Segir atvinnuleysi stærsta efnahagsmál stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 15:41 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskipktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira