Segjast ekki beita sér í einstaka málum Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2020 14:19 Ásmundur Einar Daðason og Katrín Jakobsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra neitaði að tjá sig við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. Umsókninni var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lítur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lítur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Aldrei fleiri fengið opinbera vernd Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gaf færi á sér að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem hann sagði málið á forræði dómsmálaráðuneytisins. Hann hefði átt samtal við dómsmálaráðherra og spurt hvort lagt hefði verið mat á hagsmuni barnanna og það lægi til grundvallar ákvörðunarinnar. Viðtalið við Ásmund má sjá hér fyrir neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði stöðuna í málaflokknum, sem varðar hælisleitendur, hafa verið rædda almennt á fundi ríkisstjórnar í morgun. Sagði Katrín að aldrei hefðu fleiri fengið alþjóðlega vernd á Íslandi og í fyrra og umsóknir orðnar mun fleiri. Hún sagði ýmislegt hafa verið gert til að bæta stöðu barna, til að mynda hefði málsmeðferðartíminn verið styttur. Spurð hvort hún sem forsætisráðherra muni beita sér fyrir því að egypsku börnin muni njóta verndar hér á landi, svaraði Katrín að hún beitti sér ekki í einstökum málum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra neitaði að tjá sig við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. Umsókninni var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lítur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lítur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Aldrei fleiri fengið opinbera vernd Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gaf færi á sér að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem hann sagði málið á forræði dómsmálaráðuneytisins. Hann hefði átt samtal við dómsmálaráðherra og spurt hvort lagt hefði verið mat á hagsmuni barnanna og það lægi til grundvallar ákvörðunarinnar. Viðtalið við Ásmund má sjá hér fyrir neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði stöðuna í málaflokknum, sem varðar hælisleitendur, hafa verið rædda almennt á fundi ríkisstjórnar í morgun. Sagði Katrín að aldrei hefðu fleiri fengið alþjóðlega vernd á Íslandi og í fyrra og umsóknir orðnar mun fleiri. Hún sagði ýmislegt hafa verið gert til að bæta stöðu barna, til að mynda hefði málsmeðferðartíminn verið styttur. Spurð hvort hún sem forsætisráðherra muni beita sér fyrir því að egypsku börnin muni njóta verndar hér á landi, svaraði Katrín að hún beitti sér ekki í einstökum málum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19
Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56