Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 16:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. Hópur manna vildi ræna henni og rétt yfir henni fyrir landráð. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira