Stefnir allt í að fleiri smitist nú en í fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. október 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ómögulegt að segja til um hvenær þriðja bylgja faraldursins gangi yfir. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira