Hannes Högni nýr prófessor Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 14:35 Hannes Högni Vilhjálmsson. HR Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Í tilkynningu frá HR segir að Hannes Högni sé virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. „Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis. „Hannes Högni stundar þverfaglegar rannsóknir við Gervigreindarsetur HR, með áherslu á hönnun, smíði og hagnýtingu félagslegra sýndarvera og gagnvirks sýndarveruleika. Hann leiddi meðal annars alþjóðlegan stýrihóp um stöðlun stýringar á samskiptahegðun vitvera, og er í forsvari fyrir fastanefnd helstu ráðstefnu um rannsóknir á því sviði „ACM International Conference on Intelligent Virtual Agents“. Hannes Högni hefur birt yfir 70 ritrýndar greinar, með um 5500 tilvísanir, stýrt fjölda styrktra rannsóknaverkefna og haft umsjón með yfir 35 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Auk rannsókna og kennslu, hefur Hannes Högni verið atkvæðamikill í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er meðal stofnenda Alelo Inc. í Kaliforníu, sem hefur unnið að þróun og nýtingu félagslegra vitvera í tungumálakennslu síðan 2005 og er nú með hálfa milljón notenda í yfir 25 löndum. Hann var einnig meðal stofnenda Mind Games ehf, sem var fyrst fyrirtækja með heilabylgjustýrða leiki á Apple Store. Hann er nú hluti teymisins á bakvið Envralys, nýja þjónustu sem nýtir sýndarveruleika til að mæla sálræn áhrif manngerðs umhverfis á fólk, áður en framkvæmdir hefjast. Að auki hefur Hannes Högni gegnt ráðgjafahlutverki hjá fjölda sprota sem vaxið hafa úr háskólaumhverfinu. Hannes Högni lauk doktorsprófi í Miðlunarlistum og -vísindum frá MIT - Massachusetts Institute of Technology árið 2003 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1994. Áður en Hannes Högni kom til starfa í Háskólanum í Reykjavík árið 2006, starfaði hann sem vísindamaður hjá University of Southern California, þar sem hann hafði yfirumsjón með tækniþróun verkefnis sem nýtti tölvuleikjatækni og gervigreind við tungumálakennslu, en verkefnið hlaut tækniafreksverðlaun DARPA árið 2005,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Í tilkynningu frá HR segir að Hannes Högni sé virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. „Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis. „Hannes Högni stundar þverfaglegar rannsóknir við Gervigreindarsetur HR, með áherslu á hönnun, smíði og hagnýtingu félagslegra sýndarvera og gagnvirks sýndarveruleika. Hann leiddi meðal annars alþjóðlegan stýrihóp um stöðlun stýringar á samskiptahegðun vitvera, og er í forsvari fyrir fastanefnd helstu ráðstefnu um rannsóknir á því sviði „ACM International Conference on Intelligent Virtual Agents“. Hannes Högni hefur birt yfir 70 ritrýndar greinar, með um 5500 tilvísanir, stýrt fjölda styrktra rannsóknaverkefna og haft umsjón með yfir 35 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Auk rannsókna og kennslu, hefur Hannes Högni verið atkvæðamikill í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er meðal stofnenda Alelo Inc. í Kaliforníu, sem hefur unnið að þróun og nýtingu félagslegra vitvera í tungumálakennslu síðan 2005 og er nú með hálfa milljón notenda í yfir 25 löndum. Hann var einnig meðal stofnenda Mind Games ehf, sem var fyrst fyrirtækja með heilabylgjustýrða leiki á Apple Store. Hann er nú hluti teymisins á bakvið Envralys, nýja þjónustu sem nýtir sýndarveruleika til að mæla sálræn áhrif manngerðs umhverfis á fólk, áður en framkvæmdir hefjast. Að auki hefur Hannes Högni gegnt ráðgjafahlutverki hjá fjölda sprota sem vaxið hafa úr háskólaumhverfinu. Hannes Högni lauk doktorsprófi í Miðlunarlistum og -vísindum frá MIT - Massachusetts Institute of Technology árið 2003 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1994. Áður en Hannes Högni kom til starfa í Háskólanum í Reykjavík árið 2006, starfaði hann sem vísindamaður hjá University of Southern California, þar sem hann hafði yfirumsjón með tækniþróun verkefnis sem nýtti tölvuleikjatækni og gervigreind við tungumálakennslu, en verkefnið hlaut tækniafreksverðlaun DARPA árið 2005,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira