Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. september 2020 11:00 Ásdís Inga Haraldsdóttir segir mikilvægt að muna að fitufordómar og mismunun geti aldrei haft heilsufarsleg bætandi áhrif á líf fólks. Mynd/Ásdís Inga „Samband mitt við mat og hreyfingu þegar ég var yngri var fínt framan af. Um leið og ég byrjaði að heyra aðra segja mér að líkami minn liti ekki rétt út þá fór ég að skammast mín fyrir það að borða og borðaði helst bara ein eða með fjölskyldunni,“ segir Ásdís Inga Haraldsdóttir. Hún gerðist einkaþjálfari og endaði svo með átröskun en lífið hennar breyttist eftir að hún uppgötvaði matarfrelsi. Hennar markmið núna er að hjálpa öðrum konum að losna út úr vítahring stöðugra kúra og „jójó“ megrunar. „Það voru skýr skilaboðin frá samfélaginu þá líkt og nú að þeir sem væru feitir væru bara allir stjórnlausir í kringum mat,“ útskýrir Ásdís um æskuna. Heimilið var þá samt alltaf hennar öruggi staður. „Mamma og pabbi hafa aldrei sett út á útlit mitt eða hversu mikið ég borðaði, ég var alveg frjáls frá því heima hjá mér. En það dugði ekki til. Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi.“ Bað til Guðs um að fá að vakna mjórri Ásdís var svo mjög ung þegar hún prófaði fyrst að borða lítið sem ekkert til að léttast. Nokkrum árum seinna var hún komin með átröskun. „Ég man bara eftir mér mjög ungri að biðja til Guðs að ég myndi vakna mjó daginn eftir. Frá því ég var mjög ung hef ég verið með þessa átröskunar „taktík.“ Alls ekki allan tímann með virka átröskun en ég var alltaf að dansa á línunni. Þegar ég horfi til baka finnst mér það ekki skrítið, en á þeim tíma var ég ekki að skilja hvað væri að mér.“ Í framhaldi af miklu þyngdartapi fór Ásdís út í það að læra einkaþjálfun og hóptímakennarann og langaði svo að hjálpa öðrum konum að gera það sama. „Með tímanum fór ég að þyngjast aftur og ég var ekki að skilja hvers vegna, ég barði mig niður, byrjaði á hverjum mánudegi í „átaki“ sem endaði svo alltaf með átkasti eða miklu ofáti. Reif mig svo aftur niður og svona var ég föst í þessum vítahring heillengi.“ Fær ekki samviskubit tengt mat Ásdís er í dag tveggja barna móðir og líður vel í eigin líkama. Það var þó ekki auðvelt fyrir hana að komast á þann stað. „Síðustu ár hafa verið mikill skóli fyrir mig. Að fara frá svona bakgrunni yfir í það að öðlast heilbrigt samband við mat gerist ekki á einni nóttu og það er ekki beinn og breiður vegur. Þegar ég loksins þorði að sleppa alveg takinu á megrunarmenningunni og treysta ferlinu þá fóru magnaðir hlutir að gerast. Ég get átt nammi, kökur, ís hvað sem er hérna í skúffunum heima og ég fer bara að sofa róleg og spái lítið í það. Áður fyrr hefði ég ekki farið að sofa án þess að borða það, eða ég hefði bara ekki átt það til því ég treysti ekki sjálfri mér í kringum þann mat.“ Hreyfing hefur alltaf verið mikið áhugamál Ásdísar og veit hún fátt betra en að fara á æfingu, taka vel á því og ögra sjálfri sér þar. „En ég hef lært að hlusta á líkamann, ég er heima og hvíli mig ef ég er lasin án þess að fá samviskubit yfir því. Ég ríf mig ekki niður fyrir það að ná ekki að hreyfa mig alla daga. Þegar ég var í bataferli frá búlimíunni á sínum tíma þá þyngdist ég mikið sem er ekki óalgengt fyrir einstaklinga í bata frá átröskun. Mér fannst það ótrúlega erfitt og ég skammaðist mín. Það sem hefur breyst í dag er að ég er stolt af mér fyrir að hafa sigrað átröskunina.“ Erfitt að mæta fordómum annarra Ásdís segir að fyrsta skrefið hafi verið að viðurkenna vandann. „Þetta var auðvitað löngu orðið óheilbrigt áður en ég þróaði með mér átröskun. Og það er ástæðan á bakvið það sem ég geri í dag, hjálpa konum að snúa við blaðinu áður en það gengur svo langt að verða að átröskun.“ Ásdís er orðin að fyrirmynd margra stúlkna og kvenna hér á landi varðandi líkamsvirðingu. Hún er með Instagram síðuna @healthisnotasizeMynd/Ásdís Inga Það var henni erfiðast í þessu ferli að mæta fordómum fólks varðandi þetta breytta hugarfar hennar. „Sérstaklega fyrst um sinn. Það eru ekki margir sem hafa kynnt sér vísindin á bakvið heilsu í öllum stærðum og þegar fólk heyrir það fer það gjarnan í vörn. Það eru gífurlega miklir fitufordómar þarna úti og það er hægt að koma auga á þá bara með því að lesa athugasemdir undir greinum sem hún Tara Margrét skrifar. En hún er ótrúlega öflugur frumkvöðull á þessu sviði og hefur rutt leiðina fyrir okkur hin. Margir eru ótrúlega fastir í því að heilbrigði sé ákveðið útlit og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í sameiningu. Það besta í ferlinu hefur verið að sjá konur fara í gegnum það sama og ég gerði og blómstra. Sjá þegar þær öðlast sjálfstraust og læra að hlusta á líkamann sinn og treysta honum. Það er ómetanlegt.“ Föst í vítahring Ásdís segir að í dag sé hennar samband við mat og hreyfingu mjög gott. „Ég hreyfi mig reglulega vegna þess að mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og ég borða þegar ég er svöng og stoppa oftast þegar ég er södd. Nýt þess að borða og fæ ekki samviskubit. Ber virðingu fyrir líkamanum mínum og vel þess vegna oftast næringu sem stendur með mér og gefur mér góða orku inn í daginn.“ Eftir að Ásdís náði að breyta hugarfarinu og uppgötvaði matarfrelsi, ákvað hún að veita öðrum innblástur. „Instagram síðan @healthisnotasize fæddist þegar ég fékk loksins skýra mynd á það sem ég vildi gera. Markmiðið er að fræða konur um allt sem ég hef lært á minni vegferð, allt sem ég hef lesið og allar rannsóknir sem ég hef rýnt í til að fræðast betur um sjálfa mig. Af hverju var ég föst í þessum vítahring? Hvað er að gerast í líkamanum?“ Það er mér hjartans mál að ná til sem flestra kvenna til þess að þær geti losnað undan þessu stanslausa niðurrifi sem ég var alltaf föst í. Að þær geti lært að kunna að meta sig eins og þær eru núna og loksins náð þessu markmiði að lifa heilsusamlegu lífi. Því ég spyr mig: hversu heilsusamlegt er það að vera stöðugt að byrja og hætta á einhverjum kúrum?“ Ásdís segir að viðbrögðin hafi verið algjörlega frábær. „Ég var hrædd fyrst þegar ég sá fylgjendahópinn stækka því ég var alltaf að búast við öllu mótlætinu en það hefur verið í miklum minnihluta. Auðvitað hefur komið fyrir að ég fæ neikvæð viðbrögð en ég skil þau svo vel, ef einhver hefði reynt að segja mér frá mínum boðskap fyrir átta árum síðan þá hefði ég farið í vörn og örugglega hlegið að þessu.“ Snýst um heilsu ekki útlit Í kjölfarið byrjaði hún með vefsíðu þar sem hún gæti deilt fróðleik, rannsóknum og öðru tengdu þessu efni. Einnig er hún með stutt og löng netnámskeið tengd matarfrelsi. „Markmiðið með BreakTheCircle.is er að bjóða upp á námskeið fyrir þær konur sem eru tilbúnar að taka skrefið og vilja losna undan því að vera stöðugt á leiðinni í næsta átak og eru fastar í sama vítahring og ég var föst í. Matarfrelsi er þetta skilyrðislausa leyfi til þess að borða allan mat. Það eru engar reglur og þú getur verið spontant í þinni næringu. Fyrst um sinn ganga flestir í gegnum hveitibrauðsdaga þar sem það fæðist uppreisnarseggur innra með þér sem vill borða allt sem var einu sinni bannað. Svo jafnar það sig og þá er þetta sem var alltaf bannað ekkert svo spennandi lengur og maður kemst í tengingu við hungur og seddu boð líkamans, sem maður var í svo frábærari tenginu við þegar maður var barn.“ Að hennar mati misskilja margir það sem matarfrelsi snýst um og jafnvel tengja það við eitthvað neikvætt. „Matarfrelsi snýst ekki um að vera í fullkominni tengingu við þessi boð alltaf, það er mikilvægt að muna að við borðum ekki alltaf eftir þessum boðum. Stundum þurfum við að vera praktísk við ýmsar aðstæður og stundum borðum við einungis fyrir ánægjuna. Til dæmis þegar það er afmæliskaka í boði. Matarfrelsi snýst um heilsu, og rannsóknir sýna að „intuitive eaters“ lifa mjög jákvæðum lífsstíl fyrir heilsuna. Hugtakið vísar í það að hætta að láta utanaðkomandi þætti stjórna því hvenær, hvað, og hversu mikið þú borðar. Það snýst um að tengjast líkamanum sínum aftur og hlusta á innri skilaboð þegar kemur að því að borða. Það felur í sér að borða þegar þú ert svöng, borða það sem þig langar í og lætur þér líða vel og hætta oftast þegar þú ert orðin södd eða komin með nóg. Það er í raun pínu klikkað að fólki finnist þessi nálgun absúrd, en finnist eðlilegt að taka reglulega djúskúra eða telja ofan í sig hvert gramm.“ Ásdís segir að allt of margar konur séu fastar í vítahring megrunar og kúra.Mynd/Ásdís Inga Líkaminn ekki hrifinn af þyngdartapi Hún segir að í stuttu máli hjálpi námskeiðið hennar konum að öðlast heilbrigðara samband við mat og jákvæða líkamsímynd á þremur mánuðum. „Ég er einnig með ActiveRebels sem er fyrir konur sem vilja innleiða hreyfingu í sinn lífsstíl óháð útlitslegum breytingum og án þess að þurfa að mæta í líkamsræktarsal á hverjum degi. Þetta eru stuttar 30 mínútna æfingar en einnig er hægt að velja aðra hreyfingu sem auðvelt er að framkvæma með fjölskyldunni til dæmis. Hreyfing er mikilvæg, en hún getur verið fjölbreytt. Það þriðja er nýtt hjá mér sem mun opnast 12. október. Það heitir „leyndarmálið á bakvið sykurfíkn“ og er mjög spennandi verkefni sem ég hlakka til að sýna. Námskeiðin eru fyrir konur sem eru komnar með nóg af því að lífið snúist alltaf um næsta „átak“. Fyrir konur sem hafa prófað allt og fyrir þær sem hafa verið í „yoyo“ þyngd allt sitt líf.“ Ásdís segir að megranir, kúrar og allt sem innihaldi boð og bönn hafi mis slæm áhrif á fólk. „Við erum öll einstaklingar og auðvitað er ekki hægt að setja alla undir sama hatt. En það er líffræðileg staðreynd að líkaminn okkar er ekkert sérstaklega hrifinn af þyngdartapi sem við þvingum hann í og það eru ýmsir varnarmekanismar sem fara í gang við það. Fyrir þær sem vilja fara frekar ofan í saumana á þessu og kynna sér þetta nánar þá er ég með síðu með fullt af fríu efni sem ég hef tekið saman aðgengilegt fyrir alla. Einnig ritrýndar greinar og rannsóknir. Einnig er ég með hlaðvarpið „Break the Circle“ en þar er minn vettvangur til þess að bjóða upp á lengri og ýtarlegri fróðleik en á Instagram og það geta allir hlustað á þá þætti á Spotify eða iPhone appinu.“ View this post on Instagram Það getur verið frekar auðvelt að iðka ja kvæða li kamsi mynd og heilbrigt samband við mat þegar maður lifir i bu bblu Instagram accountinn ma laður eins og o ska - vero ldin. Allskonar li kamar normalizeraðir og hver po sturinn a eftir o ðrum minnir mann a hversvegna maður yfirgaf diet culture En svo tekur vero ldin a mo ti manni, vero ldin sem maður stjo rnar ekki. Þar sem þu velur ekki alltaf hvern þu hittir eða hittir ekki Við hittum lækni Mætum til vinnu Fo rum i veislu Og erum slegin með tusku i andlitið. Minnt a heiminn sem við bu um ennþa i . Heiminn þar sem þi n heilsa er mæld u t fra BMI stuðli sem reiknar u t þi na heilsu og siðferðislegu gildi með þvi einu að horfa a hæð þi na og þyngd Fordo mar sem eru svo samþykktir og ro tgro nir að okkur gæti fundist o þægilegt að svara fyrir okkur Svo við mætum til læknis, stigum a vigtina, fa um augnara ðið, jafnvel neitað um þjónustu Við fo rum til vinnu, hlustum a samræður um næsta megrunarku r, hversu mikið Anna þarf að le ttast og hvað Kalli er bu inn að bæta mikið a sig i Covid Við mætum i veisluna þar sem fo lk talar um að svindla ,gæða se r a ko ku og bjo r Þetta er allstaðar. Maður tekur ekki eftir þvi fyrr en maður veitir þvi eftirtekt Va , ma ekkert lengur? -Afhverju erum við si fellt að reyna að minnka okkur? -Er eðlilegt að þetta se u aðal samræðurnar hvert sem litið er? -Viljum við ekki eitthvað stærra og meira u t u r li finu? þessar samræður eðlilegar þvi þetta o lumst við upp við að heyra. Fra samfe laginu o llu i kringum okkur. Það er undir okkur komið að breyta þessu, ef við viljum E g tel það vera betri heim fyrir alla ef við myndum kynna okkur heilsu i o llum stærðum og ja kvæða li kamsi mynd A post shared by (@healthisnotasize) on Aug 19, 2020 at 5:41pm PDT Fitufordómar hafa áhrif á alla Fram undan hjá Ásdísi er að nám í Félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. „Ég ætla að halda áfram að gera mitt besta til að hjálpa konum að öðlast matarfrelsi og jákvæða líkamsímynd. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að við skoðum okkur sjálf og hvernig við tölum við okkur og um okkur, börnin okkar heyra það sem við segjum og það smitast til þeirra.“ Ásdís bendir á að ef allir myndu tala fallega um alla líkama þá væri enginn grundvöllur fyrir börn að stríða öðrum vegna líkamsstærðar. „En það er ekki heilsusamlegt að vera of feitur“ er alveg örugglega einhver að hugsa núna. Mig langar til að biðja þá sem hugsa þetta að hlusta á hlaðvarpsþáttinn minn sem heitir „En, offita veldur sjúkdómum?“ og muna líka að heilsa annara er ekki fyrir þig að hafa áhyggjur af. Fitufordómar hafa áhrif á okkur öll, bæði granna og feita. Ég misskildi fitufordóma heiftarlega þegar ég byrjaði að fræða mig, ég hélt að það þýddi að mér væri illa við feitt fólk. Sú er ekki raunin og er ýtarlegur fróðleikur um akkúrat það í hlaðvarpinu mínu.“ Hún segir mikilvægt að muna að fitufordómar og mismunun geti aldrei haft heilsufarsleg bætandi áhrif á líf fólks. „Við græðum öll á því að kynna okkur þetta betur, hver er saga BMI stuðulsins? Af hverju eru svona margir sjúkdómar stílaðir á fitu fólks? Hvað liggur þar að baki? Ef þessir kúrar allir myndu virka til frambúðar værum við þá ekki öll orðin mjó og löngu hætt að spá í þessu? Okkur er seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi og eftirsóknarvert. Á hverju ári veltir „diet“ iðnaðurinn í bandaríkjunum 70 billjónum. Það er ekkert klink, það eru gífurlega margir sem hagnast af því að við séum óánægð með okkur.“ Enginn bransi sé betri en sá sem láti kúnnana stöðugt koma aftur og aftur og aftur. „Það er hamingjuþjófur að eyða lífinu í að vera óánægður með sig, ég var alltaf „á leiðinni“ í eitthvað geggjað form. Alveg sama hvernig formi ég var í, ég var alltaf „á leiðinni.“ Aldrei komin þangað, hefði aldrei verið komin þangað. Hvenær er maður ánægður og komið nóg?“ segir Ásdís að lokum. Heilsa Samfélagsmiðlar Helgarviðtal Tengdar fréttir „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16 „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00 Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
„Samband mitt við mat og hreyfingu þegar ég var yngri var fínt framan af. Um leið og ég byrjaði að heyra aðra segja mér að líkami minn liti ekki rétt út þá fór ég að skammast mín fyrir það að borða og borðaði helst bara ein eða með fjölskyldunni,“ segir Ásdís Inga Haraldsdóttir. Hún gerðist einkaþjálfari og endaði svo með átröskun en lífið hennar breyttist eftir að hún uppgötvaði matarfrelsi. Hennar markmið núna er að hjálpa öðrum konum að losna út úr vítahring stöðugra kúra og „jójó“ megrunar. „Það voru skýr skilaboðin frá samfélaginu þá líkt og nú að þeir sem væru feitir væru bara allir stjórnlausir í kringum mat,“ útskýrir Ásdís um æskuna. Heimilið var þá samt alltaf hennar öruggi staður. „Mamma og pabbi hafa aldrei sett út á útlit mitt eða hversu mikið ég borðaði, ég var alveg frjáls frá því heima hjá mér. En það dugði ekki til. Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi.“ Bað til Guðs um að fá að vakna mjórri Ásdís var svo mjög ung þegar hún prófaði fyrst að borða lítið sem ekkert til að léttast. Nokkrum árum seinna var hún komin með átröskun. „Ég man bara eftir mér mjög ungri að biðja til Guðs að ég myndi vakna mjó daginn eftir. Frá því ég var mjög ung hef ég verið með þessa átröskunar „taktík.“ Alls ekki allan tímann með virka átröskun en ég var alltaf að dansa á línunni. Þegar ég horfi til baka finnst mér það ekki skrítið, en á þeim tíma var ég ekki að skilja hvað væri að mér.“ Í framhaldi af miklu þyngdartapi fór Ásdís út í það að læra einkaþjálfun og hóptímakennarann og langaði svo að hjálpa öðrum konum að gera það sama. „Með tímanum fór ég að þyngjast aftur og ég var ekki að skilja hvers vegna, ég barði mig niður, byrjaði á hverjum mánudegi í „átaki“ sem endaði svo alltaf með átkasti eða miklu ofáti. Reif mig svo aftur niður og svona var ég föst í þessum vítahring heillengi.“ Fær ekki samviskubit tengt mat Ásdís er í dag tveggja barna móðir og líður vel í eigin líkama. Það var þó ekki auðvelt fyrir hana að komast á þann stað. „Síðustu ár hafa verið mikill skóli fyrir mig. Að fara frá svona bakgrunni yfir í það að öðlast heilbrigt samband við mat gerist ekki á einni nóttu og það er ekki beinn og breiður vegur. Þegar ég loksins þorði að sleppa alveg takinu á megrunarmenningunni og treysta ferlinu þá fóru magnaðir hlutir að gerast. Ég get átt nammi, kökur, ís hvað sem er hérna í skúffunum heima og ég fer bara að sofa róleg og spái lítið í það. Áður fyrr hefði ég ekki farið að sofa án þess að borða það, eða ég hefði bara ekki átt það til því ég treysti ekki sjálfri mér í kringum þann mat.“ Hreyfing hefur alltaf verið mikið áhugamál Ásdísar og veit hún fátt betra en að fara á æfingu, taka vel á því og ögra sjálfri sér þar. „En ég hef lært að hlusta á líkamann, ég er heima og hvíli mig ef ég er lasin án þess að fá samviskubit yfir því. Ég ríf mig ekki niður fyrir það að ná ekki að hreyfa mig alla daga. Þegar ég var í bataferli frá búlimíunni á sínum tíma þá þyngdist ég mikið sem er ekki óalgengt fyrir einstaklinga í bata frá átröskun. Mér fannst það ótrúlega erfitt og ég skammaðist mín. Það sem hefur breyst í dag er að ég er stolt af mér fyrir að hafa sigrað átröskunina.“ Erfitt að mæta fordómum annarra Ásdís segir að fyrsta skrefið hafi verið að viðurkenna vandann. „Þetta var auðvitað löngu orðið óheilbrigt áður en ég þróaði með mér átröskun. Og það er ástæðan á bakvið það sem ég geri í dag, hjálpa konum að snúa við blaðinu áður en það gengur svo langt að verða að átröskun.“ Ásdís er orðin að fyrirmynd margra stúlkna og kvenna hér á landi varðandi líkamsvirðingu. Hún er með Instagram síðuna @healthisnotasizeMynd/Ásdís Inga Það var henni erfiðast í þessu ferli að mæta fordómum fólks varðandi þetta breytta hugarfar hennar. „Sérstaklega fyrst um sinn. Það eru ekki margir sem hafa kynnt sér vísindin á bakvið heilsu í öllum stærðum og þegar fólk heyrir það fer það gjarnan í vörn. Það eru gífurlega miklir fitufordómar þarna úti og það er hægt að koma auga á þá bara með því að lesa athugasemdir undir greinum sem hún Tara Margrét skrifar. En hún er ótrúlega öflugur frumkvöðull á þessu sviði og hefur rutt leiðina fyrir okkur hin. Margir eru ótrúlega fastir í því að heilbrigði sé ákveðið útlit og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í sameiningu. Það besta í ferlinu hefur verið að sjá konur fara í gegnum það sama og ég gerði og blómstra. Sjá þegar þær öðlast sjálfstraust og læra að hlusta á líkamann sinn og treysta honum. Það er ómetanlegt.“ Föst í vítahring Ásdís segir að í dag sé hennar samband við mat og hreyfingu mjög gott. „Ég hreyfi mig reglulega vegna þess að mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og ég borða þegar ég er svöng og stoppa oftast þegar ég er södd. Nýt þess að borða og fæ ekki samviskubit. Ber virðingu fyrir líkamanum mínum og vel þess vegna oftast næringu sem stendur með mér og gefur mér góða orku inn í daginn.“ Eftir að Ásdís náði að breyta hugarfarinu og uppgötvaði matarfrelsi, ákvað hún að veita öðrum innblástur. „Instagram síðan @healthisnotasize fæddist þegar ég fékk loksins skýra mynd á það sem ég vildi gera. Markmiðið er að fræða konur um allt sem ég hef lært á minni vegferð, allt sem ég hef lesið og allar rannsóknir sem ég hef rýnt í til að fræðast betur um sjálfa mig. Af hverju var ég föst í þessum vítahring? Hvað er að gerast í líkamanum?“ Það er mér hjartans mál að ná til sem flestra kvenna til þess að þær geti losnað undan þessu stanslausa niðurrifi sem ég var alltaf föst í. Að þær geti lært að kunna að meta sig eins og þær eru núna og loksins náð þessu markmiði að lifa heilsusamlegu lífi. Því ég spyr mig: hversu heilsusamlegt er það að vera stöðugt að byrja og hætta á einhverjum kúrum?“ Ásdís segir að viðbrögðin hafi verið algjörlega frábær. „Ég var hrædd fyrst þegar ég sá fylgjendahópinn stækka því ég var alltaf að búast við öllu mótlætinu en það hefur verið í miklum minnihluta. Auðvitað hefur komið fyrir að ég fæ neikvæð viðbrögð en ég skil þau svo vel, ef einhver hefði reynt að segja mér frá mínum boðskap fyrir átta árum síðan þá hefði ég farið í vörn og örugglega hlegið að þessu.“ Snýst um heilsu ekki útlit Í kjölfarið byrjaði hún með vefsíðu þar sem hún gæti deilt fróðleik, rannsóknum og öðru tengdu þessu efni. Einnig er hún með stutt og löng netnámskeið tengd matarfrelsi. „Markmiðið með BreakTheCircle.is er að bjóða upp á námskeið fyrir þær konur sem eru tilbúnar að taka skrefið og vilja losna undan því að vera stöðugt á leiðinni í næsta átak og eru fastar í sama vítahring og ég var föst í. Matarfrelsi er þetta skilyrðislausa leyfi til þess að borða allan mat. Það eru engar reglur og þú getur verið spontant í þinni næringu. Fyrst um sinn ganga flestir í gegnum hveitibrauðsdaga þar sem það fæðist uppreisnarseggur innra með þér sem vill borða allt sem var einu sinni bannað. Svo jafnar það sig og þá er þetta sem var alltaf bannað ekkert svo spennandi lengur og maður kemst í tengingu við hungur og seddu boð líkamans, sem maður var í svo frábærari tenginu við þegar maður var barn.“ Að hennar mati misskilja margir það sem matarfrelsi snýst um og jafnvel tengja það við eitthvað neikvætt. „Matarfrelsi snýst ekki um að vera í fullkominni tengingu við þessi boð alltaf, það er mikilvægt að muna að við borðum ekki alltaf eftir þessum boðum. Stundum þurfum við að vera praktísk við ýmsar aðstæður og stundum borðum við einungis fyrir ánægjuna. Til dæmis þegar það er afmæliskaka í boði. Matarfrelsi snýst um heilsu, og rannsóknir sýna að „intuitive eaters“ lifa mjög jákvæðum lífsstíl fyrir heilsuna. Hugtakið vísar í það að hætta að láta utanaðkomandi þætti stjórna því hvenær, hvað, og hversu mikið þú borðar. Það snýst um að tengjast líkamanum sínum aftur og hlusta á innri skilaboð þegar kemur að því að borða. Það felur í sér að borða þegar þú ert svöng, borða það sem þig langar í og lætur þér líða vel og hætta oftast þegar þú ert orðin södd eða komin með nóg. Það er í raun pínu klikkað að fólki finnist þessi nálgun absúrd, en finnist eðlilegt að taka reglulega djúskúra eða telja ofan í sig hvert gramm.“ Ásdís segir að allt of margar konur séu fastar í vítahring megrunar og kúra.Mynd/Ásdís Inga Líkaminn ekki hrifinn af þyngdartapi Hún segir að í stuttu máli hjálpi námskeiðið hennar konum að öðlast heilbrigðara samband við mat og jákvæða líkamsímynd á þremur mánuðum. „Ég er einnig með ActiveRebels sem er fyrir konur sem vilja innleiða hreyfingu í sinn lífsstíl óháð útlitslegum breytingum og án þess að þurfa að mæta í líkamsræktarsal á hverjum degi. Þetta eru stuttar 30 mínútna æfingar en einnig er hægt að velja aðra hreyfingu sem auðvelt er að framkvæma með fjölskyldunni til dæmis. Hreyfing er mikilvæg, en hún getur verið fjölbreytt. Það þriðja er nýtt hjá mér sem mun opnast 12. október. Það heitir „leyndarmálið á bakvið sykurfíkn“ og er mjög spennandi verkefni sem ég hlakka til að sýna. Námskeiðin eru fyrir konur sem eru komnar með nóg af því að lífið snúist alltaf um næsta „átak“. Fyrir konur sem hafa prófað allt og fyrir þær sem hafa verið í „yoyo“ þyngd allt sitt líf.“ Ásdís segir að megranir, kúrar og allt sem innihaldi boð og bönn hafi mis slæm áhrif á fólk. „Við erum öll einstaklingar og auðvitað er ekki hægt að setja alla undir sama hatt. En það er líffræðileg staðreynd að líkaminn okkar er ekkert sérstaklega hrifinn af þyngdartapi sem við þvingum hann í og það eru ýmsir varnarmekanismar sem fara í gang við það. Fyrir þær sem vilja fara frekar ofan í saumana á þessu og kynna sér þetta nánar þá er ég með síðu með fullt af fríu efni sem ég hef tekið saman aðgengilegt fyrir alla. Einnig ritrýndar greinar og rannsóknir. Einnig er ég með hlaðvarpið „Break the Circle“ en þar er minn vettvangur til þess að bjóða upp á lengri og ýtarlegri fróðleik en á Instagram og það geta allir hlustað á þá þætti á Spotify eða iPhone appinu.“ View this post on Instagram Það getur verið frekar auðvelt að iðka ja kvæða li kamsi mynd og heilbrigt samband við mat þegar maður lifir i bu bblu Instagram accountinn ma laður eins og o ska - vero ldin. Allskonar li kamar normalizeraðir og hver po sturinn a eftir o ðrum minnir mann a hversvegna maður yfirgaf diet culture En svo tekur vero ldin a mo ti manni, vero ldin sem maður stjo rnar ekki. Þar sem þu velur ekki alltaf hvern þu hittir eða hittir ekki Við hittum lækni Mætum til vinnu Fo rum i veislu Og erum slegin með tusku i andlitið. Minnt a heiminn sem við bu um ennþa i . Heiminn þar sem þi n heilsa er mæld u t fra BMI stuðli sem reiknar u t þi na heilsu og siðferðislegu gildi með þvi einu að horfa a hæð þi na og þyngd Fordo mar sem eru svo samþykktir og ro tgro nir að okkur gæti fundist o þægilegt að svara fyrir okkur Svo við mætum til læknis, stigum a vigtina, fa um augnara ðið, jafnvel neitað um þjónustu Við fo rum til vinnu, hlustum a samræður um næsta megrunarku r, hversu mikið Anna þarf að le ttast og hvað Kalli er bu inn að bæta mikið a sig i Covid Við mætum i veisluna þar sem fo lk talar um að svindla ,gæða se r a ko ku og bjo r Þetta er allstaðar. Maður tekur ekki eftir þvi fyrr en maður veitir þvi eftirtekt Va , ma ekkert lengur? -Afhverju erum við si fellt að reyna að minnka okkur? -Er eðlilegt að þetta se u aðal samræðurnar hvert sem litið er? -Viljum við ekki eitthvað stærra og meira u t u r li finu? þessar samræður eðlilegar þvi þetta o lumst við upp við að heyra. Fra samfe laginu o llu i kringum okkur. Það er undir okkur komið að breyta þessu, ef við viljum E g tel það vera betri heim fyrir alla ef við myndum kynna okkur heilsu i o llum stærðum og ja kvæða li kamsi mynd A post shared by (@healthisnotasize) on Aug 19, 2020 at 5:41pm PDT Fitufordómar hafa áhrif á alla Fram undan hjá Ásdísi er að nám í Félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. „Ég ætla að halda áfram að gera mitt besta til að hjálpa konum að öðlast matarfrelsi og jákvæða líkamsímynd. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að við skoðum okkur sjálf og hvernig við tölum við okkur og um okkur, börnin okkar heyra það sem við segjum og það smitast til þeirra.“ Ásdís bendir á að ef allir myndu tala fallega um alla líkama þá væri enginn grundvöllur fyrir börn að stríða öðrum vegna líkamsstærðar. „En það er ekki heilsusamlegt að vera of feitur“ er alveg örugglega einhver að hugsa núna. Mig langar til að biðja þá sem hugsa þetta að hlusta á hlaðvarpsþáttinn minn sem heitir „En, offita veldur sjúkdómum?“ og muna líka að heilsa annara er ekki fyrir þig að hafa áhyggjur af. Fitufordómar hafa áhrif á okkur öll, bæði granna og feita. Ég misskildi fitufordóma heiftarlega þegar ég byrjaði að fræða mig, ég hélt að það þýddi að mér væri illa við feitt fólk. Sú er ekki raunin og er ýtarlegur fróðleikur um akkúrat það í hlaðvarpinu mínu.“ Hún segir mikilvægt að muna að fitufordómar og mismunun geti aldrei haft heilsufarsleg bætandi áhrif á líf fólks. „Við græðum öll á því að kynna okkur þetta betur, hver er saga BMI stuðulsins? Af hverju eru svona margir sjúkdómar stílaðir á fitu fólks? Hvað liggur þar að baki? Ef þessir kúrar allir myndu virka til frambúðar værum við þá ekki öll orðin mjó og löngu hætt að spá í þessu? Okkur er seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi og eftirsóknarvert. Á hverju ári veltir „diet“ iðnaðurinn í bandaríkjunum 70 billjónum. Það er ekkert klink, það eru gífurlega margir sem hagnast af því að við séum óánægð með okkur.“ Enginn bransi sé betri en sá sem láti kúnnana stöðugt koma aftur og aftur og aftur. „Það er hamingjuþjófur að eyða lífinu í að vera óánægður með sig, ég var alltaf „á leiðinni“ í eitthvað geggjað form. Alveg sama hvernig formi ég var í, ég var alltaf „á leiðinni.“ Aldrei komin þangað, hefði aldrei verið komin þangað. Hvenær er maður ánægður og komið nóg?“ segir Ásdís að lokum.
Heilsa Samfélagsmiðlar Helgarviðtal Tengdar fréttir „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16 „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00 Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
„Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16
„Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00
Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45