Finna fyrir fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 14:11 Frá fundi dagsins. Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48
Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47