Mikil eftirspurn virðist vera eftir rafhlaupahjólum í Reykjavík ef marka má þann fjölda rafhlaupahjóla sem eru í umferð eða á leiðinni í umferð á vegum rafhjólaleiga í höfuðborginni. Þetta er að hluta til alþjóðleg þróun, þar sem gríðarleg aukning hefur verið á svokölluðum örflæðistækjum í borgum heimsins. Hljóðlát bylting segir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Frá því að rafmagnshlaupahjólaleigan Hopp reið á vaðið og opnaði fyrstu leiguna fyrir rétt tæplega ári síðan hafa hlutirnir gerst tiltölulega hratt. Hlaupahjólaleigurnar eru nú orðnar fjórar og samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að að um 1100 hjól verði á götum borgarinnar innan tíðar. Sprenging með komu Wind Hopp hefur verið umsvifamest með um þrjú hundruð hjól á götum borgarinnar en segja má að þýsk/spænska rafhlaupahjólaleigan Wind Mobility hafi komið inn á markaðinn með hvelli nú í september. Samkvæmt upplýsingum þaðan telur rafhlaupahjólafloti Wind sex hundruð hjól, og miðað við umræðu á samfélagsmiðlum um helgina hefur vart verið þverfótað fyrir gulum hjólum leigunnar á göngustígum borgarinnar. Ókey, eruð þið ekki að grínast með þennan sturlaða fjölda af gulum rafmagnshlaupahjólum? Þetta er alls staðar!— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 12, 2020 Zolo, sem kom inn á markaðinn síðasta vetur og Kikk, sem kom inn á markaðinn núna í september eru umsvifaminni og er floti þeirra talinn í tugum, en ekki hundruðum eins og er, þó að Zolo stefni á að taka tvö hundruð hjól í notkun fyrir lok mánaðarins. Kikk er með um 15-20 hjól í umferð hverju sinni samkvæmt upplýsingum þaðan. Svipuð hugmynd, svipað verð Grunnhugmyndin hjá leigunum fjórum er sú sama, og frekar einföld. Notendur hala niður smáforritum í snjallsímann þar sem hægt er að sjá hvar næsta rafhlaupahjól er staðsett, leigan fer svo alfarið fram í gegnum forritið. Þar festa notendur sér hið tiltekna hjól og hægt er að ferðast um á ákveðnu svæði innan Reykjavíkur, sem sjá má hér að neðan. Fyrir þjónustuna er greitt upphafsgjald og mínútugjald, sem er mismunandi eftir fyrirtækjum, og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Kortið hér að neðan sýnir það svæði sem leigurnar bjóða upp á þjónustu sína. Tölurnar gefa til kynna hversu mörg hjól hvert fyrirtæki annað hvort er með í umferð eða mun taka í notkun á næstu vikum. Hægt er að leigja rafhlaupahjól innan þessa svæðiðs. Gríðarleg aukning hefur verið og mun verða á næsti vikum í fjölda hjóla sem í boði eru.vísir/hjalti Hugmyndin er einfaldlega sú að notandi getur treyst því að hlaupahjól sé ávallt í næsta nágrenni innan svæðisins. Óneitanlega er það kostur fyrir notandann að hann má skilja hjólið eftir um það bil þar sem hann vill, innan skynsamlegra marka á því svæði sem viðkomandi fyrirtæki býður upp á þjónustuna. Þessi þróun hefur einfaldlega þau áhrif að á því svæði þar sem boðið er upp á hlaupahjólaleigurnar eru hlaupahjólin orðin að fýsilegum kosti fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega á milli staða með skömmum fyrirvara, á tiltölulega umhverfisvænan máta. Örflæði ryður sér til rúms Þessi þróun hefur verið kennd við micromobility á ensku, sem íslenskað hefur verið sem örflæði. Skilgreiningin á örflæði er eftirfarandi, samkvæmt nýyrðavef Árnastofnunar: Samgöngur þar sem lítil rafvædd farartæki eru notuð, t.d. rafhjól eða rafhlaupahjól. Til marks um þessa þróun má sjá að samkvæmt tölum sem Jökull Sólberg, ráðgjafi hjá Parallell ráðgjöf hefur tekið saman, hefur innflutningur á svokölluðum örflæðistækjum sexfaldast á fyrsta helmingi þessa árs, samanborið við sama tíma á síðasta ári. 🇮🇸📈 Micromobility Iceland Imports of micromobility devices (excluding non-e-bikes) increased more than 6x in the first half of this year compared to 2019 /cc @asymco pic.twitter.com/Btdq11sVPN— Jökull Solberg (@jokull) August 25, 2020 „Þetta er alveg bara stórkostleg sprenging, þetta er hljóðlát bylting sem er búin að vera að gerast í sumar. Ég er ekki viss um að allir átti sig á þessu því að þetta er svo svakaleg aukning í innflutningi,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, aðspurð um þessa örflæðisþróun. Sem fyrr segir er örflæðið að verða alþjóðlegt og til marks um það má nefna þessa úttekt Deloitte þar sem því er haldið fram að örflæðistæki séu framtíð samgangna í borgarumhverfi, hvorki meira né minna. Tíu ferðir á dag á hverju hjóli að meðaltali í sumar Sem fyrr segir eru fjögur fyrirtæki komin á markaðinn og innan tíðar verða 1100 hjól komin á þetta svæði sem sjá má kortinu hér að ofan. Sigurborg segir að þegar vinna hófst við að þróa utanhald utan um hlaupahjólaleigurnar af hálfu borgarinnar hafi verið ákveðið að setja ekki fyrirfram ákveðið þak á fjölda leiga eða hjóla, heldur miða við eftirspurn. „Við gerum þá samning við alla aðila sem vilja koma hingað á markað og í þeim samningi þarf að uppfylla nokkur stífa skilmála sem við setjum. Meðal annars þann skilmála að ef að nýting flotans sem rekstraraðili er með fer undir tvær ferðir á dag að meðaltali í þrjá mánuði í röð án eðlilegra útskýringa þá áskilur borgin sér rétt til að afturkalla afnotaleyfið,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Mynd/Aðsend Þannig sé hægt að tryggja að góð nýting sé á þeim hlaupahjólum sem fyrir eru. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er notkunin á þeim hlaupahjólum sem nú eru í umferð yfir tveimur ferðum á dag. Segir Sigurborg raunar að notkunin sé vel yfir því marki. „Við sjáum það að það er gríðarleg notkun á þessu. Við gerum kröfu til rekstraraðila að skila til okkar gögnum um notkun í hverjum mánuði. Við sjáum það í sumar að þá hafa hlaupahjólin sem hafa verið hér, þau hafa verið að fara yfir tíu ferðir á dag að meðaltali, hvert hjól,“ segir Sigurborg. Wind og Hopp eru atkvæðamestu leigurnar á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Til marks um hversu vinsæl rafhlaupahjólin hafa verið hefur Vísir heimildir fyrir því að hjólaleigur þurfi meðal annars að endurnýja hjólin í sumum tilvikum mun oftar en gert var ráð fyrir í upphafi, sökum gríðarlegrar notkunar þeirra. Núningur við gangandi vegfarendur Nýrri tækni fylgir þó yfirleitt ný vandamál og nýjar áskoranir og í tilviki hlaupahjólanna segir Sigurborg að helstu árekstrarnir séu á milli gangandi vegfarenda og hlaupahjólanna. Til marks um það var töluverð umræða á samfélagsmiðlum um helgina um það hversu illa hlaupahjólum á vegum Wind var lagt. Eins og sjá má var nokkrum hjólum raðað nokkuð snyrtilega á gangstétt á borgarlandinu, þannig að ekki var hlaupið að því að komast um stíginn. Hi @Wind_mobility you have to ask your employees in Reykjavík to stop placeing your scooters on the sidewalks! This can cause major problems for people using wheelchairs and other mobility issues, people with sight imperments, children, people with trams and the list goes on. pic.twitter.com/8nXsnScpv7— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) September 13, 2020 Verklagsreglurnar borgarinnar kveða á um að þegar skilið er við hjólin þurfi að vera að minnsta kosti tveggja metra autt svæði til að komast framhjá hjóli sem er ekki í notkun, auk þess sem að sú kvöð er lögð á hlaupahjólaleigurnar að þau þurfa að bregðast við þegar ábending berst um að hjól hindri almenna umferð. Það virðist reyndar hafa gerst í þeim tilfellum sem tístið hér að ofan sýnir, en í svari við umræddu tísti segir fulltrúi Wind að búið sé að bregðast við kvörtuninni og að á næstu dögum verði kynnt tæknilausn sem komi í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Sigurborg segir að almennt sé það þó reynsla borgarinnar að umgengni í kringum hjólin sé góð, og þeim sé yfirleitt lagt á góða staði sem trufli ekki gangandi umferð, sem finni hvað mest fyrir umferð rafmagnshjólanna. „Það er helst út af því að rafhlaupahjólin eiga lögum samkvæmt að vera á gangstéttum en þau fara mikið hraðar en gangandi vegfarandi þá er helstu árekstrarnir á milli gangandi vegfarenda og hlaupahjóla. Þess vegna viljum við gera fleiri hjólastíga sem rafhlaupahjólin geta verið á,“ segir Sigurborg. Vinna stendur nú yfir að gerð nýrrar hjólreiðaáætlunar fyrir Reykjavíkurborg og segir Sigurborg að þar komi rafhlaupahjólin inn. „Þar erum við að taka þessi rafhlaupahjól og alla þessa samgöngumáta sem tengjast örflæði og gefa þeim miklu hærri sess þannig að við erum að vinna markvisst með þetta. Sem dæmi um breytingar segir Sigurborg að borgin vilji til dæmis sjá umferðalögum breytt þannig að rafhlaupahjól megi vera á götum þar sem er þrjátíu kílómetra hámarkshraði eða lægri. Vill sjá hjólin í fleiri hverfum Aðspurð um hvort að markaðurinn sé orðinn mettur með fjórar leigur segir Sigurborg að tíminn verði að leiða það í ljós. Hún bendir þó á að svæðin sem standi til boða nú sé ekki stór, og ýmis hverfi eftir sem hægt sé að sækja í. „Best væri ef þetta færi víðar í fleiri hverfi borgarinnar, eins og upp í Breiðholt og bara fleiri hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er örstutt að fara úr Kópavogi í Reykjavík.“ Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Fréttaskýringar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Vill heimila rafhlaupahjól á götum þar sem hámarkshraði er lágur Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. 10. júlí 2020 20:00 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Verslunarmenn hafa aldrei séð annað eins Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 7. maí 2020 07:00 Rafhjólin sem borgarbúar fengu lánuð breyttu ferðahegðun Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. 26. nóvember 2019 14:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent
Mikil eftirspurn virðist vera eftir rafhlaupahjólum í Reykjavík ef marka má þann fjölda rafhlaupahjóla sem eru í umferð eða á leiðinni í umferð á vegum rafhjólaleiga í höfuðborginni. Þetta er að hluta til alþjóðleg þróun, þar sem gríðarleg aukning hefur verið á svokölluðum örflæðistækjum í borgum heimsins. Hljóðlát bylting segir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Frá því að rafmagnshlaupahjólaleigan Hopp reið á vaðið og opnaði fyrstu leiguna fyrir rétt tæplega ári síðan hafa hlutirnir gerst tiltölulega hratt. Hlaupahjólaleigurnar eru nú orðnar fjórar og samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að að um 1100 hjól verði á götum borgarinnar innan tíðar. Sprenging með komu Wind Hopp hefur verið umsvifamest með um þrjú hundruð hjól á götum borgarinnar en segja má að þýsk/spænska rafhlaupahjólaleigan Wind Mobility hafi komið inn á markaðinn með hvelli nú í september. Samkvæmt upplýsingum þaðan telur rafhlaupahjólafloti Wind sex hundruð hjól, og miðað við umræðu á samfélagsmiðlum um helgina hefur vart verið þverfótað fyrir gulum hjólum leigunnar á göngustígum borgarinnar. Ókey, eruð þið ekki að grínast með þennan sturlaða fjölda af gulum rafmagnshlaupahjólum? Þetta er alls staðar!— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 12, 2020 Zolo, sem kom inn á markaðinn síðasta vetur og Kikk, sem kom inn á markaðinn núna í september eru umsvifaminni og er floti þeirra talinn í tugum, en ekki hundruðum eins og er, þó að Zolo stefni á að taka tvö hundruð hjól í notkun fyrir lok mánaðarins. Kikk er með um 15-20 hjól í umferð hverju sinni samkvæmt upplýsingum þaðan. Svipuð hugmynd, svipað verð Grunnhugmyndin hjá leigunum fjórum er sú sama, og frekar einföld. Notendur hala niður smáforritum í snjallsímann þar sem hægt er að sjá hvar næsta rafhlaupahjól er staðsett, leigan fer svo alfarið fram í gegnum forritið. Þar festa notendur sér hið tiltekna hjól og hægt er að ferðast um á ákveðnu svæði innan Reykjavíkur, sem sjá má hér að neðan. Fyrir þjónustuna er greitt upphafsgjald og mínútugjald, sem er mismunandi eftir fyrirtækjum, og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Kortið hér að neðan sýnir það svæði sem leigurnar bjóða upp á þjónustu sína. Tölurnar gefa til kynna hversu mörg hjól hvert fyrirtæki annað hvort er með í umferð eða mun taka í notkun á næstu vikum. Hægt er að leigja rafhlaupahjól innan þessa svæðiðs. Gríðarleg aukning hefur verið og mun verða á næsti vikum í fjölda hjóla sem í boði eru.vísir/hjalti Hugmyndin er einfaldlega sú að notandi getur treyst því að hlaupahjól sé ávallt í næsta nágrenni innan svæðisins. Óneitanlega er það kostur fyrir notandann að hann má skilja hjólið eftir um það bil þar sem hann vill, innan skynsamlegra marka á því svæði sem viðkomandi fyrirtæki býður upp á þjónustuna. Þessi þróun hefur einfaldlega þau áhrif að á því svæði þar sem boðið er upp á hlaupahjólaleigurnar eru hlaupahjólin orðin að fýsilegum kosti fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega á milli staða með skömmum fyrirvara, á tiltölulega umhverfisvænan máta. Örflæði ryður sér til rúms Þessi þróun hefur verið kennd við micromobility á ensku, sem íslenskað hefur verið sem örflæði. Skilgreiningin á örflæði er eftirfarandi, samkvæmt nýyrðavef Árnastofnunar: Samgöngur þar sem lítil rafvædd farartæki eru notuð, t.d. rafhjól eða rafhlaupahjól. Til marks um þessa þróun má sjá að samkvæmt tölum sem Jökull Sólberg, ráðgjafi hjá Parallell ráðgjöf hefur tekið saman, hefur innflutningur á svokölluðum örflæðistækjum sexfaldast á fyrsta helmingi þessa árs, samanborið við sama tíma á síðasta ári. 🇮🇸📈 Micromobility Iceland Imports of micromobility devices (excluding non-e-bikes) increased more than 6x in the first half of this year compared to 2019 /cc @asymco pic.twitter.com/Btdq11sVPN— Jökull Solberg (@jokull) August 25, 2020 „Þetta er alveg bara stórkostleg sprenging, þetta er hljóðlát bylting sem er búin að vera að gerast í sumar. Ég er ekki viss um að allir átti sig á þessu því að þetta er svo svakaleg aukning í innflutningi,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, aðspurð um þessa örflæðisþróun. Sem fyrr segir er örflæðið að verða alþjóðlegt og til marks um það má nefna þessa úttekt Deloitte þar sem því er haldið fram að örflæðistæki séu framtíð samgangna í borgarumhverfi, hvorki meira né minna. Tíu ferðir á dag á hverju hjóli að meðaltali í sumar Sem fyrr segir eru fjögur fyrirtæki komin á markaðinn og innan tíðar verða 1100 hjól komin á þetta svæði sem sjá má kortinu hér að ofan. Sigurborg segir að þegar vinna hófst við að þróa utanhald utan um hlaupahjólaleigurnar af hálfu borgarinnar hafi verið ákveðið að setja ekki fyrirfram ákveðið þak á fjölda leiga eða hjóla, heldur miða við eftirspurn. „Við gerum þá samning við alla aðila sem vilja koma hingað á markað og í þeim samningi þarf að uppfylla nokkur stífa skilmála sem við setjum. Meðal annars þann skilmála að ef að nýting flotans sem rekstraraðili er með fer undir tvær ferðir á dag að meðaltali í þrjá mánuði í röð án eðlilegra útskýringa þá áskilur borgin sér rétt til að afturkalla afnotaleyfið,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Mynd/Aðsend Þannig sé hægt að tryggja að góð nýting sé á þeim hlaupahjólum sem fyrir eru. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er notkunin á þeim hlaupahjólum sem nú eru í umferð yfir tveimur ferðum á dag. Segir Sigurborg raunar að notkunin sé vel yfir því marki. „Við sjáum það að það er gríðarleg notkun á þessu. Við gerum kröfu til rekstraraðila að skila til okkar gögnum um notkun í hverjum mánuði. Við sjáum það í sumar að þá hafa hlaupahjólin sem hafa verið hér, þau hafa verið að fara yfir tíu ferðir á dag að meðaltali, hvert hjól,“ segir Sigurborg. Wind og Hopp eru atkvæðamestu leigurnar á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Til marks um hversu vinsæl rafhlaupahjólin hafa verið hefur Vísir heimildir fyrir því að hjólaleigur þurfi meðal annars að endurnýja hjólin í sumum tilvikum mun oftar en gert var ráð fyrir í upphafi, sökum gríðarlegrar notkunar þeirra. Núningur við gangandi vegfarendur Nýrri tækni fylgir þó yfirleitt ný vandamál og nýjar áskoranir og í tilviki hlaupahjólanna segir Sigurborg að helstu árekstrarnir séu á milli gangandi vegfarenda og hlaupahjólanna. Til marks um það var töluverð umræða á samfélagsmiðlum um helgina um það hversu illa hlaupahjólum á vegum Wind var lagt. Eins og sjá má var nokkrum hjólum raðað nokkuð snyrtilega á gangstétt á borgarlandinu, þannig að ekki var hlaupið að því að komast um stíginn. Hi @Wind_mobility you have to ask your employees in Reykjavík to stop placeing your scooters on the sidewalks! This can cause major problems for people using wheelchairs and other mobility issues, people with sight imperments, children, people with trams and the list goes on. pic.twitter.com/8nXsnScpv7— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) September 13, 2020 Verklagsreglurnar borgarinnar kveða á um að þegar skilið er við hjólin þurfi að vera að minnsta kosti tveggja metra autt svæði til að komast framhjá hjóli sem er ekki í notkun, auk þess sem að sú kvöð er lögð á hlaupahjólaleigurnar að þau þurfa að bregðast við þegar ábending berst um að hjól hindri almenna umferð. Það virðist reyndar hafa gerst í þeim tilfellum sem tístið hér að ofan sýnir, en í svari við umræddu tísti segir fulltrúi Wind að búið sé að bregðast við kvörtuninni og að á næstu dögum verði kynnt tæknilausn sem komi í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Sigurborg segir að almennt sé það þó reynsla borgarinnar að umgengni í kringum hjólin sé góð, og þeim sé yfirleitt lagt á góða staði sem trufli ekki gangandi umferð, sem finni hvað mest fyrir umferð rafmagnshjólanna. „Það er helst út af því að rafhlaupahjólin eiga lögum samkvæmt að vera á gangstéttum en þau fara mikið hraðar en gangandi vegfarandi þá er helstu árekstrarnir á milli gangandi vegfarenda og hlaupahjóla. Þess vegna viljum við gera fleiri hjólastíga sem rafhlaupahjólin geta verið á,“ segir Sigurborg. Vinna stendur nú yfir að gerð nýrrar hjólreiðaáætlunar fyrir Reykjavíkurborg og segir Sigurborg að þar komi rafhlaupahjólin inn. „Þar erum við að taka þessi rafhlaupahjól og alla þessa samgöngumáta sem tengjast örflæði og gefa þeim miklu hærri sess þannig að við erum að vinna markvisst með þetta. Sem dæmi um breytingar segir Sigurborg að borgin vilji til dæmis sjá umferðalögum breytt þannig að rafhlaupahjól megi vera á götum þar sem er þrjátíu kílómetra hámarkshraði eða lægri. Vill sjá hjólin í fleiri hverfum Aðspurð um hvort að markaðurinn sé orðinn mettur með fjórar leigur segir Sigurborg að tíminn verði að leiða það í ljós. Hún bendir þó á að svæðin sem standi til boða nú sé ekki stór, og ýmis hverfi eftir sem hægt sé að sækja í. „Best væri ef þetta færi víðar í fleiri hverfi borgarinnar, eins og upp í Breiðholt og bara fleiri hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er örstutt að fara úr Kópavogi í Reykjavík.“
Vill heimila rafhlaupahjól á götum þar sem hámarkshraði er lágur Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. 10. júlí 2020 20:00
Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30
Verslunarmenn hafa aldrei séð annað eins Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 7. maí 2020 07:00
Rafhjólin sem borgarbúar fengu lánuð breyttu ferðahegðun Tuttugu og eitt prósent þeirra sem fengu rafhjól lánuð hjá Reykjavíkurborg sumarið 2018 breyttu ferðahegðun sinni og nota rafhjól til að komast til og frá vinnu. 26. nóvember 2019 14:05