Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 23:40 Við ákvörðun refsingar yfir manninum var litið til ungs aldurs hans og játningar að hluta. Árásin var þó talin sérstaklega gróf. Vísir/Friðrik Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. Maðurinn, sem er 21 árs gamall, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. mars en dómurinn var ekki birtur fyrr en í þessari viku. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi og jafnframt til að greiða kærustunni fyrrverandi 1,7 milljónir króna í miskabætur og barnsmóðurinn 200 þúsund krónur. Taldi Héraðsdómur árásina einstaklega grófa og bera vott um algert skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar. Ríkisútvarpið vísar í skriflegt svar Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að ákveðið hafi verið að áfrýja dómnum yfir manninum. Maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi frá því í október og hefur því þegar afplánað hálfan dómin. RÚV segir hann lausan úr haldi. Sjá einnig: Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku Árás mannsins á fyrrverandi kærustuna, sem þá var sautján ára gömul, átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í október. Lögreglu barst þá tilkynning um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Hann játaði líkamsárásina en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að kærustunni fyrrverandi og veitt henni ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði en einnig búk, ásamt því að rífa í hár hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið setja hana í lífshættu. Hlaut margskonar áverka Afleiðingar árásarinnar voru þær að stúlkan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Héraðsdómur taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Karlmaðurinn var einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi kærust í júlí í fyrra. Höfðu þau ætlað í bíó en orðið ósætti þegar í ljós kom að hún væri á Tinder. Var hætt við bíóferðina og ekið upp í Heiðmörk. Játaði karlmaðurinn að hafa ausið skömmum yfir kærustu sína og sparkað símanum hennar út fyrir veginn. Hann neitaði ásökunum um að hafa lagt hendur á hana eins og hún hélt fram. Þótti framburður hennar of almennur, framburður beggja trúverðugur og ekki fullnægjandi sönnun um ofbeldi karlmannsins þar sem stóð orð gegn orði. Hins vegar játaði hann að hafa sent eftirfarandi skilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat: 1. Ég lem þig í stöppu. 2. Ég tek þig og kem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem. 3. Þu gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu [...], Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur þangad til ég sé þig og þa sleppi ég henni ut á þig. Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. Maðurinn, sem er 21 árs gamall, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. mars en dómurinn var ekki birtur fyrr en í þessari viku. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi og jafnframt til að greiða kærustunni fyrrverandi 1,7 milljónir króna í miskabætur og barnsmóðurinn 200 þúsund krónur. Taldi Héraðsdómur árásina einstaklega grófa og bera vott um algert skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar. Ríkisútvarpið vísar í skriflegt svar Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að ákveðið hafi verið að áfrýja dómnum yfir manninum. Maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi frá því í október og hefur því þegar afplánað hálfan dómin. RÚV segir hann lausan úr haldi. Sjá einnig: Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku Árás mannsins á fyrrverandi kærustuna, sem þá var sautján ára gömul, átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í október. Lögreglu barst þá tilkynning um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Hann játaði líkamsárásina en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að kærustunni fyrrverandi og veitt henni ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði en einnig búk, ásamt því að rífa í hár hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið setja hana í lífshættu. Hlaut margskonar áverka Afleiðingar árásarinnar voru þær að stúlkan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Héraðsdómur taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Karlmaðurinn var einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi kærust í júlí í fyrra. Höfðu þau ætlað í bíó en orðið ósætti þegar í ljós kom að hún væri á Tinder. Var hætt við bíóferðina og ekið upp í Heiðmörk. Játaði karlmaðurinn að hafa ausið skömmum yfir kærustu sína og sparkað símanum hennar út fyrir veginn. Hann neitaði ásökunum um að hafa lagt hendur á hana eins og hún hélt fram. Þótti framburður hennar of almennur, framburður beggja trúverðugur og ekki fullnægjandi sönnun um ofbeldi karlmannsins þar sem stóð orð gegn orði. Hins vegar játaði hann að hafa sent eftirfarandi skilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat: 1. Ég lem þig í stöppu. 2. Ég tek þig og kem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem. 3. Þu gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu [...], Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur þangad til ég sé þig og þa sleppi ég henni ut á þig.
Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira