Rifjuðu upp geggjað mark Gylfa fyrir heimsókn West Ham á Goodison í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 14:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Ham fyrir tæpu ári síðan. Getty/ Jan Kruger Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Sjá meira