Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 11:14 Ritstjóri Politico segir kappræðurnar hafa verið svo skömmustulegar að þær hafi smánað Bandaríkin. AP/Julio Cortez Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Í rauninni hafi þær verið skammarlegar fyrir Bandaríkin og bandarískt lýðræði. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum, óreiðu og deilum og var farið heldur frjálslega með sannleikann. Ritstjóri Politico segir kappræðurnar hafa verið svo skömmustulegar að þær hafi smánað Bandaríkin. Hámarki skammarinnar hafi verið náð og sagði hann að kappræðurnar yrðu myrkur blettur á Bandaríkjunum í áraraðir. Trump kallaði Biden meðal annars heimskan og Biden kallaði forsetann trúð og rasista, svo eitthvað sé nefnt. Jake Tapper, fréttamaður CNN, sagði kvöldið hafa verið smánarlegt og þar hafi að mestu verið Trump um að kenna. "That was a hot mess, inside a dumpster fire, inside a train wreck, says @JakeTapper about the first presidential debate between Pres. Trump and Joe Biden. We ll talk about who won the debate, who lost the debate ... One thing for sure, the American people lost. #Debates2020 pic.twitter.com/wjMnUmt2WS— The Lead CNN (@TheLeadCNN) September 30, 2020 Chris Cillizza, annar starfsmaður CNN, segir engan hafa unnið kappræðurnar. Kjósendur hafi ekkert lært um fyrir hvað frambjóðendurnir standa og hvaða málefnum þeir aðhyllast. „Þetta voru, án efa, verstu kappræður sem ég hef orðið vitni að í tvo áratugi í þessu starfi,“ skrifaði Cillizza. Hann vísaði sömuleiðis til Trump og sagði hann hafa hagað sér dónalega í kappræðunum og virt reglur kvöldsins að vettugi. Blaðamaður Atlantic segir nóttina hafa verið „viðbjóðslega“ fyrir lýðræðið. Donald Trump hafi valdið því og Chris Wallace, stjórnandi kappræðanna, hafi leyft honum það. Howard Kurtz, frá Fox News, segir kappræðurnar hafa verið lítið annað en áflog og öskurkeppni. Líklegast hafi kappræðurnar engu breytt fyrir kjósendur, nema kannski þá sem hafi metið frambjóðendur eftir kurteisi þeirra. Greinandi BBC segir að „Twitter-Trump“ hafi mætt á sviðið í Cleveland. Það hafi ekki verið fallegt og vísar hann til eþss að kannanir sýni að meirihluti Bandaríkjamanna þyki Trump ekki haga sér vel á Twitter. Það sé meðal ástæðna fyrir því að forsetinn komi ekki vel út úr kappræðunum. Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sló á svipaða strengi og segist ótta að raunverulegur tapari næturinnar hafi verið ímynd bandarísks lýðræðis í heiminum. I fear the real loser of the Trump-Biden debate was the image of democracy in the wider world. pic.twitter.com/kt6LPsBqov— Carl Bildt (@carlbildt) September 30, 2020 Ljóst er að minnst einn hópur telur sig hafa unnið mikinn sigur í nótt. Það er fjar-hægri öfgahópurinn Proud Boys. Hópurinn hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök og hafa yfirvöld bendlað þá margsinnis við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Trump virtist ekki vilja fordæma hópinn, og aðra þjóðernissinna, og í samtölum sín á milli lýstu meðlimir Proud Boys strax yfir miklum sigri. Seinna ræddu þeir um að nýliðum hefði fjölgað í kjölfar kappræðanna, samkvæmt frétt New York Times. Þáttastjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að kappræðunum í nótt. Þeir voru allir á því að heilt yfir hafi þær verið hræðilegar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Í rauninni hafi þær verið skammarlegar fyrir Bandaríkin og bandarískt lýðræði. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum, óreiðu og deilum og var farið heldur frjálslega með sannleikann. Ritstjóri Politico segir kappræðurnar hafa verið svo skömmustulegar að þær hafi smánað Bandaríkin. Hámarki skammarinnar hafi verið náð og sagði hann að kappræðurnar yrðu myrkur blettur á Bandaríkjunum í áraraðir. Trump kallaði Biden meðal annars heimskan og Biden kallaði forsetann trúð og rasista, svo eitthvað sé nefnt. Jake Tapper, fréttamaður CNN, sagði kvöldið hafa verið smánarlegt og þar hafi að mestu verið Trump um að kenna. "That was a hot mess, inside a dumpster fire, inside a train wreck, says @JakeTapper about the first presidential debate between Pres. Trump and Joe Biden. We ll talk about who won the debate, who lost the debate ... One thing for sure, the American people lost. #Debates2020 pic.twitter.com/wjMnUmt2WS— The Lead CNN (@TheLeadCNN) September 30, 2020 Chris Cillizza, annar starfsmaður CNN, segir engan hafa unnið kappræðurnar. Kjósendur hafi ekkert lært um fyrir hvað frambjóðendurnir standa og hvaða málefnum þeir aðhyllast. „Þetta voru, án efa, verstu kappræður sem ég hef orðið vitni að í tvo áratugi í þessu starfi,“ skrifaði Cillizza. Hann vísaði sömuleiðis til Trump og sagði hann hafa hagað sér dónalega í kappræðunum og virt reglur kvöldsins að vettugi. Blaðamaður Atlantic segir nóttina hafa verið „viðbjóðslega“ fyrir lýðræðið. Donald Trump hafi valdið því og Chris Wallace, stjórnandi kappræðanna, hafi leyft honum það. Howard Kurtz, frá Fox News, segir kappræðurnar hafa verið lítið annað en áflog og öskurkeppni. Líklegast hafi kappræðurnar engu breytt fyrir kjósendur, nema kannski þá sem hafi metið frambjóðendur eftir kurteisi þeirra. Greinandi BBC segir að „Twitter-Trump“ hafi mætt á sviðið í Cleveland. Það hafi ekki verið fallegt og vísar hann til eþss að kannanir sýni að meirihluti Bandaríkjamanna þyki Trump ekki haga sér vel á Twitter. Það sé meðal ástæðna fyrir því að forsetinn komi ekki vel út úr kappræðunum. Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sló á svipaða strengi og segist ótta að raunverulegur tapari næturinnar hafi verið ímynd bandarísks lýðræðis í heiminum. I fear the real loser of the Trump-Biden debate was the image of democracy in the wider world. pic.twitter.com/kt6LPsBqov— Carl Bildt (@carlbildt) September 30, 2020 Ljóst er að minnst einn hópur telur sig hafa unnið mikinn sigur í nótt. Það er fjar-hægri öfgahópurinn Proud Boys. Hópurinn hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök og hafa yfirvöld bendlað þá margsinnis við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Trump virtist ekki vilja fordæma hópinn, og aðra þjóðernissinna, og í samtölum sín á milli lýstu meðlimir Proud Boys strax yfir miklum sigri. Seinna ræddu þeir um að nýliðum hefði fjölgað í kjölfar kappræðanna, samkvæmt frétt New York Times. Þáttastjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að kappræðunum í nótt. Þeir voru allir á því að heilt yfir hafi þær verið hræðilegar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01