Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 12:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar óskaði eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum á Alþingi í morgun Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira