Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 12:13 Héraðssaksóknari hefur fengið erindi vegna málsins vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira