Ólafía Þórunn einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 16:35 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var mjög nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. Getty/Donald Miralle Íslensku golfstelpurnar komust hvorugar í gegnum niðurskurðinn á opna VP Bank mótinu í Sviss. Það munaði þó afar litlu hjá Ólafíu Þórunni eða bara einu höggi. Íslensku golfstelpurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fá ekki að spila lokahringinn á VP Bank mótinu í Sviss á morgun en þetta mót er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði betur á fyrsta degi en GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti betri hring í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 73 höggum á öðrum hringnum í dag eða einu höggi betur en hún gerði í gær. Ólafía Þórunn er því á þremur höggum yfir pari eftir 36 holur og það var grátlega nálægt því að skila henni í gegnum niðurskurðinn sem voru tvö högg yfir par eða betra. Ólafía Þórunn var með einn fugl og tvo skolla á hringnum í dag en fékk annars par á fimmtán holum af átján. Fjórir skollar á fyrri níu fóru eiginlega alveg með hringinn hjá Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur en hún fékk bara þrjá skolla á öllum hringnum í gær. Guðrún Brá fékk fugl á tíundu holu annan daginn í röð en náði ekki að vinna upp nógu mörg högg frá vandræðum sínum á fyrri níu holum dagsins. Guðrún Brá endaði hringinn í dag á 75 höggum eða á þremur höggum yfir pari. Hún spilaði því holurnar 36 á fjórum höggum yfir pari og var því tveimur höggum frá því að ná niðurskurðinum. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslensku golfstelpurnar komust hvorugar í gegnum niðurskurðinn á opna VP Bank mótinu í Sviss. Það munaði þó afar litlu hjá Ólafíu Þórunni eða bara einu höggi. Íslensku golfstelpurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fá ekki að spila lokahringinn á VP Bank mótinu í Sviss á morgun en þetta mót er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði betur á fyrsta degi en GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti betri hring í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 73 höggum á öðrum hringnum í dag eða einu höggi betur en hún gerði í gær. Ólafía Þórunn er því á þremur höggum yfir pari eftir 36 holur og það var grátlega nálægt því að skila henni í gegnum niðurskurðinn sem voru tvö högg yfir par eða betra. Ólafía Þórunn var með einn fugl og tvo skolla á hringnum í dag en fékk annars par á fimmtán holum af átján. Fjórir skollar á fyrri níu fóru eiginlega alveg með hringinn hjá Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur en hún fékk bara þrjá skolla á öllum hringnum í gær. Guðrún Brá fékk fugl á tíundu holu annan daginn í röð en náði ekki að vinna upp nógu mörg högg frá vandræðum sínum á fyrri níu holum dagsins. Guðrún Brá endaði hringinn í dag á 75 höggum eða á þremur höggum yfir pari. Hún spilaði því holurnar 36 á fjórum höggum yfir pari og var því tveimur höggum frá því að ná niðurskurðinum.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira