Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 22:00 Boeing 757 þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Vísir. Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar: Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar:
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39