Hvað er eðlilegt? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 11. september 2020 15:00 Nú hefur verið slakað á samkomutakmörkunum innanlands og tveggja metra reglan orðin að eins metra reglu. Þá mega tvö hundruð manns nú koma saman. Breytingar á fyrirkomulaginu við landamæri eru hins vegar ekki í sjónmáli. Þetta er í fullkomnu samræmi við þá ákvörðun sem ríkisstjórnin hefur tekið - að lífið hér innanlands skuli vera með „eðlilegustum“ hætti. Að innlenda hagkerfið blómstri, skólar geti starfað á sem eðlilegastan hátt, að mögulegt verði að fara í leikhús, tónleika og á fótboltaleiki. Heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á föstudag að hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Vilji þjóðarinnar virðist líka vera á þennan veg - það eru allir búnir að fá hundleið á þessum takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum. Við nennum þessu ekki lengur og viljum fá gamla lífið okkar aftur. Strax. Alveg sama hvað það kostar. Á meðan eru önnur lönd í Evrópu flest að herða og slaka á aðgerðum innanlands, en eru ekki með harðar aðgerðir á landamærum sínum. Er eðlilegt að líta framhjá afleiðingunum? Nú vaknar sú spurning hvort það geti með einhverjum hætti talist „eðlilegt“ að slökkt sé á stærstu atvinnugrein landsins um óákveðinn tíma? Er það eðlilegt að ríkissjóður tapi milljarði á dag? Er það eðlilegt að samdráttur í vergri landsframleiðslu sé að stefna í tveggja stafa tölu? Er það eðlilegt að atvinnuleysi sé meira en sést hefur í heila öld? Er það eðlilegt að rekstur sveitarfélaga sé víða í járnum og að það sé fyrirséð að það þurfi að draga úr grunnþjónustu á komandi misserum? Er það eðlilegt að þúsundir fyrirtækja rambi nú á barmi gjaldþrots? Er það eðlilegt að stinga hausnum í sandinn og líta fram hjá afleiðingunum sem þetta mun hafa á rekstur ríkis, sveitarfélaga og þar með allt fólkið í landinu til lengri tíma? Það er allavega ekki á nokkurn hátt hægt að tala um að lífið hjá 25.000 - 30.000 starfsmönnum í ferðaþjónustu á Íslandi sé eðlilegt. Ekki hjá fjölskyldum þeirra heldur, eða gróft áætlað þriðja hverju heimili í landinu. Einn af öðrum leggja þessir starfsmenn nú niður störf, halda heim á leið og sjá fram á að verða á framfærslu ríkissjóðs um óákveðinn tíma. Hér erum við að tala um fólkið í næsta húsi. Flugfreyjuna, leiðsögumanninn, þjóninn, forritarann, markaðsstjórann, herbergisþernuna, gæðastjórann, mannauðsstjórann, rútubílstjórann, fjármálastjórann, ferðaskipuleggjandann, flugstjórann, vörustjórann, hótelstjórann og miklu, miklu fleiri. Þessu fólki líður þannig að það hafi verið sett á vogarskálarnar og léttvægara fundið en aðrir hópar í samfélaginu. Stóra spurningin er núna hversu lengi lífið hjá öllum hinum verði „eðlilegt“. Hver eru markmiðin með aðgerðunum? Er það hugsanlegt að það hefði verið eðlilegra til lengri tíma litið og jafnvel hagkvæmara fyrir heildina og þjóðarhag að halda út örlítið lengur með takmörkunum innanlands. Að skerpa verulega á persónulegum sóttvörnum og gera ferðalög erlendra ferðamanna til landsins á einhvern hátt möguleg? Að líf okkar allra hefði mátt vera örlítið óvenjulegt um eitthvert skeið áfram? Er eðlilegt líf yfirhöfuð mögulegt á meðan veiran leikur lausum hala í heiminum? Enn er spurt um markmiðin með aðgerðum stjórnvalda. Enn er spurt um raunhæfa kostnaðar- og ábatagreiningu mismunandi aðgerða á landamærum. Enn er spurt um viðmið og tímasetningar, þó ekki væri annað en tímasetning á endurskoðun aðgerða. Að hanga í lausu lofti er verst - ef áætlað er að haga aðgerðum á landamærum með núverandi hætti þar til bóluefni eða lækning er fundin, þá væri best að fá að vita það strax og haga áætlunum og mótvægisaðgerðum í samræmi við það. Viðhalda þarf aflinu til verðmætasköpunar Ákall ferðaþjónustunnar eftir skýrum línum verður sífellt háværara. Ákall forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja eftir frekari mótvægisaðgerðum sömuleiðis. Það getur aldrei verið ásættanlegt að ferðaþjónustufyrirtækin verði í heilu lagi látin rúlla fram af bjargbrúninni við þessar óvenjulegu aðstæður. Allt tal um nauðsynlega hagræðingu í greininni er marklaust, og hreinlega óviðeigandi eins og svo margt þessa dagana. Ferðaþjónustan bíður nú eftir útspili frá stjórnvöldum um það hvernig tryggja megi að nægjanlega stór hluti greinarinnar standi þessar hamfarir af sér. Hvernig viðhalda megi loganum, vinnusambandi, virkni og aflinu til verðmætasköpunar. Þegar loksins rofar til, þá verðum við að vera tilbúin til að halda áfram og tryggja það að viðspyrnan verði hröð og kröftug. Ferðaþjónustan hefur áður sýnt hvað í henni býr og hún mun, ef rétt verður á spilum haldið, gera það aftur - svo um