Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurðinn á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 22:45 Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurð á Ítalíu. GSÍ Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru staddir á Ítalíu þessa dagana þar sem þeir taka þátt í Italian Challenge-mótinu. Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurðinn í dag á meðan Guðmundur Ágúst hefur lokið leik. Þar sem fresta þurfti leik vegna veðurs í gær þá kláraðist annar dagur mótsins í dag Eftir tvöfaldan skolla á annarri holu mótsins hefur Haraldur leikið einkar vel. Alls hefur hann nælst sér í átta fugla og aðeins þrjá skolla. Hann lék frábært golf á öðrum hring og var fjórum höggum undir pari þegar hann átti fjórar holur eftir. Því miður tapaði hann tveimur höggum þar en það kom ekki að sök. Hann lék hringina tvo á samtals þremur höggum undir pari og er jafn í 45. sæti sem stendur. Það er þéttur pakki þar fyrir ofan og því á Haraldur góða möguleika á að lyfta sér verulega upp á þriðja hring mótsins. Guðmundur Ágúst lék hringina tvo á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 88. sæti mótsins. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru staddir á Ítalíu þessa dagana þar sem þeir taka þátt í Italian Challenge-mótinu. Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurðinn í dag á meðan Guðmundur Ágúst hefur lokið leik. Þar sem fresta þurfti leik vegna veðurs í gær þá kláraðist annar dagur mótsins í dag Eftir tvöfaldan skolla á annarri holu mótsins hefur Haraldur leikið einkar vel. Alls hefur hann nælst sér í átta fugla og aðeins þrjá skolla. Hann lék frábært golf á öðrum hring og var fjórum höggum undir pari þegar hann átti fjórar holur eftir. Því miður tapaði hann tveimur höggum þar en það kom ekki að sök. Hann lék hringina tvo á samtals þremur höggum undir pari og er jafn í 45. sæti sem stendur. Það er þéttur pakki þar fyrir ofan og því á Haraldur góða möguleika á að lyfta sér verulega upp á þriðja hring mótsins. Guðmundur Ágúst lék hringina tvo á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 88. sæti mótsins.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira