Draumurinn um starf á leikskóla rættist að lokum Sylvía Hall skrifar 8. október 2020 21:01 Andy Morgan hefur loksins fengið starf á leikskóla eftir fjölda umsókna. Hér er hann ásamt börnum sínum. Úr einkasafni Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“ Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira