Eurovision 2021 skal fara fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 20:04 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir hönd Íslands í ár. Eins og svo mörgu öðru var keppninni aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Mynd/Mummi Lú Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt. Eurovision Holland Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt.
Eurovision Holland Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira