Þurfti að taka svefnlyf tvisvar á hverri nóttu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2020 11:31 Björn Stefánsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Björn, sem var ungur orðinn einn hæfileikaríkasti trommuleikari sem Ísland hefur átt, skipti síðan alveg um takt og gerðist leikari. Hann segist oft hissa á því hvað hann hefur fengið að upplifa mikið þegar hann horfir til baka. „Maður hefur upplifað augnablik sem er hægt að kalla ákveðna myllusteina. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var að sýna Mávinn í Macau í Kína. Sýningin byrjar á því að ég sit á bekk og bíð eftir að sýningin byrji og fyrir framan mig er fullur salur af asísku fólki. Á svona augnablikum hugsar maður hvernig þetta gerðist. Ég ætlaði ekki einu sinni í leiklist, en svo er maður kominn í aðra heimsálfu með leiksýningu. Ég hef unnið fyrir þessu öllu, en það er oft galið hvað maður hefur fengið að upplifa margt merkilegt,” segir Björn sem oft er kallaður Bjössi í Mínus. Björn segir í viðtalinu líka frá mögnuðum augnablikum þegar hann var í hljómsveitinni Mínus. „Unglingurinn í mér fríkaði alveg út þegar við hituðum upp fyrir Metallica þegar þeir komu til Íslands. Það var eitthvað rafmagn í loftinu sem ég hef aldrei fundið. Þarna fann ég þetta augnablik þar sem ég hugsaði, þetta er ástæðan fyrir því að ég er trommuleikari, þetta var hrikalega skemmtilegt tímabil, en þetta er svolítið eins og að vera í hjónabandi og tekur á líka. Ég á einstakt samband við alla þessa stráka sem voru í bandinu og við erum með bræðralag sem er ótrúlegt eftir að hafa gert alla þessa hluti saman,” segir hann og bætir við að Mínus-tímabilið hafi oft verið skrautlegt. Klippa: Svo krassaði ég algjörlega „Þetta var verst í Bandaríkjunum. Við fórum úr því að vera með rútu með kojum í yfir í að þetta var bara einhvern veginn. Við þurftum eiginlega að redda okkur gistingu einhvers staðar á hverju einasta kvöldi í tvo mánuði, þar sem við sváfum bara einhvers staðar. Ég man eftir tveim skiptum þar sem ég svaf í lazy-boy stól í miðju partíi og það var bara partí á fullu á meðan maður svaf á miðju gólfi. Mín besta nálgun á þetta var bara að sofa í bílnum. Þetta var geggjað tímabil, en ég myndi aldrei geta lagt þetta á mig í dag. En þarna vorum við ungir og við slepptum því bara mjög oft að sofa og borðuðum eitthvað rusl og höfðum gaman. Við vorum á stanslausum ferðalögum og lífsstílinn var alls ekki góður.” Björn hefur fengið mikið lof fyrir leiklistina á síðustu árum og segist elska það starf svo mikið að á tímabili fór hann fram úr sér í vinnu. Hætti á endanum að sofa „Þú ert ekkert alltaf tilbúinn að fara á svið. Það koma dagar þar sem maður er kannski með hita eða slappur, en maður þarf bara að fara á svið og gera þetta. Eins og Ellý, sem var sýnd meira en 200 sinnum. Þá koma alls konar dagar, en einhvern veginn var hópurinn svo frábær að á endanum verður þetta alltaf skemmtilegt, en svo kom kafli þar sem ég vann of mikið,“ segir Björn sem var á endanum hættur að sofa. „Ég var búinn að vera með kveikt á kertinu báðum megin í of langan tíma. Fyrir tveimur árum síðan var ég í fjórum sýningum í einu. Ellý, Bláa Hnettinum, Himnaríki og Helvíti og ég var að æfa Rocky Horror líka. Þetta átti ekki að gerast, en Ellý varð svo vinsæl sýning og svo hittist þetta svona á. Ég fúnkeraði á sviðinu, en svo krassaði ég algjörlega. Ég fór til leikhússtjórans og sagði henni að ég væri að vinna of mikið og hún fór í að finna lausn á þessu. Ég upplifði þetta tímabil þannig að heilinn í mér var hættur að taka almennilega á móti upplýsingum, ég var einhvern veginn bara að reyna að komast í gegnum dagana, en mér leið eins og ég væri hættur að geta lært og heilinn væri einhvern vegin að slökkva á sér.“ Hann segist hafa farið í algjöran hjúp eftir þetta tímabil. „Ég fer til læknis og ég fékk lyf, því að ég þurfti meðal annars að ná að sofa og það var allt komið úr skorðum. Þetta var orðið svo slæmt að ég þurfti að taka svefntöflu og vera svo með aðra á náttborðinu til að taka þegar ég vaknaði um nóttina. Ég hafði alltaf verið mikið á móti lyfjum, en þarna fattaði ég að ég yrði að nota öll möguleg vopn. Þegar maður er alveg hættur að sofa hættir maður að fúnkera. En með góðri hjálp náði ég að vinna vel út úr þessu. Ég hef eiginlega aldrei verið betri en í dag, en það er mikil vinna að ná sér út úr svona ástandi.” Í viðtalinu fara Sölvi og Björn yfir Mínus-tímabilið, sem var æði skrautlegt á köflum, ástríðuna fyrir leiklistinni og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Björn Stefánsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Björn, sem var ungur orðinn einn hæfileikaríkasti trommuleikari sem Ísland hefur átt, skipti síðan alveg um takt og gerðist leikari. Hann segist oft hissa á því hvað hann hefur fengið að upplifa mikið þegar hann horfir til baka. „Maður hefur upplifað augnablik sem er hægt að kalla ákveðna myllusteina. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var að sýna Mávinn í Macau í Kína. Sýningin byrjar á því að ég sit á bekk og bíð eftir að sýningin byrji og fyrir framan mig er fullur salur af asísku fólki. Á svona augnablikum hugsar maður hvernig þetta gerðist. Ég ætlaði ekki einu sinni í leiklist, en svo er maður kominn í aðra heimsálfu með leiksýningu. Ég hef unnið fyrir þessu öllu, en það er oft galið hvað maður hefur fengið að upplifa margt merkilegt,” segir Björn sem oft er kallaður Bjössi í Mínus. Björn segir í viðtalinu líka frá mögnuðum augnablikum þegar hann var í hljómsveitinni Mínus. „Unglingurinn í mér fríkaði alveg út þegar við hituðum upp fyrir Metallica þegar þeir komu til Íslands. Það var eitthvað rafmagn í loftinu sem ég hef aldrei fundið. Þarna fann ég þetta augnablik þar sem ég hugsaði, þetta er ástæðan fyrir því að ég er trommuleikari, þetta var hrikalega skemmtilegt tímabil, en þetta er svolítið eins og að vera í hjónabandi og tekur á líka. Ég á einstakt samband við alla þessa stráka sem voru í bandinu og við erum með bræðralag sem er ótrúlegt eftir að hafa gert alla þessa hluti saman,” segir hann og bætir við að Mínus-tímabilið hafi oft verið skrautlegt. Klippa: Svo krassaði ég algjörlega „Þetta var verst í Bandaríkjunum. Við fórum úr því að vera með rútu með kojum í yfir í að þetta var bara einhvern veginn. Við þurftum eiginlega að redda okkur gistingu einhvers staðar á hverju einasta kvöldi í tvo mánuði, þar sem við sváfum bara einhvers staðar. Ég man eftir tveim skiptum þar sem ég svaf í lazy-boy stól í miðju partíi og það var bara partí á fullu á meðan maður svaf á miðju gólfi. Mín besta nálgun á þetta var bara að sofa í bílnum. Þetta var geggjað tímabil, en ég myndi aldrei geta lagt þetta á mig í dag. En þarna vorum við ungir og við slepptum því bara mjög oft að sofa og borðuðum eitthvað rusl og höfðum gaman. Við vorum á stanslausum ferðalögum og lífsstílinn var alls ekki góður.” Björn hefur fengið mikið lof fyrir leiklistina á síðustu árum og segist elska það starf svo mikið að á tímabili fór hann fram úr sér í vinnu. Hætti á endanum að sofa „Þú ert ekkert alltaf tilbúinn að fara á svið. Það koma dagar þar sem maður er kannski með hita eða slappur, en maður þarf bara að fara á svið og gera þetta. Eins og Ellý, sem var sýnd meira en 200 sinnum. Þá koma alls konar dagar, en einhvern veginn var hópurinn svo frábær að á endanum verður þetta alltaf skemmtilegt, en svo kom kafli þar sem ég vann of mikið,“ segir Björn sem var á endanum hættur að sofa. „Ég var búinn að vera með kveikt á kertinu báðum megin í of langan tíma. Fyrir tveimur árum síðan var ég í fjórum sýningum í einu. Ellý, Bláa Hnettinum, Himnaríki og Helvíti og ég var að æfa Rocky Horror líka. Þetta átti ekki að gerast, en Ellý varð svo vinsæl sýning og svo hittist þetta svona á. Ég fúnkeraði á sviðinu, en svo krassaði ég algjörlega. Ég fór til leikhússtjórans og sagði henni að ég væri að vinna of mikið og hún fór í að finna lausn á þessu. Ég upplifði þetta tímabil þannig að heilinn í mér var hættur að taka almennilega á móti upplýsingum, ég var einhvern veginn bara að reyna að komast í gegnum dagana, en mér leið eins og ég væri hættur að geta lært og heilinn væri einhvern vegin að slökkva á sér.“ Hann segist hafa farið í algjöran hjúp eftir þetta tímabil. „Ég fer til læknis og ég fékk lyf, því að ég þurfti meðal annars að ná að sofa og það var allt komið úr skorðum. Þetta var orðið svo slæmt að ég þurfti að taka svefntöflu og vera svo með aðra á náttborðinu til að taka þegar ég vaknaði um nóttina. Ég hafði alltaf verið mikið á móti lyfjum, en þarna fattaði ég að ég yrði að nota öll möguleg vopn. Þegar maður er alveg hættur að sofa hættir maður að fúnkera. En með góðri hjálp náði ég að vinna vel út úr þessu. Ég hef eiginlega aldrei verið betri en í dag, en það er mikil vinna að ná sér út úr svona ástandi.” Í viðtalinu fara Sölvi og Björn yfir Mínus-tímabilið, sem var æði skrautlegt á köflum, ástríðuna fyrir leiklistinni og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira