Upplýsa þurfi konur af erlendum uppruna um tilvist Kvennaathvarfsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 11:24 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30
Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54