þrátt fyrir að ég væri með nálgunarbann gegn honum, lögreglan vissi af því að hann væri að hafa samband við mig en eina sem hún gerði var að loka á númerið mitt í fangelsinu. Þegar hann losnaði hitti ég hann strax, ekki því mig langaði til þess ég hitti hann vegna þess að ég var hrædd um hvað hann myndi gera ef ég myndi ekki hitta hann, hann var alltaf fórnalambið. Hann var yndislegur fyrstu vikuna en ég var skíthrædd við hann allan tíman því ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu. Ég reyndi oft að fara frá honum og aftur heim til mín en þá réðst hann á mig og hótaði að drepa fjöldskylduna mína og mig, hann var með hníf uppvið hálsinn á mér og útskýrði fyrir mér hvað hann ætlaði að gera við systkinin mín og foreldrana mína, auðvitað var ég hrædd. Ég var skíthrædd, ég öskurgrét úr hræðslu. Þessa nótt hafði ég samband við lögfræðinginn minn klukkan 3 um nótt og við fórum saman uppá spítala um morguninn þar sem ég var með áverka eftir að hann kyrti mig næstum til dauða og henti mér í jörðina þar sem ég missti meðvitund í smá tíma vegna þess að hausinn minn skall svo fast. Ég gat ekki beygt mig, ég gat ekki snúið líkamanum mínum og átti erfitt með að leggjast niður vegna þess að mér var svo illt í líkamanum. A post shared by Kamilla I varsdo ttir (@kamillaivars) on Sep 7, 2020 at 8:28am PDT Man lítið eftir kvöldinu í október Kamilla kveðst í viðtali við Kastljós lítið muna eftir októberkvöldinu sökum höfuðáverka sem hún hlaut. „Eina sem ég man er bara að við vorum niðri í bæ að hafa gaman og ég man síðan bara ekki neitt.“ Það næsta sem hún muni eftir sé þegar hún vaknaði á spítala. „Ég er þríbrotin í andlitinu, ég er með gervibein hér í dag,“ segir Kamilla og bendir á hægri kinnina á sér. Þá segir hún að höfuðið á henni hafi verið „tíu sinnum stærra.“ „Eini staðurinn sem ég var ekki með áverka á var vinstri eða hægri rasskinn.“ Í viðtalinu lýsir Helga Sæunn Árnadóttir, móðir Kamillu, því að þegar hún hafi komið á spítalann og séð dóttur sína hafi hún ekki þekkt hana strax og talið að verið væri að fara mannavillt, svo illa var hún leikin eftir árásina. „Sjáðu hvað ég hef gert“ Maðurinn var handtekinn 19. október og tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandsslit“ um nóttina. Þá hafði hann ítrekað uppi ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert,“ að því er fram kom í greinargerð lögreglu í gæsluvarðhaldskröfu yfir manninum. Í greinargerð lögreglunnar kom einnig fram að umrædda nótt hafi borist tilkynning til lögreglu í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Lögreglumenn ákváðu strax að skilja að unga manninn og stúlkuna, handtaka hann og færa á lögreglustöð en flytja stúlkuna í sjúkrabíl á spítala. Umrædd stúlka er Kamilla. Eins og áður sagði var maðurinn dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás á Kamillu, en einnig hótanir í garð barnsmóður sinnar í gegn um samfélagsmiðilinn Snapchat. Draumakærastinn fyrst um sinn Í viðtali við Kastljós í kvöld segir Kamilla að hún hafi kynnst manninum í gegn um sameiginlega vini þegar hún var 14 ára. Þegar þau hafi síðar byrjað saman hafi sambandið verið gott í fyrstu. „Mjög gott, bara. Draumastrákurinn fyrstu mánuðina.“ Hann hafi þó tekið köst þegar hann neytti áfengis og í eitt skipti, þegar Kamilla reyndi að róa hann niður, hafi hann ýtt henni í jörðina. Þau hafi hætt saman í kjölfarið og hann eignast barn með annarri konu. „En við hættum aldrei að vera í samskiptum og hann var alltaf að halda í mig svo ég myndi ekki hætta að hugsa um hann,“ segir Kamilla. Þau hafi síðan verið saman á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018 að skemmta sér. Maðurinn hafi látið sig hverfa um kvöldið og Kamilla ekki náð í hann fyrr en morguninn eftir. „Við erum eitthvað að tala saman og ég spyr hann hvar hann er búinn að vera og svoleiðis. Svo verður hann mjög pirraður, snýr sér við, var að fara að labba í burtu og snýr sér síðan aftur að mér og kýlir mig einu sinni í andlitið og ég fæ blóðnasir og sprungna vör.“ Vonsvikin út í réttarkerfið Móðir Kamillu furðar sig í viðtalinu á dóminum sem maðurinn fékk fyrir árásina á Kamillu, sem sjálf segist hafa verið vonsvikin eftir að dómurinn féll. „Ég var eiginlega bara hrædd, því ég vissi það að ef hann væri að fara að losna strax þá væri ég ekki orðin nógu sterk til þess að geta sagt nei. Ég var mjög vonsvikin út í réttarkerfið,“ segir Kamilla. Kamilla segist hafa farið og hitt manninn eftir að hann losnaði úr fangelsi. „Svona menn, þeir læra á þig, þínar tilfinningar og veiku hliðina þína og þeir nota það þegar þeir þurfa til dæmis á fyrirgefningu að halda. Þá komast þeir einhvern veginn inn í hausinn á þér og þú ert bara svona „Ókei já, það er rétt hjá honum. Þetta gerist ekki aftur.“ Og þess vegna fer maður alltaf aftur til þeirra, af því að maður heldur að þetta sé ekkert að fara að gerast aftur, þótt þetta sé búið að gerast milljón sinnum áður. Og hann lofaði og lofaði og lofaði endalaust. Svo breyttist bara ekki neitt.“ Eins og fjallað var um hér að ofan hefur Kamilla kært manninn fyrir aðra árás, eftir að hann losnaði úr fangelsi. Hann hafi meðal annars hótað að drepa hana og fjölskyldu hennar ef hún færi frá honum. Kastljóssviðtalið við Kamillu í heild sinni má nálgast hér. Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ljósanótt Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. Kamilla var í ítarlegu viðtali í Kastljósi í kvöld. Hann afplánaði fimm mánuði og var látinn laus fljótlega eftir að dómurinn féll, þar sem hann hafði setið nær óslitið í gæsluvarðhaldi síðan í október. Mánuði fyrir árásina í október hafði móðir Kamillu kært manninn fyrir aðra árás, sem átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. Kamilla hefur nú kært manninn fyrir grófa líkamsárás í maí síðastliðinn, eftir að hann losnaði úr fangelsi fyrir árásina í október. Hún segir hann meðal annars hafa tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ segir Kamilla. Maðurinn hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann fram í desember vegna málsins, en Landsréttur féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu yfir honum og gengur hann því laus. View this post on Instagram Hef verið að heyra mikið undanfarið hvað ég er heimsk og vitlaus að hafa farið aftur til ofbeldismannsins míns. Það er ekki heimska og það er ekki vitlausa að fara aftur. Að slíta sig lausa frá svona manni er meira en að segja. Margir búnir að dæma mig, margir búnir að missa álit á mér fyrir það og fleira. Núna langar mér aðeins og segja ykkur hvað í alvörunni gerðist og hvernig það er að vera fastur með ofbeldismanni. Hann losnaði út úr fangelsinu í mars, ég hafði 5 mánuði til þess að vinna úr meðvirkninni minni með hann, ég hafði 5 mánuði til þess að jafna mig á öllu sem hafði komið fyrir mig án þess að vera hrædd að labba út á götu, til þess að fara inní búðir og þurfa ekki að óttast það að sjá hann hvert sem ég færi. Hann fékk árs dóm fyrir nokkrar líkamsárásir gegn mér en losnaði út á 5 mánuðum vegna þess að hann var ekki orðinn 21 árs. Ég var alls ekki tilbúin þegar hann losnaði, hann var búinn að vera hafa mikið samband við mig þrátt fyrir að ég væri með nálgunarbann gegn honum, lögreglan vissi af því að hann væri að hafa samband við mig en eina sem hún gerði var að loka á númerið mitt í fangelsinu. Þegar hann losnaði hitti ég hann strax, ekki því mig langaði til þess ég hitti hann vegna þess að ég var hrædd um hvað hann myndi gera ef ég myndi ekki hitta hann, hann var alltaf fórnalambið. Hann var yndislegur fyrstu vikuna en ég var skíthrædd við hann allan tíman því ég var bara að bíða eftir fyrsta högginu. Ég reyndi oft að fara frá honum og aftur heim til mín en þá réðst hann á mig og hótaði að drepa fjöldskylduna mína og mig, hann var með hníf uppvið hálsinn á mér og útskýrði fyrir mér hvað hann ætlaði að gera við systkinin mín og foreldrana mína, auðvitað var ég hrædd. Ég var skíthrædd, ég öskurgrét úr hræðslu. Þessa nótt hafði ég samband við lögfræðinginn minn klukkan 3 um nótt og við fórum saman uppá spítala um morguninn þar sem ég var með áverka eftir að hann kyrti mig næstum til dauða og henti mér í jörðina þar sem ég missti meðvitund í smá tíma vegna þess að hausinn minn skall svo fast. Ég gat ekki beygt mig, ég gat ekki snúið líkamanum mínum og átti erfitt með að leggjast niður vegna þess að mér var svo illt í líkamanum. A post shared by Kamilla I varsdo ttir (@kamillaivars) on Sep 7, 2020 at 8:28am PDT Man lítið eftir kvöldinu í október Kamilla kveðst í viðtali við Kastljós lítið muna eftir októberkvöldinu sökum höfuðáverka sem hún hlaut. „Eina sem ég man er bara að við vorum niðri í bæ að hafa gaman og ég man síðan bara ekki neitt.“ Það næsta sem hún muni eftir sé þegar hún vaknaði á spítala. „Ég er þríbrotin í andlitinu, ég er með gervibein hér í dag,“ segir Kamilla og bendir á hægri kinnina á sér. Þá segir hún að höfuðið á henni hafi verið „tíu sinnum stærra.“ „Eini staðurinn sem ég var ekki með áverka á var vinstri eða hægri rasskinn.“ Í viðtalinu lýsir Helga Sæunn Árnadóttir, móðir Kamillu, því að þegar hún hafi komið á spítalann og séð dóttur sína hafi hún ekki þekkt hana strax og talið að verið væri að fara mannavillt, svo illa var hún leikin eftir árásina. „Sjáðu hvað ég hef gert“ Maðurinn var handtekinn 19. október og tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandsslit“ um nóttina. Þá hafði hann ítrekað uppi ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert,“ að því er fram kom í greinargerð lögreglu í gæsluvarðhaldskröfu yfir manninum. Í greinargerð lögreglunnar kom einnig fram að umrædda nótt hafi borist tilkynning til lögreglu í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Lögreglumenn ákváðu strax að skilja að unga manninn og stúlkuna, handtaka hann og færa á lögreglustöð en flytja stúlkuna í sjúkrabíl á spítala. Umrædd stúlka er Kamilla. Eins og áður sagði var maðurinn dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás á Kamillu, en einnig hótanir í garð barnsmóður sinnar í gegn um samfélagsmiðilinn Snapchat. Draumakærastinn fyrst um sinn Í viðtali við Kastljós í kvöld segir Kamilla að hún hafi kynnst manninum í gegn um sameiginlega vini þegar hún var 14 ára. Þegar þau hafi síðar byrjað saman hafi sambandið verið gott í fyrstu. „Mjög gott, bara. Draumastrákurinn fyrstu mánuðina.“ Hann hafi þó tekið köst þegar hann neytti áfengis og í eitt skipti, þegar Kamilla reyndi að róa hann niður, hafi hann ýtt henni í jörðina. Þau hafi hætt saman í kjölfarið og hann eignast barn með annarri konu. „En við hættum aldrei að vera í samskiptum og hann var alltaf að halda í mig svo ég myndi ekki hætta að hugsa um hann,“ segir Kamilla. Þau hafi síðan verið saman á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018 að skemmta sér. Maðurinn hafi látið sig hverfa um kvöldið og Kamilla ekki náð í hann fyrr en morguninn eftir. „Við erum eitthvað að tala saman og ég spyr hann hvar hann er búinn að vera og svoleiðis. Svo verður hann mjög pirraður, snýr sér við, var að fara að labba í burtu og snýr sér síðan aftur að mér og kýlir mig einu sinni í andlitið og ég fæ blóðnasir og sprungna vör.“ Vonsvikin út í réttarkerfið Móðir Kamillu furðar sig í viðtalinu á dóminum sem maðurinn fékk fyrir árásina á Kamillu, sem sjálf segist hafa verið vonsvikin eftir að dómurinn féll. „Ég var eiginlega bara hrædd, því ég vissi það að ef hann væri að fara að losna strax þá væri ég ekki orðin nógu sterk til þess að geta sagt nei. Ég var mjög vonsvikin út í réttarkerfið,“ segir Kamilla. Kamilla segist hafa farið og hitt manninn eftir að hann losnaði úr fangelsi. „Svona menn, þeir læra á þig, þínar tilfinningar og veiku hliðina þína og þeir nota það þegar þeir þurfa til dæmis á fyrirgefningu að halda. Þá komast þeir einhvern veginn inn í hausinn á þér og þú ert bara svona „Ókei já, það er rétt hjá honum. Þetta gerist ekki aftur.“ Og þess vegna fer maður alltaf aftur til þeirra, af því að maður heldur að þetta sé ekkert að fara að gerast aftur, þótt þetta sé búið að gerast milljón sinnum áður. Og hann lofaði og lofaði og lofaði endalaust. Svo breyttist bara ekki neitt.“ Eins og fjallað var um hér að ofan hefur Kamilla kært manninn fyrir aðra árás, eftir að hann losnaði úr fangelsi. Hann hafi meðal annars hótað að drepa hana og fjölskyldu hennar ef hún færi frá honum. Kastljóssviðtalið við Kamillu í heild sinni má nálgast hér.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ljósanótt Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira