Skotið fram hjá Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 30. september 2020 13:30 Mér finnst stundum eins og stjórnvöld geri eins lítið og þau komast upp með. Og þegar þau gera eitthvað þá missir það oft marks. Það er svo hættulegt í svona djúpri kreppu. Förum yfir nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið útgjöld til að mæta að Covid. Hið rétta er að heildarútgjöld ríkisins milli fyrri árshelminga ´19 og ’20 jukust um 47 milljarða kr. Það er 1,5% af landsframleiðslu eða 5% af fjárlögum. Finnst fólki það nóg til að mæta dýpstu kreppu lýðveldissögunnar og 20.000 manna atvinnuleysi? 2. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið fjárfestingar vegna Covid. Hið rétta er að þegar þjóðhagsreikningar eru skoðaðir þá „minnkaði“ opinber fjárfesting eftir að veiran skall á. Hagfræðideild Landsbankans skrifaði í vikunni: „Fjárfesting ríkissjóðs minnkaði um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020“ og „Sé litið á heildarmyndina er samt nokkuð ljóst að áform síðustu missera um stóraukna opinbera fjárfestingu hafa ekki náðst enn sem komið er, hvort sem litið er á opinberar tölur um þjóðhagsreikninga eða tölur um fjármál hins opinbera“. 3. Ríkisstjórnin segist hafa sett nýsköpun í forgang. Hið rétta er að nýsköpun hefur fengið undir 10% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar (þar með talið þeim aðgerðum sem voru tilkynntar í gær). Og nú er fókusinn hjá ríkisstjórninni að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem mun spara 300 milljónir kr. á kostnað nýsköpunar. Breytingar á umhverfi nýsköpunar verða að vera til að bæta núverandi ástand, ekki til að spara. Of lítið, of seint 4. Aðrar aðgerðir hafa verið misheppnaðar. a. Íslenska ríkisstjórnin er örugglega eina ríkisstjórnin í heiminum sem kaus að niðurgreiða uppsagnir í stað þess að búa til störf og verja þau. b. Brúarlánin sem áttu að vera 80 milljarðar en voru orðin rúmlega einn milljarður í byrjun september og nánast eini lántakandinn enn sem komið er Icelandair. c. Frestun skattgreiðslna varð einn fimmti af því sem til stóð. d. Lokunarstyrkirnir voru í lok sumars einungis um 8% af því sem til stóð og afgreidd stuðningslán um 11%. e. Ferðagjöfin varð alltof lítil og endaði stundum hjá fyrirtækjum sem þurftu ekki sérstakan stuðning vegna Covid. f. Markaðsátakið fór fyrir lítið þegar landinu var lokað. g. Teknar voru fyrirhugaðar 400 milljónir kr. af stuðningi til fjölmiðla sem áttu að renna til þeirra óháð Covid. Það sem þó var sett til fjölmiðla vegna Covid rann mest til Morgunblaðsins sem virðist ekki skorta styrktaraðila. h. Þær fjárhæðir sem ríkisstjórnin hefur sett í „félagslegar“ aðgerðir vegna Covid eru lægri en sem nemur fyrirhugaðri lækkun veiðileyfagjaldsins á kjörtímabilinu. i. Nýjasta tillaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær um að hvetja til þátttöku almennings með kaupum á hlutabréfum sýnir kannski vel hvar fókusinn liggur hjá ríkisstjórninni. Virkaði eitthvað? 5. Sumt gekk þó ágætlega. Hlutabótaleiðin, sem var leið sem síðasta stjórn Samfylkingarinnar bjó til, virkaði ágætlega og varð að raunverulegu björgunarneti fyrir fólk og fyrirtæki eftir þverpólitíska samvinnu í velferðarnefnd Alþingis. „Allir vinna“-átakið, kreppuúrræði sem er líka fengið að láni frá Jóhönnustjórninni, hefur skilað sér í auknum efnahagsumsvifum og bætt kaupmátt þeirra sem hafa getað nýtt sér það. Listamannalaunum var fjölgað að tillögu okkar í Samfylkingunni en þó alltof lítið og enn eru skemmtikraftar og listafólk skildir eftir á köldum klaka. 6. Eftir stendur að 20.000 Íslendingar eru atvinnulausir og þeim fer fjölgandi. Nánast hvergi er að sjá þau störf sem ríkisstjórnin ætti að vera að skapa. En ríkisstjórnin hélt auðvitað fullt af blaðamannafundum. Kannski var það atvinnuskapandi. Á morgun kynnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun til næstu ára. Ég vona innilega að nú verði skipt um kúrs og ráðist í kraftmeiri aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki en ekki enn eitt skot sem lendir langt utan vallar og gagnast fáum. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að standa vaktina, leggja til lausnir og benda á það sem betur má fara. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst stundum eins og stjórnvöld geri eins lítið og þau komast upp með. Og þegar þau gera eitthvað þá missir það oft marks. Það er svo hættulegt í svona djúpri kreppu. Förum yfir nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið útgjöld til að mæta að Covid. Hið rétta er að heildarútgjöld ríkisins milli fyrri árshelminga ´19 og ’20 jukust um 47 milljarða kr. Það er 1,5% af landsframleiðslu eða 5% af fjárlögum. Finnst fólki það nóg til að mæta dýpstu kreppu lýðveldissögunnar og 20.000 manna atvinnuleysi? 2. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið fjárfestingar vegna Covid. Hið rétta er að þegar þjóðhagsreikningar eru skoðaðir þá „minnkaði“ opinber fjárfesting eftir að veiran skall á. Hagfræðideild Landsbankans skrifaði í vikunni: „Fjárfesting ríkissjóðs minnkaði um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020“ og „Sé litið á heildarmyndina er samt nokkuð ljóst að áform síðustu missera um stóraukna opinbera fjárfestingu hafa ekki náðst enn sem komið er, hvort sem litið er á opinberar tölur um þjóðhagsreikninga eða tölur um fjármál hins opinbera“. 3. Ríkisstjórnin segist hafa sett nýsköpun í forgang. Hið rétta er að nýsköpun hefur fengið undir 10% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar (þar með talið þeim aðgerðum sem voru tilkynntar í gær). Og nú er fókusinn hjá ríkisstjórninni að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem mun spara 300 milljónir kr. á kostnað nýsköpunar. Breytingar á umhverfi nýsköpunar verða að vera til að bæta núverandi ástand, ekki til að spara. Of lítið, of seint 4. Aðrar aðgerðir hafa verið misheppnaðar. a. Íslenska ríkisstjórnin er örugglega eina ríkisstjórnin í heiminum sem kaus að niðurgreiða uppsagnir í stað þess að búa til störf og verja þau. b. Brúarlánin sem áttu að vera 80 milljarðar en voru orðin rúmlega einn milljarður í byrjun september og nánast eini lántakandinn enn sem komið er Icelandair. c. Frestun skattgreiðslna varð einn fimmti af því sem til stóð. d. Lokunarstyrkirnir voru í lok sumars einungis um 8% af því sem til stóð og afgreidd stuðningslán um 11%. e. Ferðagjöfin varð alltof lítil og endaði stundum hjá fyrirtækjum sem þurftu ekki sérstakan stuðning vegna Covid. f. Markaðsátakið fór fyrir lítið þegar landinu var lokað. g. Teknar voru fyrirhugaðar 400 milljónir kr. af stuðningi til fjölmiðla sem áttu að renna til þeirra óháð Covid. Það sem þó var sett til fjölmiðla vegna Covid rann mest til Morgunblaðsins sem virðist ekki skorta styrktaraðila. h. Þær fjárhæðir sem ríkisstjórnin hefur sett í „félagslegar“ aðgerðir vegna Covid eru lægri en sem nemur fyrirhugaðri lækkun veiðileyfagjaldsins á kjörtímabilinu. i. Nýjasta tillaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær um að hvetja til þátttöku almennings með kaupum á hlutabréfum sýnir kannski vel hvar fókusinn liggur hjá ríkisstjórninni. Virkaði eitthvað? 5. Sumt gekk þó ágætlega. Hlutabótaleiðin, sem var leið sem síðasta stjórn Samfylkingarinnar bjó til, virkaði ágætlega og varð að raunverulegu björgunarneti fyrir fólk og fyrirtæki eftir þverpólitíska samvinnu í velferðarnefnd Alþingis. „Allir vinna“-átakið, kreppuúrræði sem er líka fengið að láni frá Jóhönnustjórninni, hefur skilað sér í auknum efnahagsumsvifum og bætt kaupmátt þeirra sem hafa getað nýtt sér það. Listamannalaunum var fjölgað að tillögu okkar í Samfylkingunni en þó alltof lítið og enn eru skemmtikraftar og listafólk skildir eftir á köldum klaka. 6. Eftir stendur að 20.000 Íslendingar eru atvinnulausir og þeim fer fjölgandi. Nánast hvergi er að sjá þau störf sem ríkisstjórnin ætti að vera að skapa. En ríkisstjórnin hélt auðvitað fullt af blaðamannafundum. Kannski var það atvinnuskapandi. Á morgun kynnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun til næstu ára. Ég vona innilega að nú verði skipt um kúrs og ráðist í kraftmeiri aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki en ekki enn eitt skot sem lendir langt utan vallar og gagnast fáum. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að standa vaktina, leggja til lausnir og benda á það sem betur má fara. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar