Fjallkóngur segir réttirnar skemmtilegri en jólin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2020 12:17 Sauðfé hefur ekki fækkað í Biskupstungum í Bláskógabyggð en í Tungnaréttum voru um fimm þúsund fjár. Hér er „fljúgandi“ lamb að koma inn í almenninginn. Vísir/Magnús Hlynur Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum. Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum.
Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira