KR-ingar stefna á toppinn: Kórónufaraldurinn kom í veg fyrir þátttöku á móti erlendis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 10:00 Kristján Finnsson [kruzer] er leikmaður KR í Vodafone deildinni. Rafíþróttadeild KR Kristján Finnsson, eða kruzer er hluti af öflugu liði KR í Vodafone deildinni en þar er keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive. Kristján hefur ekki alveg þann tíma til að spila sem hann hafði á sínum yngri árum enda orðinn hálfgert gamalmenni í Counter-Strike aldri, 27 ára gamall. Lið KR er í bullandi toppbaráttu við Dusty um toppsæti Vodafone deildarinnar. Dusty trónir á toppnum með 10 sigra í 10 leikjum. KR-ingar koma þar á eftir með níu sigra og eitt tap. Sjá einnig: Arnór situr í stjórn rafíþróttadeildar KR Liðin mætast þann 13. október og stefna KR-ingar á sigur. Þá telur Kristján að Hafið geti vel unnið toppliðin á góðum degi. Við ræddum örstutt við Kristján um KR, Counter Strike og Vodafone deildina. „Við reynum að æfa allavega tvisvar í viku og svo keppum við alltaf á þriðjudögum og fimmtudögum. Ef mig minnir rétt eigum við eftir fjóra leiki í Vodafone deildinni og svo förum við í úrslitakeppni,“ sagði Kristján sem hefur verið í KR undanfarin tvö tímabil. Varðandi æfingar á tímum kórónuveirunnar, þjálfun og KR liðið „Við erum mestmegnis bara heima að æfa núna og erum það oftar en ekki. Við reynum að taka reglulegar æfingar saman niðri í KR en það gengur ekkert alltaf upp. Við erum allir mjög góðir vinir svo við hittumst reglulega þó við séum ekki að hittast og spila Counter-Strike.“ Lið KR í Vodafone deildinni er skipað leikmönnunm hér að ofan.Rafíþróttadeild KR „Við erum í rauninni ekki með þjálfara þannig séð og það hefur svo sem enginn á mínum aldri verið þjálfaður í Counter-Strike. Það er að breytast núna og ég veit að ýmis íþróttafélög bjóða upp á æfingar fyrir krakka allt niður í 11-12 ára aldur. En við sem vorum að spila fyrir 10-15 árum eða meira vorum ekkert þjálfaðir.“ „Við erum þannig sex í liðinu þó það séu bara fimm að spila hverju sinni. Þórir Viðarsson [TurboDrake] er þjálfari og framkvæmdarstjóri. Það er mikilvægt að hafa einn sem heldur utan um liðið, sér til þess að menn mæti í myndatökur þegar þær eru, fylgist með mótum – hér á landi og erlendis – og sér í rauninni um allt sem við hinir höfum ekki tíma í,“ sagði Kristján er undirritaður spurði hvort þjálfarinn væri ekki að reyna draga menn á æfingar frekar en að spila heima. GAME DAY Knattspyrnufélag Reykjavíkur spilar gegn Íþróttafélagið Fylkir í vinsælasta rafíþróttaleik á Íslandi...Posted by KR.esports on Thursday, September 24, 2020 Eins og áður sagði er Kristján orðinn hálfgert gamalmenni í Counter-Strike heiminum verandi orðinn 27 ára gamall. Hann segir að markmiðin hafi aðeins breyst þó það sé alltaf stefnt á sigur. „Markmiðin hafa aðeins breyst frá því maður var yngri. Maður er orðinn svo gamall og við spilum bara tvisvar í viku. Erfitt að spila við stráka sem eru rétt í kringum tvítugt og spila alla daga. Það kemur kannski aðeins niður á metnaðinum en við ætlum okkur alltaf sigur. Við náðum svo í einn ungan og mjög góðan leikmann frá Keflavík sem kveikti aðeins í manni, kveikti á þessum neista sem maður verður að hafa. Svo erum við mjög meðvitaðir um hvað við erum að gera, við rýnum í leikina sem við töpum og reynum að átta okkur á af hverju við töpuðum. Ef menn gerðu einstaklingsmistök þá viðurkenna menn það bara og við höldum áfram með lífið.“ Er eðlilegt að menn gangi kaupum og sölum í Counter-Strike? „Menn eru kannski ekkert að kaupa leikmenn eins og í íþróttum erlendis en það hefur alltaf verið þannig að bestu leikmennirnir hér á landi enda í bestu liðunum. Það hefur verið þannig frá því í gömlu Counter-Strike leikjunum [1,6 og Source] að ef menn voru nægilega góðir þó fóru þeir þennan tröppugang og enduðu í bestu liðum landsins.“ Voru á leiðinni erlendis þegar kórónufaraldurinn skall á „Við vorum á leiðinni út áður en öllu var skellt í lás út af Covid-19. Polo var búið að styrkja okkur, það var búið að kaupa flugmiðana og allt klappað og klárt. Svo var allt sett í lás og mótinu frestað út af faraldrinum. Við fengum samt flugmiðana og svona endurgreidda svo það var ekkert vesen. Við vorum samt alveg spenntir, bara fimm vinir á leiðinni til Danmerkur að spila Counter-Strike – það er bara gaman,“ sagði Kristján og viðurkenndi að þeir hefðu nú beint átt mikinn möguleika á að landa sigri á mótinu. „Það er ekkert íslenskt lið að fara vinna svona mót erlendis.“ „Ég hef farið út þrisvar eða fjórum sinnum að spila Counter-Strike. Það fyrsta var þegar ég var svona 17 ára. Þá var okkur bara boðið út á mót fyrir 24 bestu lið í heimi. Geggjað dæmi og allt borgað fyrir okkur. Mamma var þó ekkert alveg að kaupa það þegar ég sagði henni að ég væri að fara erlendis að spila Counter-Strike og það væri búið að borga allt fyrir mig,“ sagði Kristján hlægjandi. Að lokum hrósaði hann toppliði Dusty – toppliði Vodafone deildarinnar. „Þeir eru náttúrulega bara með ´organizaton´ í kringum þetta, bara í tölvuleikjum. Viðurkenni að það er alveg frekar nett. Eru með bestu liðin í LOL [League of Legends] og CS. Við erum að reyna breyta því, þeir eiga eftir að vinna bestu liðin,“ sagði Kristján að lokum. Rafíþróttir KR Tengdar fréttir Ný nálgun á tölvuleiki: Vilja fá fleiri stelpur inn og að þeim líði vel meðan þær spili Stelpur verða fyrir miklu áreiti er þær spila tölvuleiki. Jana Sól og mótastjórn Overwatch-deildarinnar hér á landi vilja breyta því. Ný nálgun skilaði sér þannig að 20 prósent þátttakenda er kvenkyns. Á sama tíma er einn kvenkyns leikmaður í 400 manna atvinnumannadeild erlendis. 2. október 2020 07:01 Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Kristján Finnsson, eða kruzer er hluti af öflugu liði KR í Vodafone deildinni en þar er keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive. Kristján hefur ekki alveg þann tíma til að spila sem hann hafði á sínum yngri árum enda orðinn hálfgert gamalmenni í Counter-Strike aldri, 27 ára gamall. Lið KR er í bullandi toppbaráttu við Dusty um toppsæti Vodafone deildarinnar. Dusty trónir á toppnum með 10 sigra í 10 leikjum. KR-ingar koma þar á eftir með níu sigra og eitt tap. Sjá einnig: Arnór situr í stjórn rafíþróttadeildar KR Liðin mætast þann 13. október og stefna KR-ingar á sigur. Þá telur Kristján að Hafið geti vel unnið toppliðin á góðum degi. Við ræddum örstutt við Kristján um KR, Counter Strike og Vodafone deildina. „Við reynum að æfa allavega tvisvar í viku og svo keppum við alltaf á þriðjudögum og fimmtudögum. Ef mig minnir rétt eigum við eftir fjóra leiki í Vodafone deildinni og svo förum við í úrslitakeppni,“ sagði Kristján sem hefur verið í KR undanfarin tvö tímabil. Varðandi æfingar á tímum kórónuveirunnar, þjálfun og KR liðið „Við erum mestmegnis bara heima að æfa núna og erum það oftar en ekki. Við reynum að taka reglulegar æfingar saman niðri í KR en það gengur ekkert alltaf upp. Við erum allir mjög góðir vinir svo við hittumst reglulega þó við séum ekki að hittast og spila Counter-Strike.“ Lið KR í Vodafone deildinni er skipað leikmönnunm hér að ofan.Rafíþróttadeild KR „Við erum í rauninni ekki með þjálfara þannig séð og það hefur svo sem enginn á mínum aldri verið þjálfaður í Counter-Strike. Það er að breytast núna og ég veit að ýmis íþróttafélög bjóða upp á æfingar fyrir krakka allt niður í 11-12 ára aldur. En við sem vorum að spila fyrir 10-15 árum eða meira vorum ekkert þjálfaðir.“ „Við erum þannig sex í liðinu þó það séu bara fimm að spila hverju sinni. Þórir Viðarsson [TurboDrake] er þjálfari og framkvæmdarstjóri. Það er mikilvægt að hafa einn sem heldur utan um liðið, sér til þess að menn mæti í myndatökur þegar þær eru, fylgist með mótum – hér á landi og erlendis – og sér í rauninni um allt sem við hinir höfum ekki tíma í,“ sagði Kristján er undirritaður spurði hvort þjálfarinn væri ekki að reyna draga menn á æfingar frekar en að spila heima. GAME DAY Knattspyrnufélag Reykjavíkur spilar gegn Íþróttafélagið Fylkir í vinsælasta rafíþróttaleik á Íslandi...Posted by KR.esports on Thursday, September 24, 2020 Eins og áður sagði er Kristján orðinn hálfgert gamalmenni í Counter-Strike heiminum verandi orðinn 27 ára gamall. Hann segir að markmiðin hafi aðeins breyst þó það sé alltaf stefnt á sigur. „Markmiðin hafa aðeins breyst frá því maður var yngri. Maður er orðinn svo gamall og við spilum bara tvisvar í viku. Erfitt að spila við stráka sem eru rétt í kringum tvítugt og spila alla daga. Það kemur kannski aðeins niður á metnaðinum en við ætlum okkur alltaf sigur. Við náðum svo í einn ungan og mjög góðan leikmann frá Keflavík sem kveikti aðeins í manni, kveikti á þessum neista sem maður verður að hafa. Svo erum við mjög meðvitaðir um hvað við erum að gera, við rýnum í leikina sem við töpum og reynum að átta okkur á af hverju við töpuðum. Ef menn gerðu einstaklingsmistök þá viðurkenna menn það bara og við höldum áfram með lífið.“ Er eðlilegt að menn gangi kaupum og sölum í Counter-Strike? „Menn eru kannski ekkert að kaupa leikmenn eins og í íþróttum erlendis en það hefur alltaf verið þannig að bestu leikmennirnir hér á landi enda í bestu liðunum. Það hefur verið þannig frá því í gömlu Counter-Strike leikjunum [1,6 og Source] að ef menn voru nægilega góðir þó fóru þeir þennan tröppugang og enduðu í bestu liðum landsins.“ Voru á leiðinni erlendis þegar kórónufaraldurinn skall á „Við vorum á leiðinni út áður en öllu var skellt í lás út af Covid-19. Polo var búið að styrkja okkur, það var búið að kaupa flugmiðana og allt klappað og klárt. Svo var allt sett í lás og mótinu frestað út af faraldrinum. Við fengum samt flugmiðana og svona endurgreidda svo það var ekkert vesen. Við vorum samt alveg spenntir, bara fimm vinir á leiðinni til Danmerkur að spila Counter-Strike – það er bara gaman,“ sagði Kristján og viðurkenndi að þeir hefðu nú beint átt mikinn möguleika á að landa sigri á mótinu. „Það er ekkert íslenskt lið að fara vinna svona mót erlendis.“ „Ég hef farið út þrisvar eða fjórum sinnum að spila Counter-Strike. Það fyrsta var þegar ég var svona 17 ára. Þá var okkur bara boðið út á mót fyrir 24 bestu lið í heimi. Geggjað dæmi og allt borgað fyrir okkur. Mamma var þó ekkert alveg að kaupa það þegar ég sagði henni að ég væri að fara erlendis að spila Counter-Strike og það væri búið að borga allt fyrir mig,“ sagði Kristján hlægjandi. Að lokum hrósaði hann toppliði Dusty – toppliði Vodafone deildarinnar. „Þeir eru náttúrulega bara með ´organizaton´ í kringum þetta, bara í tölvuleikjum. Viðurkenni að það er alveg frekar nett. Eru með bestu liðin í LOL [League of Legends] og CS. Við erum að reyna breyta því, þeir eiga eftir að vinna bestu liðin,“ sagði Kristján að lokum.
Rafíþróttir KR Tengdar fréttir Ný nálgun á tölvuleiki: Vilja fá fleiri stelpur inn og að þeim líði vel meðan þær spili Stelpur verða fyrir miklu áreiti er þær spila tölvuleiki. Jana Sól og mótastjórn Overwatch-deildarinnar hér á landi vilja breyta því. Ný nálgun skilaði sér þannig að 20 prósent þátttakenda er kvenkyns. Á sama tíma er einn kvenkyns leikmaður í 400 manna atvinnumannadeild erlendis. 2. október 2020 07:01 Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Ný nálgun á tölvuleiki: Vilja fá fleiri stelpur inn og að þeim líði vel meðan þær spili Stelpur verða fyrir miklu áreiti er þær spila tölvuleiki. Jana Sól og mótastjórn Overwatch-deildarinnar hér á landi vilja breyta því. Ný nálgun skilaði sér þannig að 20 prósent þátttakenda er kvenkyns. Á sama tíma er einn kvenkyns leikmaður í 400 manna atvinnumannadeild erlendis. 2. október 2020 07:01
Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00