Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur Guðbrandur Einarsson skrifar 28. september 2020 07:30 Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Húsnæðismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar