Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Tvö lið líklegust til að keppa um deildarmeistaratitilinn (1.-2. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 12:00 Valskonur urðu síðustu Íslandsmeistarar en það var vorið 2019. Enginn Íslandsmeistaratitill vannst á árinu 2020 vegna kórónuveirunnar. Vísir/Daníel Þór Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild kvenna í körfubolta en keppni í deildinni hefst með heilli umferð í kvöld. Við skoðuðum fallbaráttuna í fyrradag, baráttuna um síðustu sætin í úrslitakeppninni í gær og í dag er komið að því að skoða hvaða lið berjast um deildarmeistaratitilinn. Við fengum kannski forsmekkinn að baráttunni um deildarmeistaratitilinn á sunnudagskvöldið þegar bikarmeistarar Skallagríms unnu deildameistara Vals í meistarakeppni KKÍ. Skallagrímur vann sinn fyrsta titil í Höllinni í febrúar og hefur nú bætt öðrum við. Valsliðið í Borgarnesi leit ekki út eins og það yfirburðarlið sem sumir hafa spáð að liðið verði í vetur. Þetta var heldur ekki það Valslið sem spilar í vetur enda vantaði mjög sterka leikmenn í Hlíðarendaliðið. Úrslitin gefa hins vegar fyrirheit um skemmtilega baráttu um deildarmeistarartitilinn næsta vor. Skallagrímsliðið braut ísinn með titli sínum fyrr á þessu ár og metnaðurinn hefur ekki minnkað við það í Borgarnesi. Erlendu leikmenn liðsins munu þó áfram ráða miklu með gengi liðsins eins og í fyrra Skallagrímur varð bikarmeistari í febrúar sem var fyrsti stóri titill félagsins í 56 ár eða síðan að félagið varð Íslandsmeistari árið 1964.Vísir/Daníel Þór Skallagrímur í 2. sæti: Bikararnir farnir að streyma yfir Borgarfjarðarbrúna Skallagrímskonur byrjuðu tímabilið á titli í Meistarakeppninni og fylgdu þar með á eftir sigri sínum í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Kvennakörfuboltaævintýrið í Borgarnesi er því kannski bara rétt að byrja því bikararnir virðast nú streyma yfir Borgarfjarðarbrúna. Systurnar Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eru enn í fararbroddi, Guðrún Ósk sem þjálfari og Sigrún sem fyrirliði. Guðrún Ósk vann titil á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari en þá var pressan ekki mikil á liðinu. Nú þarf Guðrún Ósk að glíma við annars konar áreiti því eftir tvo bikara á árinu 2020 er komin mun meiri pressa á Skallagrímsliðið. Guðrún hefur líka fengið sterka leikmenn til að vinna með og til að viðhalda velgengi síðustu leiktíðar. Bikarmeistaratitilinn í fyrra kom kannski mjög mörgum á óvart en Skallagrímur vann þá KR í úrslitaleik. Eftir mjög erfitt tímabil á undan uppskáru Borgnesingar þetta mikla bikarævintýri í ársbyrjun en mikið er búið að leggja í kvennaliðið síðustu ár. Liðið bætir nú við sig öflugum erlendum leikmanni í Sönju Orozovic og þá er landsliðskonan Embla Kristínardóttir einnig komin í Skallagrím. Það er ljóst á þessu að breiddin er meiru en í fyrra og það var líka þörf á því. Hin bandaríska Keira Breeanne Robinson var frábær í fyrra og það eru góðar fréttir fyrir liðið að hún heldur áfram. Stærsta spurningin er þó hvernig Skallagrími takist að fylla í skarð mikilvægasta leikmann liðsins. Hin danska Emilie Sofie Hesseldal var kletturinn í teignum á síðasta tímabili og Skallagrímsliðinu gríðarlega mikilvæg. Það mun koma í hlut Nikitu Telesford að leysa af Hesseldal. Emilie átti alveg magnað tímabil í fyrra með 17,0 stig og 13,8 fráköst að meðaltali í leik. Það var því algjört lykilatriði fyrir Skallagrím að finna öflugan leikmann í teiginn í stað hennar. Pressan er því á Nikitu Telesford að standa sig. Skallagrímsliðið er áfram með frábært byrjunarlið en má ekki við miklum skakkaföllum. Verði liðið aftur heppið með erlenda leikmenn þá er liðið til alls líklegt á þessu tímabili. Hversu langt síðan að Skallagrímur ... '.. varð Íslandsmeistari: 56 ár (1964) ... varð deildarmeistari: Aldrei .. varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaleik: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Skallagríms í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 Ekki með 2013-14 Ekki með 2012-13 B-deild (6. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Gengi Skallagríms í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppninni 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki með 2013-14 Ekki með 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild View this post on Instagram Okkar konur hefja ny tt ti mabil a þvi að vinna titilinn meistari meistaranna! Sannfærandi sigur gegn deildarmeisturunum i Val 74-68 i Fjo sinu i kvo ld. A fram Skallagri mur! Myndir: KKI A post shared by Skallagri mur körfubolti (@skallgrkarfa) on Sep 20, 2020 at 3:37pm PDT Komnar: Embla Kristínardóttir frá Fjölni Sanja Orazovic frá KR Nikita Telesford frá Concordia (Kanada) Farnar: Þórunn Birna Þórðardóttir til ÍR Emilie Sofie Hesseldal Mathilde Colding-Poulsen Sanja Orozovic í leik með KR á móti Skallagrími í bikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili. Nú spilar Sanja Orozovic með Skallagrími.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Sanja Orozovic Sanja Orozovic gæti orðið mikil viðbót við Skallagrímsliðið í vetur en hún þekkir íslensku deildina orðið mjög vel. Sanja er að spila með sínu þriðja íslenska liði á þremur árum en hún var með Breiðabliki 2018-19 og með KR í fyrra. Sanja er betri leikmaður en hin danska Mathilde Colding-Poulsen sem spilaði með Borgarnesliðinu í fyrra. Hún bætir miklu við sóknarleik Borgarnesliðsins enda getur hún skorað á allan mögulegan hátt. Sanja Orozovic hefur verið mjög erfið viðureignar í deildinni undanfarin ár en í fyrra var hún með 16,6 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik með KR-liðnu og á tímabilinu á undan skoraði hún yfir tuttugu stig í leik með Blikunum. Það er ljóst að ef Sanja Orozovic nær sér á strik í Borganesi þá muna það gefa Skallagrímsliðinu mikið. Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsbikarnum vorið 2019 en það var fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sem kvennalið Vals vinnur.Vísir/Daníel Þór Valur í 1. sæti: Besta liðið fékk besta leikmanninn Það er ekki mjög erfitt að spá besta liði síðasta tímabils titlinum á nýju tímabili þegar það notaði sumarið í að bæta við sig besta íslenska leikmanninum í deildinni. Valsliðið er þó að ganga í gegnum meiri breytingar en tímabilið á undan sem og að skipta um þjálfara. Hildur Björg Kjartansdóttir fór hamförum með KR í fyrra og ekki síst í undanúrslitaleik bikarsins á móti Val. Valskonur töpuðu þar óvænt og misstu síðan mögulega af Íslandsmeistaratitlinum þegar kórónuveiran sá til þess að úrslitakeppnin var flautuð af. Valskonur voru því bara deildarmeistarar á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið þrefalt tímabilið á undan. Liðið hafði hins vegar allt til alls til að verja Íslandsmeistaratitilinn. Með því að ná í landsliðsmiðherjann Hildi Björgu Kjartansdóttur verður gríðarsterkt Valslið bara enn sterkara. Óvissan er hins vegar í kringum Helenu Sverrisdóttur sem er í barneignarleyfi eins og stendur. Helena gæti mögulega snúið aftur eftir áramót og breytt miklu en aðeins ef allt gengur vel. Valsliðið hefur einnig misst Sylvíu Rún Hálfdanardóttur sem var í stóru hlutverki hjá liðnu og það munar að sjálfsögðu mikið um hana. Með Helenu innanborðs verður Valsliðið óárennilegt en án hennar eru Valsmenn einnig með frábært lið. Kjarni Valsliðsins er enn til staðar með þær Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur í fararbroddi og Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur allt til alls til að taka næsta skref á sínum ferli. Hin bandaríska Kiana Johnson verður líka áfram á Hlíðarenda sem er mikill kostur. Reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir munu líka auka breiddina í liðinu og verða enn mikilvægari þegar leikirnir stækka. Nú síðast bættist siðan Ásta Júlía Grímsdóttir við Valsliðið en hún gerði flotta hluti með liðinu á þrennutímabilinu en var út í háskóla í Bandaríkjunum í fyrra. Ásta Júlía er ein efnilegasta körfuboltakona landsins og styrkir Valsliðið á báðum endum vallarins. Ólafur Jónas Sigurðsson er að stýra liði í fyrsta sinn í efstu deild eftir að hafa verið með 1. deildarlið ÍR undanfarin ár. Það er ekki slæmt að fá að taka við besta liðinu en um leið þarf hann að glíma við mikla pressu í frumraun sinni. Það er því nokkrum spurningum ósvarað um Valsliðið í vetur sem gefur öðrum liðum deildarinnar von um að geta ógnað eitthvað deildarmeisturum síðustu tveggja ára. Hversu langt síðan að Valsliðið ... . .. varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaleik: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 10 ár (2010) ... kom upp í deildina: 9 ár (2011) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinni Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistar 2017-18 Lokaúrslit (Silfur) 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Í kvöld fór fram leikurinn "meistarar meistaranna" í Origo höllinni. Það er skemmst frá því segja að Valur vann 4. bikarinn sem var í boði á þessu ári - alsemma! Frábær árangur og verður erfitt fyrir nokkurt lið að leika þetta eftir! Leikurinn endaði 105-81 fyrir okkar stúlkum. Liðið átti mjög góða spretti í þessum leik og sýndi t.d. í 3. leikhluta hvers það er megnugt en leikhlutinn fór 27-8 fyrir Val. Frábær sigur staðreynd og fyrsti bikar tímabilsins í höfn! Stigaskor Vals: Guðbjörg 22 stig, Hallveig 16 stig, Helena 14, stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar, Kiana 14 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolnir boltar, Sylvía 14 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, Regina 9 stig, Aníta 7 stig, Dagbjört Dögg 4 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4 stig og 3 stoðsendingar og Kristín María 1 stig. A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) on Sep 29, 2019 at 4:33pm PDT Komnar: Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Ásta Júlía Grímsdóttir frá Houston Baptist University Farnar: Dagbjört Samúelsdóttir hætt Sylvía Rún Hálfdánardóttir hætt Kristín María Matthíasdóttir til ÍR Helena Sverrisdóttir barneignarleyfi Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið lykilmaður í landsliðinu undanfarin ár og er einn allra besti leikmaður Domino´s deildarinnar.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Hildur Björg Kjartansdóttir Hildur Björg Kjartansdóttir hefur alla burði til að vera besti leikmaðurinn í besta liðinu. Metnaðarmikil og hæfileikarík körfuboltakona sem er nú að komast á sinn besta aldur sem körfuboltakona. Hildur Björg er að hefja sitt annað tímabil á Íslandi eftir mörg ár erlendis, fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku á Spáni. Hildur hefur sýnt það með landsliðinu undanfarin ár að þar fer sterkasti miðherji landsins. Hildur sýndi það líka og sannaði með KR-liðinu í fyrra þar sem hún átti marga mjög góða leiki. Besti leikurinn var án efa í undanúrslitum bikarsins þar sem hún skoraði 37 stig á Valsliðið. Mikilvægi Hildar verður ekki síst mikið fyrri hluta tímabilsins þar sem það mun vera mikið á hennar herðum að fylla í skarð Helenu Sverrisdóttur. Hún hefur hins vegar alla burði til að leysa það stóra verkefni með stæl. Finni Hildur Björg sig vel í Valsbúningnum þá verður erfitt að eiga Hlíðarendaliðið í vetur ekki síst ef Helena verður með henni í kringum teiginn eftir áramót. Dominos-deild kvenna Valur Skallagrímur Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Liðin sem berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni (3.-5. sæti) Keflavík, Haukar og Breiðablik eru líklegust til að berjast um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna en Vísir heldur áfram að spá í komandi tímabil. 22. september 2020 11:30 Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Baráttan um að sleppa við júmbósætið (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í fyrsta leik Domino´s deildar kvenna með því að spá fyrir um lokastöðu í deildinni næsta vor. Í dag skoðum við fallbaráttuna. 21. september 2020 12:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild kvenna í körfubolta en keppni í deildinni hefst með heilli umferð í kvöld. Við skoðuðum fallbaráttuna í fyrradag, baráttuna um síðustu sætin í úrslitakeppninni í gær og í dag er komið að því að skoða hvaða lið berjast um deildarmeistaratitilinn. Við fengum kannski forsmekkinn að baráttunni um deildarmeistaratitilinn á sunnudagskvöldið þegar bikarmeistarar Skallagríms unnu deildameistara Vals í meistarakeppni KKÍ. Skallagrímur vann sinn fyrsta titil í Höllinni í febrúar og hefur nú bætt öðrum við. Valsliðið í Borgarnesi leit ekki út eins og það yfirburðarlið sem sumir hafa spáð að liðið verði í vetur. Þetta var heldur ekki það Valslið sem spilar í vetur enda vantaði mjög sterka leikmenn í Hlíðarendaliðið. Úrslitin gefa hins vegar fyrirheit um skemmtilega baráttu um deildarmeistarartitilinn næsta vor. Skallagrímsliðið braut ísinn með titli sínum fyrr á þessu ár og metnaðurinn hefur ekki minnkað við það í Borgarnesi. Erlendu leikmenn liðsins munu þó áfram ráða miklu með gengi liðsins eins og í fyrra Skallagrímur varð bikarmeistari í febrúar sem var fyrsti stóri titill félagsins í 56 ár eða síðan að félagið varð Íslandsmeistari árið 1964.Vísir/Daníel Þór Skallagrímur í 2. sæti: Bikararnir farnir að streyma yfir Borgarfjarðarbrúna Skallagrímskonur byrjuðu tímabilið á titli í Meistarakeppninni og fylgdu þar með á eftir sigri sínum í bikarúrslitaleiknum í febrúar. Kvennakörfuboltaævintýrið í Borgarnesi er því kannski bara rétt að byrja því bikararnir virðast nú streyma yfir Borgarfjarðarbrúna. Systurnar Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eru enn í fararbroddi, Guðrún Ósk sem þjálfari og Sigrún sem fyrirliði. Guðrún Ósk vann titil á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari en þá var pressan ekki mikil á liðinu. Nú þarf Guðrún Ósk að glíma við annars konar áreiti því eftir tvo bikara á árinu 2020 er komin mun meiri pressa á Skallagrímsliðið. Guðrún hefur líka fengið sterka leikmenn til að vinna með og til að viðhalda velgengi síðustu leiktíðar. Bikarmeistaratitilinn í fyrra kom kannski mjög mörgum á óvart en Skallagrímur vann þá KR í úrslitaleik. Eftir mjög erfitt tímabil á undan uppskáru Borgnesingar þetta mikla bikarævintýri í ársbyrjun en mikið er búið að leggja í kvennaliðið síðustu ár. Liðið bætir nú við sig öflugum erlendum leikmanni í Sönju Orozovic og þá er landsliðskonan Embla Kristínardóttir einnig komin í Skallagrím. Það er ljóst á þessu að breiddin er meiru en í fyrra og það var líka þörf á því. Hin bandaríska Keira Breeanne Robinson var frábær í fyrra og það eru góðar fréttir fyrir liðið að hún heldur áfram. Stærsta spurningin er þó hvernig Skallagrími takist að fylla í skarð mikilvægasta leikmann liðsins. Hin danska Emilie Sofie Hesseldal var kletturinn í teignum á síðasta tímabili og Skallagrímsliðinu gríðarlega mikilvæg. Það mun koma í hlut Nikitu Telesford að leysa af Hesseldal. Emilie átti alveg magnað tímabil í fyrra með 17,0 stig og 13,8 fráköst að meðaltali í leik. Það var því algjört lykilatriði fyrir Skallagrím að finna öflugan leikmann í teiginn í stað hennar. Pressan er því á Nikitu Telesford að standa sig. Skallagrímsliðið er áfram með frábært byrjunarlið en má ekki við miklum skakkaföllum. Verði liðið aftur heppið með erlenda leikmenn þá er liðið til alls líklegt á þessu tímabili. Hversu langt síðan að Skallagrímur ... '.. varð Íslandsmeistari: 56 ár (1964) ... varð deildarmeistari: Aldrei .. varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaleik: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Skallagríms í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 Ekki með 2013-14 Ekki með 2012-13 B-deild (6. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Gengi Skallagríms í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppninni 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki með 2013-14 Ekki með 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild View this post on Instagram Okkar konur hefja ny tt ti mabil a þvi að vinna titilinn meistari meistaranna! Sannfærandi sigur gegn deildarmeisturunum i Val 74-68 i Fjo sinu i kvo ld. A fram Skallagri mur! Myndir: KKI A post shared by Skallagri mur körfubolti (@skallgrkarfa) on Sep 20, 2020 at 3:37pm PDT Komnar: Embla Kristínardóttir frá Fjölni Sanja Orazovic frá KR Nikita Telesford frá Concordia (Kanada) Farnar: Þórunn Birna Þórðardóttir til ÍR Emilie Sofie Hesseldal Mathilde Colding-Poulsen Sanja Orozovic í leik með KR á móti Skallagrími í bikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili. Nú spilar Sanja Orozovic með Skallagrími.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Sanja Orozovic Sanja Orozovic gæti orðið mikil viðbót við Skallagrímsliðið í vetur en hún þekkir íslensku deildina orðið mjög vel. Sanja er að spila með sínu þriðja íslenska liði á þremur árum en hún var með Breiðabliki 2018-19 og með KR í fyrra. Sanja er betri leikmaður en hin danska Mathilde Colding-Poulsen sem spilaði með Borgarnesliðinu í fyrra. Hún bætir miklu við sóknarleik Borgarnesliðsins enda getur hún skorað á allan mögulegan hátt. Sanja Orozovic hefur verið mjög erfið viðureignar í deildinni undanfarin ár en í fyrra var hún með 16,6 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik með KR-liðnu og á tímabilinu á undan skoraði hún yfir tuttugu stig í leik með Blikunum. Það er ljóst að ef Sanja Orozovic nær sér á strik í Borganesi þá muna það gefa Skallagrímsliðinu mikið. Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsbikarnum vorið 2019 en það var fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sem kvennalið Vals vinnur.Vísir/Daníel Þór Valur í 1. sæti: Besta liðið fékk besta leikmanninn Það er ekki mjög erfitt að spá besta liði síðasta tímabils titlinum á nýju tímabili þegar það notaði sumarið í að bæta við sig besta íslenska leikmanninum í deildinni. Valsliðið er þó að ganga í gegnum meiri breytingar en tímabilið á undan sem og að skipta um þjálfara. Hildur Björg Kjartansdóttir fór hamförum með KR í fyrra og ekki síst í undanúrslitaleik bikarsins á móti Val. Valskonur töpuðu þar óvænt og misstu síðan mögulega af Íslandsmeistaratitlinum þegar kórónuveiran sá til þess að úrslitakeppnin var flautuð af. Valskonur voru því bara deildarmeistarar á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið þrefalt tímabilið á undan. Liðið hafði hins vegar allt til alls til að verja Íslandsmeistaratitilinn. Með því að ná í landsliðsmiðherjann Hildi Björgu Kjartansdóttur verður gríðarsterkt Valslið bara enn sterkara. Óvissan er hins vegar í kringum Helenu Sverrisdóttur sem er í barneignarleyfi eins og stendur. Helena gæti mögulega snúið aftur eftir áramót og breytt miklu en aðeins ef allt gengur vel. Valsliðið hefur einnig misst Sylvíu Rún Hálfdanardóttur sem var í stóru hlutverki hjá liðnu og það munar að sjálfsögðu mikið um hana. Með Helenu innanborðs verður Valsliðið óárennilegt en án hennar eru Valsmenn einnig með frábært lið. Kjarni Valsliðsins er enn til staðar með þær Guðbjörgu Sverrisdóttur og Hallveigu Jónsdóttur í fararbroddi og Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur allt til alls til að taka næsta skref á sínum ferli. Hin bandaríska Kiana Johnson verður líka áfram á Hlíðarenda sem er mikill kostur. Reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir munu líka auka breiddina í liðinu og verða enn mikilvægari þegar leikirnir stækka. Nú síðast bættist siðan Ásta Júlía Grímsdóttir við Valsliðið en hún gerði flotta hluti með liðinu á þrennutímabilinu en var út í háskóla í Bandaríkjunum í fyrra. Ásta Júlía er ein efnilegasta körfuboltakona landsins og styrkir Valsliðið á báðum endum vallarins. Ólafur Jónas Sigurðsson er að stýra liði í fyrsta sinn í efstu deild eftir að hafa verið með 1. deildarlið ÍR undanfarin ár. Það er ekki slæmt að fá að taka við besta liðinu en um leið þarf hann að glíma við mikla pressu í frumraun sinni. Það er því nokkrum spurningum ósvarað um Valsliðið í vetur sem gefur öðrum liðum deildarinnar von um að geta ógnað eitthvað deildarmeisturum síðustu tveggja ára. Hversu langt síðan að Valsliðið ... . .. varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaleik: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 10 ár (2010) ... kom upp í deildina: 9 ár (2011) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinni Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistar 2017-18 Lokaúrslit (Silfur) 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Í kvöld fór fram leikurinn "meistarar meistaranna" í Origo höllinni. Það er skemmst frá því segja að Valur vann 4. bikarinn sem var í boði á þessu ári - alsemma! Frábær árangur og verður erfitt fyrir nokkurt lið að leika þetta eftir! Leikurinn endaði 105-81 fyrir okkar stúlkum. Liðið átti mjög góða spretti í þessum leik og sýndi t.d. í 3. leikhluta hvers það er megnugt en leikhlutinn fór 27-8 fyrir Val. Frábær sigur staðreynd og fyrsti bikar tímabilsins í höfn! Stigaskor Vals: Guðbjörg 22 stig, Hallveig 16 stig, Helena 14, stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar, Kiana 14 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolnir boltar, Sylvía 14 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, Regina 9 stig, Aníta 7 stig, Dagbjört Dögg 4 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4 stig og 3 stoðsendingar og Kristín María 1 stig. A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) on Sep 29, 2019 at 4:33pm PDT Komnar: Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Ásta Júlía Grímsdóttir frá Houston Baptist University Farnar: Dagbjört Samúelsdóttir hætt Sylvía Rún Hálfdánardóttir hætt Kristín María Matthíasdóttir til ÍR Helena Sverrisdóttir barneignarleyfi Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið lykilmaður í landsliðinu undanfarin ár og er einn allra besti leikmaður Domino´s deildarinnar.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Hildur Björg Kjartansdóttir Hildur Björg Kjartansdóttir hefur alla burði til að vera besti leikmaðurinn í besta liðinu. Metnaðarmikil og hæfileikarík körfuboltakona sem er nú að komast á sinn besta aldur sem körfuboltakona. Hildur Björg er að hefja sitt annað tímabil á Íslandi eftir mörg ár erlendis, fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku á Spáni. Hildur hefur sýnt það með landsliðinu undanfarin ár að þar fer sterkasti miðherji landsins. Hildur sýndi það líka og sannaði með KR-liðinu í fyrra þar sem hún átti marga mjög góða leiki. Besti leikurinn var án efa í undanúrslitum bikarsins þar sem hún skoraði 37 stig á Valsliðið. Mikilvægi Hildar verður ekki síst mikið fyrri hluta tímabilsins þar sem það mun vera mikið á hennar herðum að fylla í skarð Helenu Sverrisdóttur. Hún hefur hins vegar alla burði til að leysa það stóra verkefni með stæl. Finni Hildur Björg sig vel í Valsbúningnum þá verður erfitt að eiga Hlíðarendaliðið í vetur ekki síst ef Helena verður með henni í kringum teiginn eftir áramót.
Hversu langt síðan að Skallagrímur ... '.. varð Íslandsmeistari: 56 ár (1964) ... varð deildarmeistari: Aldrei .. varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaleik: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 4 ár (2016) Gengi Skallagríms í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 Ekki með 2013-14 Ekki með 2012-13 B-deild (6. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Gengi Skallagríms í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppninni 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki með 2013-14 Ekki með 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild
Komnar: Embla Kristínardóttir frá Fjölni Sanja Orazovic frá KR Nikita Telesford frá Concordia (Kanada) Farnar: Þórunn Birna Þórðardóttir til ÍR Emilie Sofie Hesseldal Mathilde Colding-Poulsen
Hversu langt síðan að Valsliðið ... . .. varð Íslandsmeistari: 1 ár (2019) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaleik: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 10 ár (2010) ... kom upp í deildina: 9 ár (2011) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinni Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Íslandsmeistar 2017-18 Lokaúrslit (Silfur) 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
Komnar: Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Ásta Júlía Grímsdóttir frá Houston Baptist University Farnar: Dagbjört Samúelsdóttir hætt Sylvía Rún Hálfdánardóttir hætt Kristín María Matthíasdóttir til ÍR Helena Sverrisdóttir barneignarleyfi
Dominos-deild kvenna Valur Skallagrímur Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Liðin sem berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni (3.-5. sæti) Keflavík, Haukar og Breiðablik eru líklegust til að berjast um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna en Vísir heldur áfram að spá í komandi tímabil. 22. september 2020 11:30 Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Baráttan um að sleppa við júmbósætið (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í fyrsta leik Domino´s deildar kvenna með því að spá fyrir um lokastöðu í deildinni næsta vor. Í dag skoðum við fallbaráttuna. 21. september 2020 12:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Liðin sem berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni (3.-5. sæti) Keflavík, Haukar og Breiðablik eru líklegust til að berjast um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna en Vísir heldur áfram að spá í komandi tímabil. 22. september 2020 11:30
Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Baráttan um að sleppa við júmbósætið (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í fyrsta leik Domino´s deildar kvenna með því að spá fyrir um lokastöðu í deildinni næsta vor. Í dag skoðum við fallbaráttuna. 21. september 2020 12:01