John Daly með krabbamein og ætlar að taka upp heilsusamlegri lífsstíl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 17:30 Þegar mest lét reykti John Daly 40 sígarettur á dag. getty/Rey Del Rio John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Golf Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Golf Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira