Guðrún Brá á undir pari í Prag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 13:16 Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að spila í Evrópu þessa dagana. Mynd/GSÍmyndir/SETH Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ofarlega eftir fyrsta daginn á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem fram fer í Prag í Tékklandi. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er eins og er í áttunda sæti. Guðrún Brá fékk þrjá fugla á hringnum. Guðrún Brá fékk skolla á annarri og níundu holu en fékk fugla á tveimur holum í röð á fyrri níu (fjórðu og fimmtu) og svo á þeirri þrettándu. Guðrún Brá er fjórum höggum á eftir hinni slóvensku Pia Babnik sem er í efsta sætinu. Finninn Tiia Koivisto og Svíinn Sarah Nilsson eru báðar á fjórum höggum undir pari. Guðrún Brá náði sínum besta árangri á þessari mótaröð á Flumserberg mótinu sem fram fór í byrjun september. Þar endaði hún í 14. sæti. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss. Golf Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ofarlega eftir fyrsta daginn á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem fram fer í Prag í Tékklandi. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er eins og er í áttunda sæti. Guðrún Brá fékk þrjá fugla á hringnum. Guðrún Brá fékk skolla á annarri og níundu holu en fékk fugla á tveimur holum í röð á fyrri níu (fjórðu og fimmtu) og svo á þeirri þrettándu. Guðrún Brá er fjórum höggum á eftir hinni slóvensku Pia Babnik sem er í efsta sætinu. Finninn Tiia Koivisto og Svíinn Sarah Nilsson eru báðar á fjórum höggum undir pari. Guðrún Brá náði sínum besta árangri á þessari mótaröð á Flumserberg mótinu sem fram fór í byrjun september. Þar endaði hún í 14. sæti. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss.
Golf Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira