„Greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn er verið að ná utan um faraldurinn hér innanlands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að mögulega sé yngra fólk að veikjast alvarlega núna af Covid-19 miðað við það sem var. Þó sé enn of snemmt að fullyrða eitthvað um það en honum sé sagt af læknum að þeir séu kannski að sjá aðeins öðruvísi mynd nú en áður. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hver staðan væri á faraldrinum í dag sagði hann hana svipaða og í gær. Hann væri ekki búinn að fá nýjar upplýsingar frá Landspítalanum varðandi fjölda inniliggjandi sjúklinga og þá væru nýjustu tölur um fjölda smita heldur ekki komnar. „Í gær voru þrettán einstaklingar inniliggjandi og þar af tveir á öndunarvél. Það hafa verið svona tveir sem hafa verið að leggjast inn á sólarhring undanfarna daga. Maður veit svo sem ekki hvernig það verður en ég veit að það eru fleiri veikir utan spítalans sem er verið að fylgjast náið með. Þannig að þetta er að mjatlast inn og það er greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi,“ sagði Þórólfur. Varðandi hvort þetta væru yngri einstaklingar heldur en í fyrstu bylgju faraldursins í vetur sagði Þórólfur að það væri ekki búið að gera það nákvæmlega upp. „En mér er sagt af læknum að þeir séu kannski aðeins að sjá öðruvísi mynd. Þetta sé kannski aðeins yngra fólk sem er að veikjast alvarlega núna miðað við það sem var en það eru ekki það margir að það er erfitt að fullyrða eitthvað um það í sjálfu sér. En ég held að þetta sé bara svipað og þetta var. Þeir sem halda öðru fram geta ekki staðið á því. Ég get ómögulega séð það, þegar menn eru að tala um að faraldurinn sé ekkert alvarlegur núna, að þetta sé ekki neitt, neitt og á sama tíma er að koma hálfgert neyðarkall frá Landspítalanum vegna yfirvofandi innlagna og svo framvegis, þá stenst það nú ekki held ég. Við erum bara í þessum sama pakka.“ Hafa fundið 120 mismunandi stofna af veirunni á landamærunum Þann 6. október falla úr gildi þær takmarkanir sem gilda á landamærum landsins, um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Stjórnvöld þurfa að ákveða fyrir þann tíma hvort fyrirkomulagið haldist óbreytt eða ekki. Þórólfur sagði í Bítinu að hann teldi sjálfur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn væri verið að reyna að ná utan um faraldurinn innanlands. Núverandi fyrirkomulag sé það öruggasta að hans mati. Þá benti hann á að aðgerðirnar á landamærunum hefðu skilað árangri. Þeir sem héldu öðru fram þyrftu að líta á staðreyndir málsins. „Við erum búin að finna um rúmlega 120 mismunandi stofna á landamærunum sem við höfum komið í veg fyrir að komist inn í landið. Á sama tíma erum við búin að eiga við tvo stofna hérna innanlands sem eru að valda þessari bylgju sem við erum að eiga við núna. Annar stofninn kom snemma í sumar og hinn stofninn vitum við hvernig kom inn. Ef við hefðum sleppt þó ekki væri nema hluta af þessum 120 inn þá værum við með miklu meira vandamál hér innanlands að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Aðgerðirnar hér innanlands væru síðan ekki strangar og vísaði hann meðal annars til þess að Svíar værum með 50 manna samkomubann en takmarkanirnar hér væru 200 manns. „Ég bið menn að hugsa málið. Við erum alls ekki með strangar takmarkanir en það gæti farið svo ef þetta fer úr böndum hjá okkur, þessi innanlandsfaraldur núna, ef þetta við ráðum ekki við þetta með þeim aðgerðum sem við erum að gera núna eða veikindin verða miklu meiri og alvarlegri en var fyrirséð og spítalakerfið er að lenda í vandræðum, þá gætum við þurft að herða meira. Allavega myndi ég koma með tillögur um slíkt ef það færi að bera á því,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að mögulega sé yngra fólk að veikjast alvarlega núna af Covid-19 miðað við það sem var. Þó sé enn of snemmt að fullyrða eitthvað um það en honum sé sagt af læknum að þeir séu kannski að sjá aðeins öðruvísi mynd nú en áður. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hver staðan væri á faraldrinum í dag sagði hann hana svipaða og í gær. Hann væri ekki búinn að fá nýjar upplýsingar frá Landspítalanum varðandi fjölda inniliggjandi sjúklinga og þá væru nýjustu tölur um fjölda smita heldur ekki komnar. „Í gær voru þrettán einstaklingar inniliggjandi og þar af tveir á öndunarvél. Það hafa verið svona tveir sem hafa verið að leggjast inn á sólarhring undanfarna daga. Maður veit svo sem ekki hvernig það verður en ég veit að það eru fleiri veikir utan spítalans sem er verið að fylgjast náið með. Þannig að þetta er að mjatlast inn og það er greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi,“ sagði Þórólfur. Varðandi hvort þetta væru yngri einstaklingar heldur en í fyrstu bylgju faraldursins í vetur sagði Þórólfur að það væri ekki búið að gera það nákvæmlega upp. „En mér er sagt af læknum að þeir séu kannski aðeins að sjá öðruvísi mynd. Þetta sé kannski aðeins yngra fólk sem er að veikjast alvarlega núna miðað við það sem var en það eru ekki það margir að það er erfitt að fullyrða eitthvað um það í sjálfu sér. En ég held að þetta sé bara svipað og þetta var. Þeir sem halda öðru fram geta ekki staðið á því. Ég get ómögulega séð það, þegar menn eru að tala um að faraldurinn sé ekkert alvarlegur núna, að þetta sé ekki neitt, neitt og á sama tíma er að koma hálfgert neyðarkall frá Landspítalanum vegna yfirvofandi innlagna og svo framvegis, þá stenst það nú ekki held ég. Við erum bara í þessum sama pakka.“ Hafa fundið 120 mismunandi stofna af veirunni á landamærunum Þann 6. október falla úr gildi þær takmarkanir sem gilda á landamærum landsins, um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Stjórnvöld þurfa að ákveða fyrir þann tíma hvort fyrirkomulagið haldist óbreytt eða ekki. Þórólfur sagði í Bítinu að hann teldi sjálfur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn væri verið að reyna að ná utan um faraldurinn innanlands. Núverandi fyrirkomulag sé það öruggasta að hans mati. Þá benti hann á að aðgerðirnar á landamærunum hefðu skilað árangri. Þeir sem héldu öðru fram þyrftu að líta á staðreyndir málsins. „Við erum búin að finna um rúmlega 120 mismunandi stofna á landamærunum sem við höfum komið í veg fyrir að komist inn í landið. Á sama tíma erum við búin að eiga við tvo stofna hérna innanlands sem eru að valda þessari bylgju sem við erum að eiga við núna. Annar stofninn kom snemma í sumar og hinn stofninn vitum við hvernig kom inn. Ef við hefðum sleppt þó ekki væri nema hluta af þessum 120 inn þá værum við með miklu meira vandamál hér innanlands að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Aðgerðirnar hér innanlands væru síðan ekki strangar og vísaði hann meðal annars til þess að Svíar værum með 50 manna samkomubann en takmarkanirnar hér væru 200 manns. „Ég bið menn að hugsa málið. Við erum alls ekki með strangar takmarkanir en það gæti farið svo ef þetta fer úr böndum hjá okkur, þessi innanlandsfaraldur núna, ef þetta við ráðum ekki við þetta með þeim aðgerðum sem við erum að gera núna eða veikindin verða miklu meiri og alvarlegri en var fyrirséð og spítalakerfið er að lenda í vandræðum, þá gætum við þurft að herða meira. Allavega myndi ég koma með tillögur um slíkt ef það færi að bera á því,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira