Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 12:09 Lögreglumenn við Hæstarétt Bandaríkjanna bera kistu Ruth Bader Ginsburg, sveipaða í bandaríska fánan, inn í aðalsal hæstaréttarbyggingarinnar andspænis þinghúsinu á miðvikudag. AP/Andrew Harnik Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30
Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21