Sara Björk fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar sigri í Meistaradeildinni með liðsfélögum sínum í Lyon og Evrópumeistarabikarnum. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal) Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira