Hljóðláta byltingin Ásdís Kristinsdóttir skrifar 5. október 2020 14:02 Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun