Risastór prófraun fyrir Ísland: „Finnst að við eigum að geta náð þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 12:01 Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir stöðuna í Laugardalnum í gær. mynd/stöð 2 „Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld. Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM, hafa hreinlega valtað yfir andstæðinga sína hingað til, en eitthvað verður undan að láta í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrirliði og þjálfari sænska liðsins lýstu Glódísi í gær sem einum besta leikmanni sænsku úrvalsdeildarinnar en þar leikur hún með Rosengård, líkt og sex leikmenn úr landsliðshópi Svía. Glódís þekkir því sænska liðið afar vel þó að langt sé síðan að Ísland mætti því. Seger og Allani meðal bestu miðjumanna heims „Þær eru taktískt frábærar, bæði sóknarlega og varnarlega. Þær eru með góða blöndu af því að vera beittar í sókninni og geta keyrt á andstæðinginn, og að geta fundið millisvæðin og spilað fínni fótbolta. Það er það sem gerir þær svo góðar. Þær aðlagast að því sem þær þurfa að gera í hverjum leik fyrir sig. Þær eru með frábæra karaktera í sínu liði. Caroline Seger er einn besti miðjumaður í heiminum og Kosovare Asllani líka. Svo er þetta bara vel „drillað“ lið, með marga leikmenn sem hafa verið þarna í mörg ár. Hafsentinn Linda Sembrant til dæmis, og margar aðrar. Þetta er flott lið með blöndu af reynslumeiri leikmönnum og ungum sem eru hungraðar í að koma inn og gera vel,“ sagði Glódís. Glódís var ekki gömul þegar hún kom inn á sem varamaður gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum á EM 2013, í 4-0 tapi Íslands. En telur hún að Ísland hafi færst nær Svíþjóð, sem unnið hefur brons á HM og silfur á Ólympíuleikum síðan þá, á þessum sjö árum? „Það er það sem er svo erfitt að segja. Við höfum ekki spilað alvöru leik við þær í sjö ár, en það verður spennandi að sjá. Við vonumst auðvitað til þess að við séum að nálgast þær, að við séum á réttri leið. Þangað viljum við komast. Þær eru kannski næstar okkar „kúltúr“ og mér finnst að við eigum að geta náð þeim.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn við Svíþjóð EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31 „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
„Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld. Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM, hafa hreinlega valtað yfir andstæðinga sína hingað til, en eitthvað verður undan að láta í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrirliði og þjálfari sænska liðsins lýstu Glódísi í gær sem einum besta leikmanni sænsku úrvalsdeildarinnar en þar leikur hún með Rosengård, líkt og sex leikmenn úr landsliðshópi Svía. Glódís þekkir því sænska liðið afar vel þó að langt sé síðan að Ísland mætti því. Seger og Allani meðal bestu miðjumanna heims „Þær eru taktískt frábærar, bæði sóknarlega og varnarlega. Þær eru með góða blöndu af því að vera beittar í sókninni og geta keyrt á andstæðinginn, og að geta fundið millisvæðin og spilað fínni fótbolta. Það er það sem gerir þær svo góðar. Þær aðlagast að því sem þær þurfa að gera í hverjum leik fyrir sig. Þær eru með frábæra karaktera í sínu liði. Caroline Seger er einn besti miðjumaður í heiminum og Kosovare Asllani líka. Svo er þetta bara vel „drillað“ lið, með marga leikmenn sem hafa verið þarna í mörg ár. Hafsentinn Linda Sembrant til dæmis, og margar aðrar. Þetta er flott lið með blöndu af reynslumeiri leikmönnum og ungum sem eru hungraðar í að koma inn og gera vel,“ sagði Glódís. Glódís var ekki gömul þegar hún kom inn á sem varamaður gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum á EM 2013, í 4-0 tapi Íslands. En telur hún að Ísland hafi færst nær Svíþjóð, sem unnið hefur brons á HM og silfur á Ólympíuleikum síðan þá, á þessum sjö árum? „Það er það sem er svo erfitt að segja. Við höfum ekki spilað alvöru leik við þær í sjö ár, en það verður spennandi að sjá. Við vonumst auðvitað til þess að við séum að nálgast þær, að við séum á réttri leið. Þangað viljum við komast. Þær eru kannski næstar okkar „kúltúr“ og mér finnst að við eigum að geta náð þeim.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn við Svíþjóð
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31 „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28
Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. 17. september 2020 21:32