munar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið slakað á samkomutakmörkunum innanlands og tveggja metra reglan orðin að eins metra reglu. Þá mega tvö hundruð manns nú koma saman. Breytingar á fyrirkomulaginu við landamæri eru hins vegar ekki í sjónmáli. Þetta er í fullkomnu samræmi við þá ákvörðun sem ríkisstjórnin hefur tekið - að lífið hér innanlands skuli vera með „eðlilegustum“ hætti. Að innlenda hagkerfið blómstri, skólar geti starfað á sem eðlilegastan hátt, að mögulegt verði að fara í leikhús, tónleika og á fótboltaleiki. Heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á föstudag að hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Vilji þjóðarinnar virðist líka vera á þennan veg - það eru allir búnir að fá hundleið á þessum takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum. Við nennum þessu ekki lengur og viljum fá gamla lífið okkar aftur. Strax. Alveg sama hvað það kostar. Á meðan eru önnur lönd í Evrópu flest að herða og slaka á aðgerðum innanlands, en eru ekki með harðar aðgerðir á landamærum sínum. Er eðlilegt að líta framhjá afleiðingunum? Nú vaknar sú spurning hvort það geti með einhverjum hætti talist „eðlilegt“ að slökkt sé á stærstu atvinnugrein landsins um óákveðinn tíma? Er það eðlilegt að ríkissjóður tapi milljarði á dag? Er það eðlilegt að samdráttur í vergri landsframleiðslu sé að stefna í tveggja stafa tölu? Er það eðlilegt að atvinnuleysi sé meira en sést hefur í heila öld? Er það eðlilegt að rekstur sveitarfélaga sé víða í járnum og að það sé fyrirséð að það þurfi að draga úr grunnþjónustu á komandi misserum? Er það eðlilegt að þúsundir fyrirtækja rambi nú á barmi gjaldþrots? Er það eðlilegt að stinga hausnum í sandinn og líta fram hjá afleiðingunum sem þetta mun hafa á rekstur ríkis, sveitarfélaga og þar með allt fólkið í landinu til lengri tíma? Það er allavega ekki á nokkurn hátt hægt að tala um að lífið hjá 25.000 - 30.000 starfsmönnum í ferðaþjónustu á Íslandi sé eðlilegt. Ekki hjá fjölskyldum þeirra heldur, eða gróft áætlað þriðja hverju heimili í landinu. Einn af öðrum leggja þessir starfsmenn nú niður störf, halda heim á leið og sjá fram á að verða á framfærslu ríkissjóðs um óákveðinn tíma. Hér erum við að tala um fólkið í næsta húsi. Flugfreyjuna, leiðsögumanninn, þjóninn, forritarann, markaðsstjórann, herbergisþernuna, gæðastjórann, mannauðsstjórann, rútubílstjórann, fjármálastjórann, ferðaskipuleggjandann, flugstjórann, vörustjórann, hótelstjórann og miklu, miklu fleiri. Þessu fólki líður þannig að það hafi verið sett á vogarskálarnar og léttvægara fundið en aðrir hópar í samfélaginu. Stóra spurningin er núna hversu lengi lífið hjá öllum hinum verði „eðlilegt“. Hver eru markmiðin með aðgerðunum? Er það hugsanlegt að það hefði verið eðlilegra til lengri tíma litið og jafnvel hagkvæmara fyrir heildina og þjóðarhag að halda út örlítið lengur með takmörkunum innanlands. Að skerpa verulega á persónulegum sóttvörnum og gera ferðalög erlendra ferðamanna til landsins á einhvern hátt möguleg? Að líf okkar allra hefði mátt vera örlítið óvenjulegt um eitthvert skeið áfram? Er eðlilegt líf yfirhöfuð mögulegt á meðan veiran leikur lausum hala í heiminum? Enn er spurt um markmiðin með aðgerðum stjórnvalda. Enn er spurt um raunhæfa kostnaðar- og ábatagreiningu mismunandi aðgerða á landamærum. Enn er spurt um viðmið og tímasetningar, þó ekki væri annað en tímasetning á endurskoðun aðgerða. Að hanga í lausu lofti er verst - ef áætlað er að haga aðgerðum á landamærum með núverandi hætti þar til bóluefni eða lækning er fundin, þá væri best að fá að vita það strax og haga áætlunum og mótvægisaðgerðum í samræmi við það. Viðhalda þarf aflinu til verðmætasköpunar Ákall ferðaþjónustunnar eftir skýrum línum verður sífellt háværara. Ákall forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja eftir frekari mótvægisaðgerðum sömuleiðis. Það getur aldrei verið ásættanlegt að ferðaþjónustufyrirtækin verði í heilu lagi látin rúlla fram af bjargbrúninni við þessar óvenjulegu aðstæður. Allt tal um nauðsynlega hagræðingu í greininni er marklaust, og hreinlega óviðeigandi eins og svo margt þessa dagana. Ferðaþjónustan bíður nú eftir útspili frá stjórnvöldum um það hvernig tryggja megi að nægjanlega stór hluti greinarinnar standi þessar hamfarir af sér. Hvernig viðhalda megi loganum, vinnusambandi, virkni og aflinu til verðmætasköpunar. Þegar loksins rofar til, þá verðum við að vera tilbúin til að halda áfram og tryggja það að viðspyrnan verði hröð og kröftug. Ferðaþjónustan hefur áður sýnt hvað í henni býr og hún mun, ef rétt verður á spilum haldið, gera það aftur - svo um munar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar